Stefna á skóflustungu að nýrri bálstofu í haust Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 14:03 Sigríður Bylgja segir að stefnt sé á fyrstu skóflustungu í haust. Þegar bálstofa Trés lífsins verði tekin í notkun verði hægt að hætta að nota nærri áttatíu ára gamla ofna Kirkjugarðanna. Vísir Forsvarskona og stofnandi Trés lífsins segir að stefnt sé að fyrstu skóflustungu að nýrri bálstofu í haust. Hún vonar að hægt verði að taka bálstofuna í notkun innan tveggja ára. Fjallað var um það í Morgunblaðinu í morgun að sífellt fleiri landsmenn kjósi bálför þegar kallið kemur umfram greftrun. Aðeins ein bálstofa er á landinu. Hún er í Fossvogi og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmanna, KGRP. Haft er eftir Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóra KGRP, að stofan sé elsta bálstofan sem er í notkun á Norðurlöndum en kveikt var á ofnunum 1948. Ný bálstofa hafi verið í burðarliðnum í Gufunesi frá 2005 en í hana vanti fjármagn. Undanfarin ár hefur Tré lífsins undirbúið stofnun og rekstur bálstofu og minningargarðs í Garðabæ. Í mars í fyrra bárust þær fréttir að dómsmálaráðuneytið væri komið í viðræðu við Kirkjugarðana um áframhaldandi rekstur þeirra á bálstofu. Lá þá fyrir að bæði KGRP og Tré lífsins vildu starfrækja bálstofu en bæði voru sammála um að aðeins eina bálstofu þyrfti til með hliðsjón af mannfjölda. „Við erum að stefna að skóflustungu í haust og að byggja bálstofu. Við erum með ofnaframleiðanda í Þýskalandi sem við ætlum að kaupa ofn af og öll leyfi eru komin hjá okkur og það liggur allt fyrir hjá Garðabæ. Nú erum við bara að bíða eftir svörum frá Garðabæ um tímalínu þeirra varðandi innviðauppbyggingu þeirra á svæðinu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi Trés lífsins. „Eðlilegt að þetta færist til óháðra aðila“ Hún segir að búið sé að leggja veg hluta af leiðinni að Rjúpnadal, þar sem bálstofan á að rísa og Garðabær ætlar að gera nýjan kirkjugarð. Hún segir þá vanta tengingu við rafmagn, heitt vatn og skólplagnir. „Byggingartíminn ætti að vera, varlega áætlað, tvö ár. Það gæti verið styttra. Við hlökkum svakalega til, það er búið að vinna að þessu verkefni í mörg ár. Við búumst við að við tökum þá við þjónustu við bálfarir á Íslandi vegna þess að bálstofan í Fossvogi er löngu úr sér gengin og það er bara pláss fyrir eina á landinu,“ segir Sigríður. „Það er eðlilegt miðað við nútímann að þetta færist til óháðra aðila. Við erum almannaheillafélag, við erum ekki rekin í arðsemisskyni.“ Gera ráð fyrir að fleiri muni velja bálför Þar kemur jafnframt fram að í dag kjósi um 60 prósent þeirra sem falla frá á höfuðborgarsvæðinu bálför og á landinu öllu um 50 prósent. Í höfuðborgum nágrannalandanna er þetta hlutfall yfir 90 prósentum. „Ég hugsa að þróunin verði bara eins og í nágrannalöndunum. Ég held við eigum eftir að sjá hærra hlutfall þeirra sem eru utan að landi. Í dag er það þannig að kostnaðurinn lendir á aðstandendum, það er ekki góð þjónusta í kringum það að koma líki í brennslu og ösku til baka,“ segir Sigríður. „Við viljum bæta þjónustuna þannig að þau sem eru utan að landi, að þeim sé gefinn kostur á að nýta sér bálför. Þau neyðist ekki til að velja sér greftrun af því að hitt sé orðið svo dýrt.“ Kirkjugarðar Garðabær Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Fjallað var um það í Morgunblaðinu í morgun að sífellt fleiri landsmenn kjósi bálför þegar kallið kemur umfram greftrun. Aðeins ein bálstofa er á landinu. Hún er í Fossvogi og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmanna, KGRP. Haft er eftir Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóra KGRP, að stofan sé elsta bálstofan sem er í notkun á Norðurlöndum en kveikt var á ofnunum 1948. Ný bálstofa hafi verið í burðarliðnum í Gufunesi frá 2005 en í hana vanti fjármagn. Undanfarin ár hefur Tré lífsins undirbúið stofnun og rekstur bálstofu og minningargarðs í Garðabæ. Í mars í fyrra bárust þær fréttir að dómsmálaráðuneytið væri komið í viðræðu við Kirkjugarðana um áframhaldandi rekstur þeirra á bálstofu. Lá þá fyrir að bæði KGRP og Tré lífsins vildu starfrækja bálstofu en bæði voru sammála um að aðeins eina bálstofu þyrfti til með hliðsjón af mannfjölda. „Við erum að stefna að skóflustungu í haust og að byggja bálstofu. Við erum með ofnaframleiðanda í Þýskalandi sem við ætlum að kaupa ofn af og öll leyfi eru komin hjá okkur og það liggur allt fyrir hjá Garðabæ. Nú erum við bara að bíða eftir svörum frá Garðabæ um tímalínu þeirra varðandi innviðauppbyggingu þeirra á svæðinu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi Trés lífsins. „Eðlilegt að þetta færist til óháðra aðila“ Hún segir að búið sé að leggja veg hluta af leiðinni að Rjúpnadal, þar sem bálstofan á að rísa og Garðabær ætlar að gera nýjan kirkjugarð. Hún segir þá vanta tengingu við rafmagn, heitt vatn og skólplagnir. „Byggingartíminn ætti að vera, varlega áætlað, tvö ár. Það gæti verið styttra. Við hlökkum svakalega til, það er búið að vinna að þessu verkefni í mörg ár. Við búumst við að við tökum þá við þjónustu við bálfarir á Íslandi vegna þess að bálstofan í Fossvogi er löngu úr sér gengin og það er bara pláss fyrir eina á landinu,“ segir Sigríður. „Það er eðlilegt miðað við nútímann að þetta færist til óháðra aðila. Við erum almannaheillafélag, við erum ekki rekin í arðsemisskyni.“ Gera ráð fyrir að fleiri muni velja bálför Þar kemur jafnframt fram að í dag kjósi um 60 prósent þeirra sem falla frá á höfuðborgarsvæðinu bálför og á landinu öllu um 50 prósent. Í höfuðborgum nágrannalandanna er þetta hlutfall yfir 90 prósentum. „Ég hugsa að þróunin verði bara eins og í nágrannalöndunum. Ég held við eigum eftir að sjá hærra hlutfall þeirra sem eru utan að landi. Í dag er það þannig að kostnaðurinn lendir á aðstandendum, það er ekki góð þjónusta í kringum það að koma líki í brennslu og ösku til baka,“ segir Sigríður. „Við viljum bæta þjónustuna þannig að þau sem eru utan að landi, að þeim sé gefinn kostur á að nýta sér bálför. Þau neyðist ekki til að velja sér greftrun af því að hitt sé orðið svo dýrt.“
Kirkjugarðar Garðabær Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira