Örfáir starfsmenn fara inn í Svartsengi til að huga að búnaði Lovísa Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2024 10:39 Birna segir allt gert til að tryggja öryggi starfsfólks. Enginn fari inn nema með samþykki almannavarna og þeir verktakar sem fari inn á svæðið stoppi bara í stutta stund. Vísir/Vilhelm og Aðsend Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi HS Orku segir það létti hvernig eldgosið og hraunstreymið er að þróast. Eldgosið hófst í gærkvöldi og gýs enn úr tveimur sprungum við Stóra-Skógfell. Birna segir enga innviði í Svartsengi í hættu og hraunið ekki ógna vatnslögn þeirra frá Lágum. Orkuverið var rýmt í gær eins og Grindavík. Verktakar á vegum Ístaks voru við vinnu en ekki starfsmenn orkuversins. „Það eru örfáir starfsmenn sem fá að fara inn til að huga að búnaði. Þeir verða þar í stutta stund og fara svo út af svæðinu. Við erum í miklu framkvæmdum í Svartsengi. Það er verið að stækka og endurbæta orkuverið og verktakar voru við störf í gærkvöldi. Þeir rýmdu hratt og örugglega en af því að við erum í miðju verki þá fáum við að fara inn til að athuga með búnað og tæki. Það er hvasst á svæðinu og það er því gert í varúðarskyni, til að koma í veg fyrir að eitthvað skemmist,“ segir Birna. Hún segir vatnslögn HS Orku sem liggi frá Lágum og að vatnstökusvæði í Svartsengi ekki í hættu. „Vatnslögnin er nokkurn veginn samsíða veginum, en er hinum megin við hann. Hraunið stöðvaðist innan við 300 metrum frá veginum í nótt og það virðist því engin hætta stafa frá því sem stendur. Það er mjög gott. Þetta eldgos virðist vera eins heppilegt og getur verið, við þessar aðstæður. Það ógnar ekki byggð í Grindavík og er ekki eins og stendur að ógna innviðum í Svartsengi.“ Í stöðufærslu frá HS Orku sem birt var fyrir stuttu á Facebook kom fram að neyðarstjórn HS Orku sé á vaktinni og sé stýrt frá Reykjanesvirkjun eins og hefur verið gert þegar almannavarnir setja á neyðarstig. Á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi er engin starfsemi í Svartsengi. „Það er allt eðlilegt í rekstri orkuversins og þetta hefur engin áhrif haft á starfsemi okkar í þessari atrennu. Það er afskaplega gleðilegt og mikill léttir. En við erum alltaf viðbúin með margar sviðsmyndir og neyðarstjórn er við störf og vaktar ástandið alla daga og nætur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Dregið úr virkni en gosið ekki náð jafnvægi Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu. Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. Rýming er enn í gildi á svæðinu. 23. ágúst 2024 06:28 Fólk farið til vinnu í Svartsengi og Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir hraun ekki renna í átt að Grindavík og enga innviði í Svartsengi í hættu eins og er. Hraunið sé enn í um 300 metra fjarlægð frá Grindavíkurvegi og að það ekki ógna vatnslögn HS Orku. 23. ágúst 2024 09:37 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Orkuverið var rýmt í gær eins og Grindavík. Verktakar á vegum Ístaks voru við vinnu en ekki starfsmenn orkuversins. „Það eru örfáir starfsmenn sem fá að fara inn til að huga að búnaði. Þeir verða þar í stutta stund og fara svo út af svæðinu. Við erum í miklu framkvæmdum í Svartsengi. Það er verið að stækka og endurbæta orkuverið og verktakar voru við störf í gærkvöldi. Þeir rýmdu hratt og örugglega en af því að við erum í miðju verki þá fáum við að fara inn til að athuga með búnað og tæki. Það er hvasst á svæðinu og það er því gert í varúðarskyni, til að koma í veg fyrir að eitthvað skemmist,“ segir Birna. Hún segir vatnslögn HS Orku sem liggi frá Lágum og að vatnstökusvæði í Svartsengi ekki í hættu. „Vatnslögnin er nokkurn veginn samsíða veginum, en er hinum megin við hann. Hraunið stöðvaðist innan við 300 metrum frá veginum í nótt og það virðist því engin hætta stafa frá því sem stendur. Það er mjög gott. Þetta eldgos virðist vera eins heppilegt og getur verið, við þessar aðstæður. Það ógnar ekki byggð í Grindavík og er ekki eins og stendur að ógna innviðum í Svartsengi.“ Í stöðufærslu frá HS Orku sem birt var fyrir stuttu á Facebook kom fram að neyðarstjórn HS Orku sé á vaktinni og sé stýrt frá Reykjanesvirkjun eins og hefur verið gert þegar almannavarnir setja á neyðarstig. Á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi er engin starfsemi í Svartsengi. „Það er allt eðlilegt í rekstri orkuversins og þetta hefur engin áhrif haft á starfsemi okkar í þessari atrennu. Það er afskaplega gleðilegt og mikill léttir. En við erum alltaf viðbúin með margar sviðsmyndir og neyðarstjórn er við störf og vaktar ástandið alla daga og nætur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Dregið úr virkni en gosið ekki náð jafnvægi Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu. Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. Rýming er enn í gildi á svæðinu. 23. ágúst 2024 06:28 Fólk farið til vinnu í Svartsengi og Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir hraun ekki renna í átt að Grindavík og enga innviði í Svartsengi í hættu eins og er. Hraunið sé enn í um 300 metra fjarlægð frá Grindavíkurvegi og að það ekki ógna vatnslögn HS Orku. 23. ágúst 2024 09:37 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Vaktin: Dregið úr virkni en gosið ekki náð jafnvægi Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu. Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. Rýming er enn í gildi á svæðinu. 23. ágúst 2024 06:28
Fólk farið til vinnu í Svartsengi og Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir hraun ekki renna í átt að Grindavík og enga innviði í Svartsengi í hættu eins og er. Hraunið sé enn í um 300 metra fjarlægð frá Grindavíkurvegi og að það ekki ógna vatnslögn HS Orku. 23. ágúst 2024 09:37