Ákveðinn léttir en áfram óvissa Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2024 08:40 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, minnir á að síðasta gos hafi staðið í þrjár vikur. Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir stöðuna nú vera æði góða miðað við það sem hefði geta verið ef upptök eldgossisins hefðu verið sunnar og nær bænum. Eldgos hófst austan við Sýlingarfell klukkan 21:26 í gærkvöldi og hefur hraun úr sprungunum runnið til vesturs og austurs. Fannar segir hraunflæðið núna ekki ógna Grindavík og heldur ekki Grindavíkurveginum. „En auðvitað eru þetta fyrstu klukkutímarnir sem eru liðnir og rifja það upp að síðasta gos stóð yfir í þrjár vikur og við vitum ekki um framhaldið. En alla veganna má segja að þetta sé ákveðinn léttir. Biðtíminn afstaðinn þar sem óvissa var um það hvernig þetta kæmi til með að verða ef kæmi til goss. Þannig að við verum bærilega sátt við stöðuna.“ Fannar fór í samhæfingarstöð almannavarna í gærkvöldi og var þar fram á nótt og fylgdist með stöðunni. „Það var búð í 25 til 30 húsum og rýmingin gekk mjög vel, bæði í Grindavík og í Svartsengi. Þannig að það voru fumlaus og þjálfuð vinnubrögð sem voru þar viðhöfð og það gekk vel.“ Heyrist minna í lúðrum í hvassviðri Ábendingar hafa borist um að ekki hafi heyrst jafn vel í viðvörunarlúðrunum í Grindavík í gærkvöldi og í fyrri gosum. Fannar segir ekkert annað benda til en að lúðrarnir hafi virkað sem skyldi enda hafi þeir verið prófaðir reglulega. „Það er þannig að það er reglulega verið að taka æfingar og prófa þessa lúðra. Hins vegar er það þannig að það fer eftir vindáttinni og í hvaða aðstæðum fólk er í innanhúss að hljóðið berst ekki nægilega vel. En ég held að þeir hafi virkað sem skyldi en við vitum líka að í hvassviðri berst hlóðið ekki eins vel,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því“ „Hún er fín, miðað við allt og allt,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um stöðuna í samtali við Bítið í morgun. „Eldgosið mallar þarna og virknin er mest til norðurs eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.“ 23. ágúst 2024 07:56 Vaktin: Innviðir virðast öruggir í bili Mesta virknin í gosinu er nyrst í eldri sprungunni, segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um þróun mála í nótt. 23. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Eldgos hófst austan við Sýlingarfell klukkan 21:26 í gærkvöldi og hefur hraun úr sprungunum runnið til vesturs og austurs. Fannar segir hraunflæðið núna ekki ógna Grindavík og heldur ekki Grindavíkurveginum. „En auðvitað eru þetta fyrstu klukkutímarnir sem eru liðnir og rifja það upp að síðasta gos stóð yfir í þrjár vikur og við vitum ekki um framhaldið. En alla veganna má segja að þetta sé ákveðinn léttir. Biðtíminn afstaðinn þar sem óvissa var um það hvernig þetta kæmi til með að verða ef kæmi til goss. Þannig að við verum bærilega sátt við stöðuna.“ Fannar fór í samhæfingarstöð almannavarna í gærkvöldi og var þar fram á nótt og fylgdist með stöðunni. „Það var búð í 25 til 30 húsum og rýmingin gekk mjög vel, bæði í Grindavík og í Svartsengi. Þannig að það voru fumlaus og þjálfuð vinnubrögð sem voru þar viðhöfð og það gekk vel.“ Heyrist minna í lúðrum í hvassviðri Ábendingar hafa borist um að ekki hafi heyrst jafn vel í viðvörunarlúðrunum í Grindavík í gærkvöldi og í fyrri gosum. Fannar segir ekkert annað benda til en að lúðrarnir hafi virkað sem skyldi enda hafi þeir verið prófaðir reglulega. „Það er þannig að það er reglulega verið að taka æfingar og prófa þessa lúðra. Hins vegar er það þannig að það fer eftir vindáttinni og í hvaða aðstæðum fólk er í innanhúss að hljóðið berst ekki nægilega vel. En ég held að þeir hafi virkað sem skyldi en við vitum líka að í hvassviðri berst hlóðið ekki eins vel,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því“ „Hún er fín, miðað við allt og allt,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um stöðuna í samtali við Bítið í morgun. „Eldgosið mallar þarna og virknin er mest til norðurs eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.“ 23. ágúst 2024 07:56 Vaktin: Innviðir virðast öruggir í bili Mesta virknin í gosinu er nyrst í eldri sprungunni, segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um þróun mála í nótt. 23. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
„Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því“ „Hún er fín, miðað við allt og allt,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um stöðuna í samtali við Bítið í morgun. „Eldgosið mallar þarna og virknin er mest til norðurs eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.“ 23. ágúst 2024 07:56
Vaktin: Innviðir virðast öruggir í bili Mesta virknin í gosinu er nyrst í eldri sprungunni, segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um þróun mála í nótt. 23. ágúst 2024 06:28