Sáu í birtingu að skriður höfðu fallið í fallið í firðinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2024 19:13 Skriður féllu víða vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Þessi féll innarlega í Siglufirði, fyrir ofan Hesthúsveg. Jóhann K. Jóhannsson Þrjú heimili á Húsavík voru rýmd eftir að aurskriða féll á eitt þeirra í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Skriður féllu innan Siglufjarðar en sköpuðu ekki hættu að sögn slökkviliðsstjóra. Í fréttinni hér að neðan má sjá hvernig var um að litast við húsið sem aurskriðan féll á. Það stendur við Skálabrekku á Húsavík. Tvö önnur hús voru rýmd. Enn á eftir að meta tjónið sem varð í húsinu sem skriðan féll á, en ekkert tjón varð á hinum tveimur. Björgunarsveitarmaður sem situr í aðgerðastjórn segir mun meiri úrkomu hafa verið síðustu daga en Húsvíkingar eigi almennt að venjast. „Við eftirlit lögreglu í gærkvöldi uppgötva þau mikinn læk sem rennur niður skálabrekkuna. Því fylgdi ansi mikill aur og drulla. Við fáum útkall laust eftir miðnætti,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason björgunarsveitarmaður á Húsavík. Hjálmar Bogi Hafliðason er í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík. Þrjú hús voru rýmd vegna úrkomunnar. „Og ástæða til að þakka íbúum fyrir gott viðmót og samvinnu. Það sneru allir til síns heima í dag og það voru um 20 einstaklingar sem tóku þátt í þessari aðgerð, sem lauk rétt fyrir fjögur í nótt.“ Vatnsmagn í farveginum hafi rénað mikið síðan í nótt, og sé nú mjög lítið. Það er ekki úrkoma eins og staðan er og stendur ekki til að rigni mikið meira næstu daga. Grjóthrun og skriður á Siglufirði Á Siglufirði hefur úrkoma einnig verið töluverð. Siglufjarðarvegi var lokað og grjóthrun varð við sitthvorn munna Strákaganga. „Við létum loka Siglufjarðarvegi í gær, þannig það var bara komið í veg fyrir að einhver umferð færi þar um. Við höfum fengið upplýsingar um að töluvert grjót hafi fallið úr almenningum í Siglufirði og sömuleiðis í Mánaskarði,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.Vísir/Vilhelm Síðasta rúma sólahringinn hafa tugir manna unnið að aðgerðum vegna vatnavaxtanna. Slökkvilið Fjallabyggðar hefur notið aðstoðar frá björgunarsveitum og slökkviliði Akureyrar og Dalvíkur. „Við sáum það svo þegar fór að birta í morgun að skriður höfðu fallið hér í Siglufirði. Bæði fyrir ofan varnarmannvirkin og sömuleiðis innar í firðinum. Töluvert stórar skriður og aðrar minni, en þær ollu ekki neinni hættu þar sem þær féllu.“ Þurrar götur í þarnæsta firði Hvanneyrará, sem liggur í gegnum Siglufjörð, var mjög vatnsmikil í gær og mikill grjótburður með henni, en vatnsmagnið er nú í rénun. „En það er nú þannig að þegar það er búin að vera úrkoma í svona langan tíma þá er jarðvegurinn gegnsósa. Þrátt fyrir að það hætti og stytti upp þá tekur fjallið alltaf tíma í að skila af sér. Skammt frá Siglufirði, þar sem allt var á floti, hafi hins vegar verið mun þurrara. „Það er merkilegt frá því að segja að það er nú ekki langt á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar en úrkomumagnið á milli þessara bæja er gígantískt Ég fór yfir á Ólafsfjörð í dag og þar er þurrt,“ segir Jóhann. Í inngangi sjónvarpsfréttarinnar hér að ofan var sagt að aurskriðan hefði fallið á þrjú hús. Hið rétta er að skriðan féll á eitt þeirra ein þrjú hús voru rýmd. Velvirðingar er beðist á þessu. Norðurþing Fjallabyggð Veður Tengdar fréttir Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08 Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. 24. ágúst 2024 11:42 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Í fréttinni hér að neðan má sjá hvernig var um að litast við húsið sem aurskriðan féll á. Það stendur við Skálabrekku á Húsavík. Tvö önnur hús voru rýmd. Enn á eftir að meta tjónið sem varð í húsinu sem skriðan féll á, en ekkert tjón varð á hinum tveimur. Björgunarsveitarmaður sem situr í aðgerðastjórn segir mun meiri úrkomu hafa verið síðustu daga en Húsvíkingar eigi almennt að venjast. „Við eftirlit lögreglu í gærkvöldi uppgötva þau mikinn læk sem rennur niður skálabrekkuna. Því fylgdi ansi mikill aur og drulla. Við fáum útkall laust eftir miðnætti,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason björgunarsveitarmaður á Húsavík. Hjálmar Bogi Hafliðason er í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík. Þrjú hús voru rýmd vegna úrkomunnar. „Og ástæða til að þakka íbúum fyrir gott viðmót og samvinnu. Það sneru allir til síns heima í dag og það voru um 20 einstaklingar sem tóku þátt í þessari aðgerð, sem lauk rétt fyrir fjögur í nótt.“ Vatnsmagn í farveginum hafi rénað mikið síðan í nótt, og sé nú mjög lítið. Það er ekki úrkoma eins og staðan er og stendur ekki til að rigni mikið meira næstu daga. Grjóthrun og skriður á Siglufirði Á Siglufirði hefur úrkoma einnig verið töluverð. Siglufjarðarvegi var lokað og grjóthrun varð við sitthvorn munna Strákaganga. „Við létum loka Siglufjarðarvegi í gær, þannig það var bara komið í veg fyrir að einhver umferð færi þar um. Við höfum fengið upplýsingar um að töluvert grjót hafi fallið úr almenningum í Siglufirði og sömuleiðis í Mánaskarði,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.Vísir/Vilhelm Síðasta rúma sólahringinn hafa tugir manna unnið að aðgerðum vegna vatnavaxtanna. Slökkvilið Fjallabyggðar hefur notið aðstoðar frá björgunarsveitum og slökkviliði Akureyrar og Dalvíkur. „Við sáum það svo þegar fór að birta í morgun að skriður höfðu fallið hér í Siglufirði. Bæði fyrir ofan varnarmannvirkin og sömuleiðis innar í firðinum. Töluvert stórar skriður og aðrar minni, en þær ollu ekki neinni hættu þar sem þær féllu.“ Þurrar götur í þarnæsta firði Hvanneyrará, sem liggur í gegnum Siglufjörð, var mjög vatnsmikil í gær og mikill grjótburður með henni, en vatnsmagnið er nú í rénun. „En það er nú þannig að þegar það er búin að vera úrkoma í svona langan tíma þá er jarðvegurinn gegnsósa. Þrátt fyrir að það hætti og stytti upp þá tekur fjallið alltaf tíma í að skila af sér. Skammt frá Siglufirði, þar sem allt var á floti, hafi hins vegar verið mun þurrara. „Það er merkilegt frá því að segja að það er nú ekki langt á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar en úrkomumagnið á milli þessara bæja er gígantískt Ég fór yfir á Ólafsfjörð í dag og þar er þurrt,“ segir Jóhann. Í inngangi sjónvarpsfréttarinnar hér að ofan var sagt að aurskriðan hefði fallið á þrjú hús. Hið rétta er að skriðan féll á eitt þeirra ein þrjú hús voru rýmd. Velvirðingar er beðist á þessu.
Norðurþing Fjallabyggð Veður Tengdar fréttir Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08 Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. 24. ágúst 2024 11:42 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08
Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. 24. ágúst 2024 11:42