„Prísáhrif“ í verðbólgutölum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2024 12:24 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, vonar að verð haldi áfram að lækka eða standi í það minnsta í stað. vísir/samsett Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. Verðbólga mælist nú sex prósent og minnkar um 0,3 prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri mælingu á vísitölu neysluverðs. Án húsnæðis mælist verðbólgan 3,6 prósent. Athygli vekur að verð á matvælum lækkar um 0,5 prósent á milli mánaða og er það í fyrsta sinn í þrjú ár sem sá liður í vísitölu neysluverðs lækkar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, fagnar þessu. „Ég tel það það nokkuð víst að þarna gætir áhrifa frá nýjum keppinauti á markaði, Prís, og að það sé ástæða lækkunar í fyrsta skipti þennan tíma. Það virðist vera sem það hafi verið tækifæri til að lækka verð töluvert,“ segir Breki. Nýleg athugun verðlagseftirlits ASÍ rennir stoðum undir þessa kenningu. Samkvæmt henni var verðlag á opnunardegi verslunarinnar lægra en í Bónus og Krónuninni í um 96% tilfella. Í tíu prósent tilvika var munurinn yfir tíu prósentum. Samdægurs voru verð á MS ostum lækkuð í Bónus, niður að verðinu sem bauðst í Prís. Breki vonar að þessi þróun haldi áfram en hefur þungar áhyggjur af öðrum liðum mælingarinnar. „Við sjáum þarna að tæpur helmingur árshækkunar verðbólgunnar er vegna húsnæðisliðar og þarna hljóta stjórnvöld að grípa inn og hafa miklar áhyggjur. Eins sjáum við á milli mánaða að hiti og rafmagn hækkar um 3,3 prósent, sem er töluvert. Stjórnvöld hljóta að taka það til alvarlegrar skoðunar að setja einhvers skonar þak á rafmagn til heimila líkt og hefur verið gert í nágrannalöndum.“ Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í byrjun október en vextir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósent í eitt ár. Greinendur hafa talið ólíklegt að vextir verði lækkaðir á þessu ári og Breki er einnig hóflega bjartsýnn. „Verð á húsnæði á höfuðborgarsævðinu hefur frá árinu 2020 hækkað um 65 prósent. Á meðan þessi skortstefna er rekin í húsnæðismálum er erfitt að sjá að verðbólga náist niður,“ segir Breki. Verslun Neytendur Verðlag Matvöruverslun Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Verðbólga mælist nú sex prósent og minnkar um 0,3 prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri mælingu á vísitölu neysluverðs. Án húsnæðis mælist verðbólgan 3,6 prósent. Athygli vekur að verð á matvælum lækkar um 0,5 prósent á milli mánaða og er það í fyrsta sinn í þrjú ár sem sá liður í vísitölu neysluverðs lækkar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, fagnar þessu. „Ég tel það það nokkuð víst að þarna gætir áhrifa frá nýjum keppinauti á markaði, Prís, og að það sé ástæða lækkunar í fyrsta skipti þennan tíma. Það virðist vera sem það hafi verið tækifæri til að lækka verð töluvert,“ segir Breki. Nýleg athugun verðlagseftirlits ASÍ rennir stoðum undir þessa kenningu. Samkvæmt henni var verðlag á opnunardegi verslunarinnar lægra en í Bónus og Krónuninni í um 96% tilfella. Í tíu prósent tilvika var munurinn yfir tíu prósentum. Samdægurs voru verð á MS ostum lækkuð í Bónus, niður að verðinu sem bauðst í Prís. Breki vonar að þessi þróun haldi áfram en hefur þungar áhyggjur af öðrum liðum mælingarinnar. „Við sjáum þarna að tæpur helmingur árshækkunar verðbólgunnar er vegna húsnæðisliðar og þarna hljóta stjórnvöld að grípa inn og hafa miklar áhyggjur. Eins sjáum við á milli mánaða að hiti og rafmagn hækkar um 3,3 prósent, sem er töluvert. Stjórnvöld hljóta að taka það til alvarlegrar skoðunar að setja einhvers skonar þak á rafmagn til heimila líkt og hefur verið gert í nágrannalöndum.“ Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í byrjun október en vextir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósent í eitt ár. Greinendur hafa talið ólíklegt að vextir verði lækkaðir á þessu ári og Breki er einnig hóflega bjartsýnn. „Verð á húsnæði á höfuðborgarsævðinu hefur frá árinu 2020 hækkað um 65 prósent. Á meðan þessi skortstefna er rekin í húsnæðismálum er erfitt að sjá að verðbólga náist niður,“ segir Breki.
Verslun Neytendur Verðlag Matvöruverslun Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira