Smá sumar á disk
Hráefni:
Snittubrauð
Ferskjur
Smjör til steikingar
Hvítmygluostur
Hráskinka
Basilika
Aðferð:
Skerið snittubrauðið og setjið olíu yfir.
Bakið brauðið í ofni þar til það er orðið stökkt.
Skerið ferskjur í báta og steikið upp úr smjöri þar til þær eru mjúkar.
Setjið hvítmygluostur að eigin vali, hráskinku, smjörsteiktar ferskjur og basiliku ofan á brauðið.
Til þess að toppa snittuna nota ég ótrúlega gott trufflu hunang. Það setur punktinn yfir i-ið!