Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2024 21:31 Örn Alfreðsson framkvæmdastjóri hjá Origo og Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis Vísir/Arnar Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. Æfingin var fjölmenn og þátttakendum skipt á borð þar sem áskoranirnar voru leystar saman. Æfingin var byggð á dæmum sem netöryggisfyrirtækið Syndis hefur séð áður í sínum störfum. Tölvuþrjótar höfðu brotist inn í kerfi ímyndaðs fyrirtækis og tekið gögn í gíslingu. Ráðnir voru leikarar til að fara með hlutverk forstjórans og kerfisfræðings. Netárásir hafa síðustu ár orðið algengari og algengari. Ráðist hefur verið á fjölmiðla, sveitarfélög, háskóla og töluvert fleiri stofnanir og fyrirtæki. Dæmi eru um að þrjótarnir komist í gögn og krefjist lausnargjalds. „Við sjáum bara á tölum að það er gríðarlegur vöxtur. Við erum að tala um vöxt í hundruðum prósenta milli ára, nokkuð jafnt og þétt mörg ár í röð. Þannig þetta er orðin miklu meiri ógn en þetta var,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis. Forvarnir skipta miklu máli að sögn Arnar Alfreðssonar, framkvæmdastjóra hjá Origo. „Þetta er rekstraráhætta í hverju fyrirtæki, það er ekkert fyrirtæki sem er ekki rekið með tölvukerfi. Hugsa fyrst um fremst hvernig fyrirtækið er byggt upp og hugsa hvort eitthvað geti farið niður. Meta áhætturnar,“ segir Örn. Þátttakendur, sem voru um sjötíu talsins, voru ánægðir með æfinguna. „Ég held að það að fara í gegnum svona æfingar, þó svo þær geti nánast örugglega ekki kópíerað eitthvað sem mun gerast, gerir okkur tilbúnari til að tækla hlutina með skynsömum hætti og lágmarka skaðann,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er forstjóri Haga. Vísir/Arnar Netöryggi Tölvuárásir Tækni Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Æfingin var fjölmenn og þátttakendum skipt á borð þar sem áskoranirnar voru leystar saman. Æfingin var byggð á dæmum sem netöryggisfyrirtækið Syndis hefur séð áður í sínum störfum. Tölvuþrjótar höfðu brotist inn í kerfi ímyndaðs fyrirtækis og tekið gögn í gíslingu. Ráðnir voru leikarar til að fara með hlutverk forstjórans og kerfisfræðings. Netárásir hafa síðustu ár orðið algengari og algengari. Ráðist hefur verið á fjölmiðla, sveitarfélög, háskóla og töluvert fleiri stofnanir og fyrirtæki. Dæmi eru um að þrjótarnir komist í gögn og krefjist lausnargjalds. „Við sjáum bara á tölum að það er gríðarlegur vöxtur. Við erum að tala um vöxt í hundruðum prósenta milli ára, nokkuð jafnt og þétt mörg ár í röð. Þannig þetta er orðin miklu meiri ógn en þetta var,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis. Forvarnir skipta miklu máli að sögn Arnar Alfreðssonar, framkvæmdastjóra hjá Origo. „Þetta er rekstraráhætta í hverju fyrirtæki, það er ekkert fyrirtæki sem er ekki rekið með tölvukerfi. Hugsa fyrst um fremst hvernig fyrirtækið er byggt upp og hugsa hvort eitthvað geti farið niður. Meta áhætturnar,“ segir Örn. Þátttakendur, sem voru um sjötíu talsins, voru ánægðir með æfinguna. „Ég held að það að fara í gegnum svona æfingar, þó svo þær geti nánast örugglega ekki kópíerað eitthvað sem mun gerast, gerir okkur tilbúnari til að tækla hlutina með skynsömum hætti og lágmarka skaðann,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er forstjóri Haga. Vísir/Arnar
Netöryggi Tölvuárásir Tækni Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira