Markasúpa í leikjum dagsins í Lengjudeildunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2024 17:53 Hermann Hreiðarsson og lærisveinar hans í ÍBV töpuðu óvænt gegn Aftureldingu í dag. Vísir/Hulda Margrét Óhætt er að segja að nóg af mörkum hafi verið skoruð í leikjum dagsins í Lengjudeildum karla og kvenna í dag. Alls litu 29 mörk dagsins ljós í fimm leikjum. Í Lengjudeild karla vann Afturelding sterkan 3-2 útisigur gegn ÍBV. Vicente Valor kom Eyjamönnum yfir á 25. mínútu leiksins áður en Elmar Kári Enesson Cogic jafnaði metin fyrir Mosfellinga stuttu fyrir hlé. Oliver Heiðarsson kom ÍBV yfir á nýjan leik eftir rúmlega klukkutíma leik, en Georg Bjarnason og Arnór Gauti Ragnarsson snéru taflinu við fyrir Aftureldingu og tryggðu liðinu 3-2 sigur. Þá vann Þróttur einnig 3-2 sigur er liðið tók á móti Keflavík. Liam Daði Jeffs, Emil Skúli Einarsson og Sigurður Steinar Björnsson sáu um markaskorun Þróttara, en Axel Ingi Jóhannesson og Mihael Mladen skoruðu mörk gestanna. Að lokum unnu Grindvíkingar og Leiknismenn stórsigra. Grindvíkingar lentu 1-0 undir gegn Dalvík/Reyni eftir mark frá Áka Sölvasyni, en settu svo í fluggírinn eftir það og unnu 7-1 útisigur. Adam Árni Róbertsson skoraði tvö mörk fyrir Grindvíkinga og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, Ion Perelló Machi, Sigurjón Rúnarsson, Daniel Arnaud Ndi og Kristófer Konráðsson skoruðu eitt mark hver. Í 5-1 sigri Leiknismanna gegn Þórsurum frá Akureyri skoruðu Shkelzen Veseli og Róbert Quental Árnason tvö mörk hvor fyrir heimamenn og Róbert Hauksson eitt. Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði mark Þórsara. Óvæntur sigur kom sér vel fyrir Grindavík Þá fór einnig einn leikur fram í Lengjudeild kvenna í dag þar sem Grindavík vann óvæntan 4-1 útisigur gegn nýkrýndum deildarmeisturum FHL. Sigríður Emma F. Jónsdóttir skoraði tvívegis fyrir Grindavík og Helga Rut Einarsdóttir komst einnig á blað. Keelan Terrell, markvörður FHL, skoraði auk þess sjálfsmark. Mark heimakvenna skoraði Selena Salas. Með sigrinum komst Grindavík í 20 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Liðið er nú sex stigum fyrir ofan fallsvæðið og nægir því eitt stig til að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni. Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Í Lengjudeild karla vann Afturelding sterkan 3-2 útisigur gegn ÍBV. Vicente Valor kom Eyjamönnum yfir á 25. mínútu leiksins áður en Elmar Kári Enesson Cogic jafnaði metin fyrir Mosfellinga stuttu fyrir hlé. Oliver Heiðarsson kom ÍBV yfir á nýjan leik eftir rúmlega klukkutíma leik, en Georg Bjarnason og Arnór Gauti Ragnarsson snéru taflinu við fyrir Aftureldingu og tryggðu liðinu 3-2 sigur. Þá vann Þróttur einnig 3-2 sigur er liðið tók á móti Keflavík. Liam Daði Jeffs, Emil Skúli Einarsson og Sigurður Steinar Björnsson sáu um markaskorun Þróttara, en Axel Ingi Jóhannesson og Mihael Mladen skoruðu mörk gestanna. Að lokum unnu Grindvíkingar og Leiknismenn stórsigra. Grindvíkingar lentu 1-0 undir gegn Dalvík/Reyni eftir mark frá Áka Sölvasyni, en settu svo í fluggírinn eftir það og unnu 7-1 útisigur. Adam Árni Róbertsson skoraði tvö mörk fyrir Grindvíkinga og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, Ion Perelló Machi, Sigurjón Rúnarsson, Daniel Arnaud Ndi og Kristófer Konráðsson skoruðu eitt mark hver. Í 5-1 sigri Leiknismanna gegn Þórsurum frá Akureyri skoruðu Shkelzen Veseli og Róbert Quental Árnason tvö mörk hvor fyrir heimamenn og Róbert Hauksson eitt. Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði mark Þórsara. Óvæntur sigur kom sér vel fyrir Grindavík Þá fór einnig einn leikur fram í Lengjudeild kvenna í dag þar sem Grindavík vann óvæntan 4-1 útisigur gegn nýkrýndum deildarmeisturum FHL. Sigríður Emma F. Jónsdóttir skoraði tvívegis fyrir Grindavík og Helga Rut Einarsdóttir komst einnig á blað. Keelan Terrell, markvörður FHL, skoraði auk þess sjálfsmark. Mark heimakvenna skoraði Selena Salas. Með sigrinum komst Grindavík í 20 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Liðið er nú sex stigum fyrir ofan fallsvæðið og nægir því eitt stig til að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni.
Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira