Viðræður sagðar stranda á kröfum Hamas um algjört brotthvarf Ísrael frá Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2024 06:44 Skyldmenni gísla í haldi Hamas og fleiri komu saman í Tel Aviv í gær til að heiðra minningu þeirra gísla sem hafa látist og kalla eftir samkomulagi um lausn þeirra sem enn er haldið föngum. AP/Ariel Schalit Friðarviðræður milli Ísrael og Hamas eru sagðar stranda á kröfum Hamas um að Ísraelar yfirgefi Gasa alfarið, þar sem stjórnvöld í Ísrael eru sögð hafa hafnað kröfunni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfirgaf Mið-Austurlönd í gær eftir fundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, og fleirum. Hann sagði að samkomulag þyrfti að nást á næstu dögum en yfirvöld í Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar, sem hafa freistað þess að miðla málum í deilunni, eru nú sögð ýta á að aðilar undirriti „brúarsamkomulag“ sem felur í sér sex vikna vopnahlé þar sem skipst yrði á gíslum og föngum. Fyrst um sinn yrði um að ræða veika, eldri og kvenkyns gísla í haldi Hamas gegn Palestínumönnum sem haldið er í fangelsum í Ísrael. Á meðan vopnahléinu stæði myndu menn svo reyna að ná saman um framhaldið, þar sem meðal annars yrði skipst á hermönnum og látnum gegn fleiri föngum. Þá er gert ráð fyrir að Ísraelsmenn færu að draga sig frá Gasa og að íbúar gætu farið að snúa aftur heim. Hamas-samtökin hafa ekki átt beina aðkomu að viðræðunum í vikunni en þau hafa gert kröfu um algjört brotthvarf Ísraelshers frá Gasa. Axios greindi frá því í gær að Netanyahu hefði mögulega sannfært Blinken um nauðsyn þess að hermenn yrðu áfram við landamæri Gasa og Egyptalands en Blinken gaf óljós svör spurður um málið. „Bandaríkin sætta sig ekki við langtíma hernám Ísraels á Gasa,“ sagði Blinken í Katar. Samkomulagið sem væri til umræðu væri mjög skýrt um það hvenær og hvar Ísraelsmenn hörfuðu frá Gasa og Ísraelsmenn hefðu samþykkt það. „Það er allt sem ég veit. Ég hef verið mjög skýr varðandi það.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfirgaf Mið-Austurlönd í gær eftir fundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, og fleirum. Hann sagði að samkomulag þyrfti að nást á næstu dögum en yfirvöld í Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar, sem hafa freistað þess að miðla málum í deilunni, eru nú sögð ýta á að aðilar undirriti „brúarsamkomulag“ sem felur í sér sex vikna vopnahlé þar sem skipst yrði á gíslum og föngum. Fyrst um sinn yrði um að ræða veika, eldri og kvenkyns gísla í haldi Hamas gegn Palestínumönnum sem haldið er í fangelsum í Ísrael. Á meðan vopnahléinu stæði myndu menn svo reyna að ná saman um framhaldið, þar sem meðal annars yrði skipst á hermönnum og látnum gegn fleiri föngum. Þá er gert ráð fyrir að Ísraelsmenn færu að draga sig frá Gasa og að íbúar gætu farið að snúa aftur heim. Hamas-samtökin hafa ekki átt beina aðkomu að viðræðunum í vikunni en þau hafa gert kröfu um algjört brotthvarf Ísraelshers frá Gasa. Axios greindi frá því í gær að Netanyahu hefði mögulega sannfært Blinken um nauðsyn þess að hermenn yrðu áfram við landamæri Gasa og Egyptalands en Blinken gaf óljós svör spurður um málið. „Bandaríkin sætta sig ekki við langtíma hernám Ísraels á Gasa,“ sagði Blinken í Katar. Samkomulagið sem væri til umræðu væri mjög skýrt um það hvenær og hvar Ísraelsmenn hörfuðu frá Gasa og Ísraelsmenn hefðu samþykkt það. „Það er allt sem ég veit. Ég hef verið mjög skýr varðandi það.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sjá meira