Hnullungar á fleygiferð: „Ég man ekki eftir öðru eins“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. ágúst 2024 11:33 Mikið hefur verið um grjóthrun í sumar að sögn bæjarstjóra. vísir Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir mikinn mun á Óshlíðinni suðaustan við bæinn vegna grjóthruns í sumar. Fólki er ráðlagt að fara varlega. „Þetta er ágætis áminning um það hvers vegna það eru göng undir Óshlíðinni,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri sem man ekki eftir því að hafa séð jafn mikla breytingu á hlíðinni milli mánaða. Bryndís Elsa Guðjónsdóttir kynningarfulltrúi bæjarins tók eftirfarandi myndband í gær: „Ég hjóla nú þarna reglulega. Það er æðislega gaman að fara, fallegt svæði. Ég var búinn að vera í fríi og hafði ekki komið þarna í þrjár eða fjórar vikur, en það var mikill munur. Ég man ekki eftir öðru eins. Mér er óljúft að segja það en það hefur varla verið sól í Bolungarvík í sumar, þótt það sé hlutverk okkar bæjarstjóranna að ljúga til um veður,“ segir Jón Páll og hlær. Hann útskýrir að grjóthrunið fylgi alla jafnan mikilli úrkomu. Þetta viti heimamenn sem séu varkárari eftir mikla vætutíð. Bæjaryfirvöld vöruðu við grjóthruninu á Facebook, „ráðlegt að hafa eyru og augu opin,“ segir í færslu. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.Vísir/Vilhelm „Það hefur verið óvenjumikið grjóthrun. Ég auglýsi bara eftir Hollywood-leikstjóra til að taka hér upp næstu heimsendamynd. Þetta er staðurinn.“ Óshlíðargöngin voru opnuð árið 2010. Á þeim tíma hefur mikið breyst í umhverfinu, segir Jón Páll. Bolungarvík Slysavarnir Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Þetta er ágætis áminning um það hvers vegna það eru göng undir Óshlíðinni,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri sem man ekki eftir því að hafa séð jafn mikla breytingu á hlíðinni milli mánaða. Bryndís Elsa Guðjónsdóttir kynningarfulltrúi bæjarins tók eftirfarandi myndband í gær: „Ég hjóla nú þarna reglulega. Það er æðislega gaman að fara, fallegt svæði. Ég var búinn að vera í fríi og hafði ekki komið þarna í þrjár eða fjórar vikur, en það var mikill munur. Ég man ekki eftir öðru eins. Mér er óljúft að segja það en það hefur varla verið sól í Bolungarvík í sumar, þótt það sé hlutverk okkar bæjarstjóranna að ljúga til um veður,“ segir Jón Páll og hlær. Hann útskýrir að grjóthrunið fylgi alla jafnan mikilli úrkomu. Þetta viti heimamenn sem séu varkárari eftir mikla vætutíð. Bæjaryfirvöld vöruðu við grjóthruninu á Facebook, „ráðlegt að hafa eyru og augu opin,“ segir í færslu. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.Vísir/Vilhelm „Það hefur verið óvenjumikið grjóthrun. Ég auglýsi bara eftir Hollywood-leikstjóra til að taka hér upp næstu heimsendamynd. Þetta er staðurinn.“ Óshlíðargöngin voru opnuð árið 2010. Á þeim tíma hefur mikið breyst í umhverfinu, segir Jón Páll.
Bolungarvík Slysavarnir Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira