Mata-systkinin gera yfirtökutilboð í fasteignafélagið Eik Eiður Þór Árnason skrifar 23. ágúst 2024 14:38 Skrifstofa Eikar fasteignafélags er í Sóltúni 26. Eik Langisjór ehf. keypti í dag sex milljónir hluta í Eik fasteignafélagi hf. og 442 milljónir hlutabréfa í félaginu af Brimgörðum ehf. Fer Langisjór og samstarfsaðilar nú með 1.029.061.237 hluta í Eik sem nemur um 30,06 prósent atkvæðisréttar í fasteignafélaginu. Stendur til að gera öllum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð á næstu fjórum vikum í samræmi við yfirtökulög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik en fyrirhugað tilboðsverð mun hljóða upp á 11 krónur á hlut og mun greiðast með reiðufé. Samkvæmt lögum myndast yfirtökuskylda þegar aðili eða samstarfsaðilar ná stjórn á yfir 30 prósent atkvæðisréttar í félagi. Tilboðsgjafi er Langisjór en samstarfsaðilar teljast vera Síldarbein ehf., sem fer með 17.446.234 hluti í Eik, og Brimgarðar ehf., sem fer með 563.615.003 hluti í Eik. Hluti af Mata-veldinu Langisjór er móðurfélag Ölmu íbúðafélags og áðurnefndra Brimgarða. Matvælafyrirtækin Matfugl, Salathúsið, Síld og fiskur og Salathúsið eru einnig hluti af Langasjó. Félagið er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Þau eru einnig þekkt sem Mata-systkinin og eru kennd við matvælafélagið Mata sem er jafnframt í eigu þeirra. Arion banki hefur verið ráðinn sem umsjónaraðili með yfirtökutilboðinu. Stjórn fasteignafélagsins Regins, sem nú ber heitið Heimar, féll frá yfirtökutilboði sínu í allt hlutafé Eikar fasteignafélags í maí á þessu ári. Brimgarðar, félag Mata-fjölskyldunnar, var stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar fyrir söluna í dag og lagðist gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Þar áður kannaði fasteignafélagið Reitir sameiningu við Eik. Eik fasteignafélag Kaup og sala fyrirtækja Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Tilboðið afturkallað og Eik öðlast frelsi til athafna á ný Stjórn Regins hefur óskað eftir og fengið heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu yfirtökutilboði þess í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. 10. maí 2024 13:33 Reginn afturkallar samrunatilkynningu við Eik Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins í september í fyrra, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags. Samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar 29. apríl 2024 20:41 Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. 30. júní 2023 16:36 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Stendur til að gera öllum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð á næstu fjórum vikum í samræmi við yfirtökulög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik en fyrirhugað tilboðsverð mun hljóða upp á 11 krónur á hlut og mun greiðast með reiðufé. Samkvæmt lögum myndast yfirtökuskylda þegar aðili eða samstarfsaðilar ná stjórn á yfir 30 prósent atkvæðisréttar í félagi. Tilboðsgjafi er Langisjór en samstarfsaðilar teljast vera Síldarbein ehf., sem fer með 17.446.234 hluti í Eik, og Brimgarðar ehf., sem fer með 563.615.003 hluti í Eik. Hluti af Mata-veldinu Langisjór er móðurfélag Ölmu íbúðafélags og áðurnefndra Brimgarða. Matvælafyrirtækin Matfugl, Salathúsið, Síld og fiskur og Salathúsið eru einnig hluti af Langasjó. Félagið er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Þau eru einnig þekkt sem Mata-systkinin og eru kennd við matvælafélagið Mata sem er jafnframt í eigu þeirra. Arion banki hefur verið ráðinn sem umsjónaraðili með yfirtökutilboðinu. Stjórn fasteignafélagsins Regins, sem nú ber heitið Heimar, féll frá yfirtökutilboði sínu í allt hlutafé Eikar fasteignafélags í maí á þessu ári. Brimgarðar, félag Mata-fjölskyldunnar, var stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar fyrir söluna í dag og lagðist gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Þar áður kannaði fasteignafélagið Reitir sameiningu við Eik.
Eik fasteignafélag Kaup og sala fyrirtækja Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Tilboðið afturkallað og Eik öðlast frelsi til athafna á ný Stjórn Regins hefur óskað eftir og fengið heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu yfirtökutilboði þess í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. 10. maí 2024 13:33 Reginn afturkallar samrunatilkynningu við Eik Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins í september í fyrra, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags. Samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar 29. apríl 2024 20:41 Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. 30. júní 2023 16:36 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Tilboðið afturkallað og Eik öðlast frelsi til athafna á ný Stjórn Regins hefur óskað eftir og fengið heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu yfirtökutilboði þess í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. 10. maí 2024 13:33
Reginn afturkallar samrunatilkynningu við Eik Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins í september í fyrra, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags. Samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar 29. apríl 2024 20:41
Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. 30. júní 2023 16:36