Harmonikkan er alls staðar að slá í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2024 20:07 Hljómsveitin Blær, sem hefur komið við á nokkrum stöðum í sumar og látið ljós sitt skína með skemmtilegum hljóðfæraleik og söng þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki en önnur skemmtileg hljóðfæri eru líka með. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vinsældir harmonikkunnar, sem hljóðfæris eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um ungt fólk, sem lærir á harmonikku og þá hefur eldri kynslóðin ekki síður gaman af hljóðfærinu. Fréttamaður hitti nokkra flotta hljóðfæraleikara, sem stofnuðu nýlega hljómsveit þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki. Hljómsveitin Blær hefur komið við á nokkrum stöðum í sumar og látið ljós sitt skína með skemmtilegum hljóðfæraleik og söng þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki en önnur skemmtileg hljóðfæri eru líka með eins og saxófónn. Hér er hljómsveitin að spila á Sólheimum í Grímsnesi en í dag á menningarnótt voru þau að spila fjöruga danstónlist í Vélasalnum á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Hljómsveitin spilar allskonar lög. „Það eru bæði Bítlarnir og Stuðmenn og ég veit ekki hvað og hvað, Gylfi Ægisson og allir endurvaknir. Við erum mest ellismellir og svo nokkur börn hérna líka í hljómsveitinni,” segir Elísabet Halldóra Einarsdóttir, sem er í forsvari fyrir hljómsveitina en sjálf spilar hún á nikku og syngur. En er ekki gaman að koma svona saman og spila og syngja? „Jú, ég byrjaði á því að stofna þessa hljómsveit í Covidinu og það var svo skemmtilegt og svo höfum við bara haldið áfram síðan 2021 held ég.” Elísabet Halldóra Einarsdóttir, harmoníkuleikari og söngvari bandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elísabet segir að hljómsveitin sé töluvert bókuð næstu vikurnar og mánuði en það megi alltaf bæta eins og einu gikki við. Formaður Félags harmónikkuunnenda segir að vinsældir harmonikkurnar hafi sjaldan eða aldrei verið eins miklar og núna. „Það er ungt fólk, sem er að taka hana trausta taki. Það eru ungir strákar með hljómsveitir til dæmis fyrir norðan, sem kallast “Norðlensku molarnir”. Þeir eru búnir að vera að spila í allt sumar og þetta er bara uppgangur alls staðar, hvar sem er,” segir Gylfi Björgvinsson. Af hverju heldur þú að þetta sé orðið svona vinsælt hljóðfæri? „Harmoníkuleikarar eru bara að verða betri og betri og þeir eru bara að gera góða hluti. Svo verða náttúrulega nikkurnar alltaf betri og betri líka og ég held að þetta sé bara samtvinnandi áhrif,” segir Gylfi, sem er formaður Félags harmónikkuunnenda. Gylfi Björgvinsson, formaður Félags harmonikkuunnendaMagnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Menningarnótt Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Hljómsveitin Blær hefur komið við á nokkrum stöðum í sumar og látið ljós sitt skína með skemmtilegum hljóðfæraleik og söng þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki en önnur skemmtileg hljóðfæri eru líka með eins og saxófónn. Hér er hljómsveitin að spila á Sólheimum í Grímsnesi en í dag á menningarnótt voru þau að spila fjöruga danstónlist í Vélasalnum á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Hljómsveitin spilar allskonar lög. „Það eru bæði Bítlarnir og Stuðmenn og ég veit ekki hvað og hvað, Gylfi Ægisson og allir endurvaknir. Við erum mest ellismellir og svo nokkur börn hérna líka í hljómsveitinni,” segir Elísabet Halldóra Einarsdóttir, sem er í forsvari fyrir hljómsveitina en sjálf spilar hún á nikku og syngur. En er ekki gaman að koma svona saman og spila og syngja? „Jú, ég byrjaði á því að stofna þessa hljómsveit í Covidinu og það var svo skemmtilegt og svo höfum við bara haldið áfram síðan 2021 held ég.” Elísabet Halldóra Einarsdóttir, harmoníkuleikari og söngvari bandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elísabet segir að hljómsveitin sé töluvert bókuð næstu vikurnar og mánuði en það megi alltaf bæta eins og einu gikki við. Formaður Félags harmónikkuunnenda segir að vinsældir harmonikkurnar hafi sjaldan eða aldrei verið eins miklar og núna. „Það er ungt fólk, sem er að taka hana trausta taki. Það eru ungir strákar með hljómsveitir til dæmis fyrir norðan, sem kallast “Norðlensku molarnir”. Þeir eru búnir að vera að spila í allt sumar og þetta er bara uppgangur alls staðar, hvar sem er,” segir Gylfi Björgvinsson. Af hverju heldur þú að þetta sé orðið svona vinsælt hljóðfæri? „Harmoníkuleikarar eru bara að verða betri og betri og þeir eru bara að gera góða hluti. Svo verða náttúrulega nikkurnar alltaf betri og betri líka og ég held að þetta sé bara samtvinnandi áhrif,” segir Gylfi, sem er formaður Félags harmónikkuunnenda. Gylfi Björgvinsson, formaður Félags harmonikkuunnendaMagnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Menningarnótt Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira