Hógvær Raya segir vörslu gærdagsins ekki hafa verið hans bestu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2024 09:03 David Raya átti eina af vörslum tímabilsins í gær, strax í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Nigel French/PA Images via Getty Images David Raya, markvörður Arsenal, átti stóran þátt í því að liðið landaði 2-0 sigri er Skytturnar heimsóttu Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær. Heimamenn í Aston Villa fengu klárlega sín færi til að komast yfir í leik gærdagsins og besta færi leiksins kom á 54. mínútu. Amadou Onana átti þá skot fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og Raya neyddist til að slá boltann í þverslána eftir að hafa runnið er boltinn stefndi að marki. Ollie Watkins, sóknarmaður Aston Villa, tók frákastið og skallaði að marki þar sem Raya lá í jörðinni. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Raya að lyfta sér frá jörðinni og slá boltann út í teig af marklínunni. Í viðtali eftir leik var Raya hins vegar hógvær og vildi ekki meina að hann væri einhver hetja eftir þennan leik. „Við erum allir hetjur af því að við vinnum saman. Þetta snérist ekki bara um mig að verja þennan skalla. Þetta var mikilvægt augnablik í stöðunni 0-0. Þeir fengu sín færi og ég var nægilega vel staðsettur til að verja skallann frá Ollie Watkins,“ sagði Raya eftir leikinn. „Eftir því sem ég man best þá var þetta skot fyrir utan teig. Ég rann til og er ekki í nógu góðri stöðu til að grípa boltann. Svo sé ég bara Ollie koma á ferðinni og ég bregst við eins fljótt og ég get og sting hendinni út. Sem betur fer var svo enginn til að ráðast á þann bolta.“ „Þetta snýst bara um endurtekningu á æfingum. Maður gerir æfingar þar sem maður þarf að verja eitt skot og vera svo fljótur að standa upp og verja annað. Í þetta skipti borgaði það sig. Þetta var bara viðbragðsvarsla. Ég myndi ekki segja að þetta sé mín besta varsla.“ Enski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Heimamenn í Aston Villa fengu klárlega sín færi til að komast yfir í leik gærdagsins og besta færi leiksins kom á 54. mínútu. Amadou Onana átti þá skot fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og Raya neyddist til að slá boltann í þverslána eftir að hafa runnið er boltinn stefndi að marki. Ollie Watkins, sóknarmaður Aston Villa, tók frákastið og skallaði að marki þar sem Raya lá í jörðinni. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Raya að lyfta sér frá jörðinni og slá boltann út í teig af marklínunni. Í viðtali eftir leik var Raya hins vegar hógvær og vildi ekki meina að hann væri einhver hetja eftir þennan leik. „Við erum allir hetjur af því að við vinnum saman. Þetta snérist ekki bara um mig að verja þennan skalla. Þetta var mikilvægt augnablik í stöðunni 0-0. Þeir fengu sín færi og ég var nægilega vel staðsettur til að verja skallann frá Ollie Watkins,“ sagði Raya eftir leikinn. „Eftir því sem ég man best þá var þetta skot fyrir utan teig. Ég rann til og er ekki í nógu góðri stöðu til að grípa boltann. Svo sé ég bara Ollie koma á ferðinni og ég bregst við eins fljótt og ég get og sting hendinni út. Sem betur fer var svo enginn til að ráðast á þann bolta.“ „Þetta snýst bara um endurtekningu á æfingum. Maður gerir æfingar þar sem maður þarf að verja eitt skot og vera svo fljótur að standa upp og verja annað. Í þetta skipti borgaði það sig. Þetta var bara viðbragðsvarsla. Ég myndi ekki segja að þetta sé mín besta varsla.“
Enski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira