Albert segir ummæli gamla yfirmannsins áfall Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2024 10:31 Albert Guðmundsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Hann gæti orðið dýrasti leikmaður í sögu Fiorentina. @acffiorentina Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var kynntur til leiks sem leikmaður Fiorentina á blaðamannafundi í gær. Þar var hann meðal annars spurður út í nauðgunarmálið sem vofir yfir honum, og orð framkvæmdastjóra Genoa sem sagði Albert hafa suðað um að losna frá félaginu. Albert kemur til Fiorentina að láni frá Genoa, þar sem hann raðaði inn mörkum á síðustu leiktíð, en með kaupum næsta sumar og bónusgreiðslum mun Fiorentina á endanum greiða 28 milljónir evra fyrir hann, samkvæmt Fabrizio Romano og fleiri blaðamönnum. Andres Blazquez, framkvæmdastjóri Genoa, sagði félagið hafa reynt að halda Alberti og kenndi honum alfarið um hvernig fór: „Við reyndum að halda honum og buðum honum launahækkun upp á eina milljón (evra) en hann kom á skrifstofuna á hverjum degi til að mótmæla. Á endanum vildi stjórinn ekki leikmann sem ekki vildi vera hérna,“ var haft eftir Blazquez í ítölskum miðlum. Albert var spurður út í þessi ummæli og svaraði: „Þessi orð hans voru svolítið áfall fyrir mig. Ég átti í góðu sambandi við hann, þekkti hann og hans fallegu fjölskyldu. Svo ég vil ekki tala illa um hann, því hann hefur hjálpað mér mikið síðustu tvö og hálft ár, en auðvitað má fólk ekki trúa öllu sem er skrifað í fjölmiðlum. Hann segist hafa boðið mér eina milljón evra í kauphækkun á ári en það er fjarri sannleikanum.“ Sannfærður um sakleysi sitt Albert var einnig spurður út í þá staðreynd að nú styttist í dómsúrskurð í máli hans vegna ákæru um nauðgun á Íslandi á síðasta ári. Hann hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu og gerði það einnig í gær. „Málið verður tekið fyrir í september en það hefur engin áhrif á mig. Þetta hefur verið í gangi síðasta árið en ég einbeiti mér að fjölskyldu minni og fótboltanum. Ég er sannfærður um sakleysi mitt og ég get ekki beðið eftir að sannleikurinn komi í ljós.“ Getur ekki spilað strax Óvíst er hvenær Albert spilar sinn fyrsta leik fyrir Fiorentina en hann staðfesti á fundinum í gær að hann væri að glíma við smávægileg meiðsli í kálfa. Hann var einnig spurður hvernig það væri að verða mögulega dýrasti leikmaður í sögu Fiorentina: „Það er mikill heiður fyrir mig að vera keyptur fyrir svona mikinn pening. En ég mun hvort sem er alltaf leggja mig 100% fram og læt svona lagað ekki vera neina aukabyrði á mér.“ Albert, sem er 27 ára gamall, skoraði 14 mörk í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð og varð fimmti markahæstur allra í deildinni. Í samræmi við reglur KSÍ spilaði hann ekki fyrir íslenska landsliðið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun á síðasta ári, en hann var svo valinn í landsliðshópinn fyrir EM-umspilið í mars síðastliðnum eftir að héraðssaksóknari ákvað að láta málið niður falla. Þó að sú ákvörðun væri kærð rétt fyrir landsleikina gaf stjórn KSÍ leyfi fyrir því að Albert spilaði, í því ljósi að landsliðsverkefni væri hafið, og skoraði hann þrennu í 4-1 sigri gegn Ísrael, og mark Íslands í 2-1 tapi gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins. Ítalski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Albert kynntur til leiks í Flórens Albert Guðmundsson er formlega orðinn leikmaður Fiorentina en ítalska félagið kynnti hann til leiks á samfélagsmiðlum nú rétt í þessu. 16. ágúst 2024 17:19 Kaupverðið klárt og Albert á leið í fjólublátt Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á leið í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Fiorentina á morgun og hefur félagið samið um kaup á honum frá Genoa. 15. ágúst 2024 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Albert kemur til Fiorentina að láni frá Genoa, þar sem hann raðaði inn mörkum á síðustu leiktíð, en með kaupum næsta sumar og bónusgreiðslum mun Fiorentina á endanum greiða 28 milljónir evra fyrir hann, samkvæmt Fabrizio Romano og fleiri blaðamönnum. Andres Blazquez, framkvæmdastjóri Genoa, sagði félagið hafa reynt að halda Alberti og kenndi honum alfarið um hvernig fór: „Við reyndum að halda honum og buðum honum launahækkun upp á eina milljón (evra) en hann kom á skrifstofuna á hverjum degi til að mótmæla. Á endanum vildi stjórinn ekki leikmann sem ekki vildi vera hérna,“ var haft eftir Blazquez í ítölskum miðlum. Albert var spurður út í þessi ummæli og svaraði: „Þessi orð hans voru svolítið áfall fyrir mig. Ég átti í góðu sambandi við hann, þekkti hann og hans fallegu fjölskyldu. Svo ég vil ekki tala illa um hann, því hann hefur hjálpað mér mikið síðustu tvö og hálft ár, en auðvitað má fólk ekki trúa öllu sem er skrifað í fjölmiðlum. Hann segist hafa boðið mér eina milljón evra í kauphækkun á ári en það er fjarri sannleikanum.“ Sannfærður um sakleysi sitt Albert var einnig spurður út í þá staðreynd að nú styttist í dómsúrskurð í máli hans vegna ákæru um nauðgun á Íslandi á síðasta ári. Hann hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu og gerði það einnig í gær. „Málið verður tekið fyrir í september en það hefur engin áhrif á mig. Þetta hefur verið í gangi síðasta árið en ég einbeiti mér að fjölskyldu minni og fótboltanum. Ég er sannfærður um sakleysi mitt og ég get ekki beðið eftir að sannleikurinn komi í ljós.“ Getur ekki spilað strax Óvíst er hvenær Albert spilar sinn fyrsta leik fyrir Fiorentina en hann staðfesti á fundinum í gær að hann væri að glíma við smávægileg meiðsli í kálfa. Hann var einnig spurður hvernig það væri að verða mögulega dýrasti leikmaður í sögu Fiorentina: „Það er mikill heiður fyrir mig að vera keyptur fyrir svona mikinn pening. En ég mun hvort sem er alltaf leggja mig 100% fram og læt svona lagað ekki vera neina aukabyrði á mér.“ Albert, sem er 27 ára gamall, skoraði 14 mörk í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð og varð fimmti markahæstur allra í deildinni. Í samræmi við reglur KSÍ spilaði hann ekki fyrir íslenska landsliðið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun á síðasta ári, en hann var svo valinn í landsliðshópinn fyrir EM-umspilið í mars síðastliðnum eftir að héraðssaksóknari ákvað að láta málið niður falla. Þó að sú ákvörðun væri kærð rétt fyrir landsleikina gaf stjórn KSÍ leyfi fyrir því að Albert spilaði, í því ljósi að landsliðsverkefni væri hafið, og skoraði hann þrennu í 4-1 sigri gegn Ísrael, og mark Íslands í 2-1 tapi gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins.
Ítalski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Albert kynntur til leiks í Flórens Albert Guðmundsson er formlega orðinn leikmaður Fiorentina en ítalska félagið kynnti hann til leiks á samfélagsmiðlum nú rétt í þessu. 16. ágúst 2024 17:19 Kaupverðið klárt og Albert á leið í fjólublátt Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á leið í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Fiorentina á morgun og hefur félagið samið um kaup á honum frá Genoa. 15. ágúst 2024 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Albert kynntur til leiks í Flórens Albert Guðmundsson er formlega orðinn leikmaður Fiorentina en ítalska félagið kynnti hann til leiks á samfélagsmiðlum nú rétt í þessu. 16. ágúst 2024 17:19
Kaupverðið klárt og Albert á leið í fjólublátt Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á leið í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Fiorentina á morgun og hefur félagið samið um kaup á honum frá Genoa. 15. ágúst 2024 21:10