Veður

Svöl norð­læg átt næstu daga

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hit verður á bilinu 5 til 14 stig, mildast syðst.
Hit verður á bilinu 5 til 14 stig, mildast syðst.

Norðaustur af landinu er 980 mb lægð sem hreyfist lítið og verður fremur svöl norðlæg átt á landinu í dag og næstu daga.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings í dag, 18. ágúst.

„Rigning eða súld og slydda til fjalla á norðanverðu landinu en sunnan heiða er yfirleitt bjart en stöku síðdegisskúrir suðaustanlands. Hiti frá 5 stigum á Norðurlandi að 14 stigum við suðurströndina,“ segir ennfremur á vefsíðu Veðurstofunnar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Norðan 5-13 m/s, hvassast við austurströndina. Skýjað norðan- og austantil og dálítil væta, hiti 4 til 9 stig. Bjart með köflum sunnan- og vestanlands, hiti 9 til 15 stig.

Á miðvikudag:

Norðaustan 3-10, skýjað með köflum og stöku skúrir síðdegis. Fer að rigna syðst um kvöldið. Hiti 5 til 13 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag:

Norðan 8-13 og rigning, en skýjað og þurrt að kallla sunnan heiða. Kólnandi veður.

Á föstudag og laugardag:

Útlit fyrir ákveðna norðvestlæga átt með rigningu, en bjart með köflum og yfirleitt þurrt sunnantil. Hiti 4 til 12 stig, mildast vestantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×