Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að rannsókn á vettvangi sé lokið en rannsókn málsins heldur áfram.
Málið er rannsakað sem slys.
Karlmaðurinn sem lést í alvarlegu slysi nærri Hálslóni miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar norðan Vatnajökuls í morgun var íslenskur karlmaður á fertugsaldri. Hann var ásamt fleirum á gæsaveiðum og lést af völdum voðaskots.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að rannsókn á vettvangi sé lokið en rannsókn málsins heldur áfram.
Málið er rannsakað sem slys.
Einn lést í alvarlegu slysi við Hálslón norðan Vatnajökuls. Lögreglu barst tilkynning um slysið laust fyrir klukkan átta í morgun.