Fornbóksali óánægður með skipuleggjendur Menningarnætur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 17:51 Bókin ehf. þurfti að slá af viðburð á vegum búðarinnar vegna skerts aðgengis að búðinni. Bókin ehf. Eigandi fornbókabúðarinnar við Hverfisgötu er óánægður með framgöngu Reykjavíkurborgar vegna viðburðarhalds á Menningarnótt sem fer fram í þessum skrifuðu. Verslunin er lokuð í dag þó að til hafi staðið að vera halda viðburð vegna skerts aðgengis að búðinni. Í færslu sem Ari Gísli Bragason, eigandi fornbókabúðarinnar, birti á samfélagsmiðlum í dag segir hann að honum þyki leitt að bókabúðin skuli vera lokuð í dag. Til hafi staðið að halda upplestra í dag til klukkan 17 en í gær kom í ljós að skipuleggjendur Menningarnætur hefðu lagt undir sig hlut Klapparstígs til viðburðarhalda og inngang fornbókabúðarinnar þar með talinn. „Þetta hefur verið svolítið þreytandi undanfarin ár og er kannski að ná hámarki núna,“ segi Ari í samtali við fréttastofu. Láta ekkert stoppa sig á næsta ári Hann segist harma það að ekki hafi verið hægt að halda tilætlaðan ljóðaupplestur, þó svo að dagskráin hefði aðeins staðið yfir til klukkan 17. En Reykjavíkurborg, Icelandair og DJ Margeir standa fyrir jógaviðburði á Klapparstígnum frá því um þrjú í dag og segir Ari að hávaðinn hafi einfaldlega verið of mikill. Hann kveðst þó ekki munu láta það stoppa sig héðan í frá. „Við ætlum að vera með viðburði á næsta ári og þá í hávaða eða hljóði. Alveg sama hvort það sé hávaði og læti,“ segir Ari og reifar þá hugmynd við blaðamann að fornbókabúðin komi kannski til með að standa fyrir sínu eigin „reifi“ á næstu Menningarnótt. Biðst afsökunar Téður DJ Margeir hefur nú beðið Ara og fornbókabúðina afsökunar og segir að viðburðarhald komi ekki til með að skerða starfsemi búðarinnar framar. „Ég verð að biðja ykkur innilegrar afsökunar á þessu og mun sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann í athugasemd við færslu Ara. Hann segist þykja málið afskaplega leiðinlegt þar sem hann hafi lagt sig fram við að halda góðu samstarfi við nágranna. Hann segir jafnframt að ekki sé selt inn á svæðið og að tónlistinni verði haldið lágstemmdri fram eftir degi. „Afsakaðu þetta rask, enn enn og aftur. Mér þykir þetta afskaplega leiðinlegt,“ skrifar Margeir að lokum. Menningarnótt Reykjavík Verslun Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Í færslu sem Ari Gísli Bragason, eigandi fornbókabúðarinnar, birti á samfélagsmiðlum í dag segir hann að honum þyki leitt að bókabúðin skuli vera lokuð í dag. Til hafi staðið að halda upplestra í dag til klukkan 17 en í gær kom í ljós að skipuleggjendur Menningarnætur hefðu lagt undir sig hlut Klapparstígs til viðburðarhalda og inngang fornbókabúðarinnar þar með talinn. „Þetta hefur verið svolítið þreytandi undanfarin ár og er kannski að ná hámarki núna,“ segi Ari í samtali við fréttastofu. Láta ekkert stoppa sig á næsta ári Hann segist harma það að ekki hafi verið hægt að halda tilætlaðan ljóðaupplestur, þó svo að dagskráin hefði aðeins staðið yfir til klukkan 17. En Reykjavíkurborg, Icelandair og DJ Margeir standa fyrir jógaviðburði á Klapparstígnum frá því um þrjú í dag og segir Ari að hávaðinn hafi einfaldlega verið of mikill. Hann kveðst þó ekki munu láta það stoppa sig héðan í frá. „Við ætlum að vera með viðburði á næsta ári og þá í hávaða eða hljóði. Alveg sama hvort það sé hávaði og læti,“ segir Ari og reifar þá hugmynd við blaðamann að fornbókabúðin komi kannski til með að standa fyrir sínu eigin „reifi“ á næstu Menningarnótt. Biðst afsökunar Téður DJ Margeir hefur nú beðið Ara og fornbókabúðina afsökunar og segir að viðburðarhald komi ekki til með að skerða starfsemi búðarinnar framar. „Ég verð að biðja ykkur innilegrar afsökunar á þessu og mun sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann í athugasemd við færslu Ara. Hann segist þykja málið afskaplega leiðinlegt þar sem hann hafi lagt sig fram við að halda góðu samstarfi við nágranna. Hann segir jafnframt að ekki sé selt inn á svæðið og að tónlistinni verði haldið lágstemmdri fram eftir degi. „Afsakaðu þetta rask, enn enn og aftur. Mér þykir þetta afskaplega leiðinlegt,“ skrifar Margeir að lokum.
Menningarnótt Reykjavík Verslun Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira