Krefur Eimskip og Samskip um þrjá milljarða króna í skaðabætur Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2024 14:24 Álver Alcoa í Reyðarfirði. Vísir/Arnar Alcoa Fjaðaál hefur stefnt Eimskip og Samskip og krafið félögin um tæpan 3,1 milljarð króna í skaðabætur vegna tjóns félagsins vegna meints samráðs skipafélaganna á árunum 2008 til 2013. Mat Eimskips er að ekkert tilefni sé til málsóknar Alcoa Fjarðaáls þar sem skilyrði skaðbótaskyldu séu ekki uppfyllt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. Þar segir að krafist sé skaðabóta að fjárhæð 3.086.000.000 króna, auk dráttarvaxta frá 24. maí 2024, þar sem vísað er í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um meint samráð félaganna. Fram kemur í tilkynningunni að fjárkrafa Alcoa byggi á minnisblaði ráðgjafafyrirtækisins Analytica ehf., sem innihaldi svonefnt frummat, frá 21. febrúar 2024. „Ráðgjafafyrirtækið Hagrannsóknir sf., sem fræðimennirnir dr. Birgir Þór Runólfsson dósent og deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands og dr. Ragnar Árnason prófessor emeritus standa að, hafa yfirfarið umrætt minnisblað og unnið skýrslu um efni þess. Niðurstaða þeirra er afgerandi um að vankantar þess séu svo alvarlegir að minnisblaðið sé í heild ónothæft sem mat á meintu tjóni. Fjallað var um skýrslu Hagrannsókna í síðustu uppgjörs kynningu Eimskips en hana má einnig finna hér. Það er mat félagsins að ekkert tilefni sé til málsóknar stefnanda, enda séu skilyrði skaðabótaskyldu ekki uppfyllt. Þá er ætlað fjártjón stefnanda og þar með fjárkrafan engum haldbærum gögnum studd. Félagið hefur falið lögmanni þess að taka til varna í málinu,“ segir í tilkynningunni. Gerðu sátt 2021 Líkt og áður hefur verið fjallað um gerði Eimskip sátt við Samkeppniseftirlitið árið 2021 vegna meints ólögmæts samráðs Eimskips og Samskipa. Eimskip greiddi þá 1,5 milljarða króna sekt vegna sáttarinnar. Samskip var aftur á móti sektað um 4,2 milljarða króna vegna meints samráðsins en þarf ekki að greiða sektina á meðan málið er enn fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og eftir atvikum dómstólum. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Fjarðabyggð Áliðnaður Stóriðja Tengdar fréttir Samskip í hart við Eimskip Samskip hafa stefnt Eimskip til viðurkenningar skaðabótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021. 10. apríl 2024 13:46 Eimskip undirbúa kæru á hendur Samkeppniseftirlitinu Eimskipafélag Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttaflutnings af meintu samráði fyrirtækisins og Samskipa. 16. október 2014 18:22 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. Þar segir að krafist sé skaðabóta að fjárhæð 3.086.000.000 króna, auk dráttarvaxta frá 24. maí 2024, þar sem vísað er í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um meint samráð félaganna. Fram kemur í tilkynningunni að fjárkrafa Alcoa byggi á minnisblaði ráðgjafafyrirtækisins Analytica ehf., sem innihaldi svonefnt frummat, frá 21. febrúar 2024. „Ráðgjafafyrirtækið Hagrannsóknir sf., sem fræðimennirnir dr. Birgir Þór Runólfsson dósent og deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands og dr. Ragnar Árnason prófessor emeritus standa að, hafa yfirfarið umrætt minnisblað og unnið skýrslu um efni þess. Niðurstaða þeirra er afgerandi um að vankantar þess séu svo alvarlegir að minnisblaðið sé í heild ónothæft sem mat á meintu tjóni. Fjallað var um skýrslu Hagrannsókna í síðustu uppgjörs kynningu Eimskips en hana má einnig finna hér. Það er mat félagsins að ekkert tilefni sé til málsóknar stefnanda, enda séu skilyrði skaðabótaskyldu ekki uppfyllt. Þá er ætlað fjártjón stefnanda og þar með fjárkrafan engum haldbærum gögnum studd. Félagið hefur falið lögmanni þess að taka til varna í málinu,“ segir í tilkynningunni. Gerðu sátt 2021 Líkt og áður hefur verið fjallað um gerði Eimskip sátt við Samkeppniseftirlitið árið 2021 vegna meints ólögmæts samráðs Eimskips og Samskipa. Eimskip greiddi þá 1,5 milljarða króna sekt vegna sáttarinnar. Samskip var aftur á móti sektað um 4,2 milljarða króna vegna meints samráðsins en þarf ekki að greiða sektina á meðan málið er enn fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og eftir atvikum dómstólum.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Fjarðabyggð Áliðnaður Stóriðja Tengdar fréttir Samskip í hart við Eimskip Samskip hafa stefnt Eimskip til viðurkenningar skaðabótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021. 10. apríl 2024 13:46 Eimskip undirbúa kæru á hendur Samkeppniseftirlitinu Eimskipafélag Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttaflutnings af meintu samráði fyrirtækisins og Samskipa. 16. október 2014 18:22 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Samskip í hart við Eimskip Samskip hafa stefnt Eimskip til viðurkenningar skaðabótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021. 10. apríl 2024 13:46
Eimskip undirbúa kæru á hendur Samkeppniseftirlitinu Eimskipafélag Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttaflutnings af meintu samráði fyrirtækisins og Samskipa. 16. október 2014 18:22