Kærir UEFA fyrir að nota nýja keppnisfyrirkomulagið án leyfis Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2024 22:17 Dregið var í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í dag. UEFA Síleskur íþróttafræðingur hefur kært evrópska knattspyrnusambandið UEFA fyrir að nota keppnisfyrirkomulag sem hann kveðst hafa fundið upp. UEFA hefur tekið upp nýtt fyrirkomulag í Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeildinni, þar sem liðum er ekki skipt niður í riðla heldur öllum raðað í 36 liða deild. Þau mætast ekki öll innbyrðis heldur fær hvert lið átta leiki og safnar stigum eftir árangri. Efstu átta liðin komast beint áfram í úrslitakeppni, næstu sextán lið spila umspilsleik um sæti í úrslitakeppni en síðustu tíu liðin detta úr leik. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér, dregið var í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í dag en niðurstöður úr drættinum má sjá hér fyrir neðan. Dregið verður í Evrópu- og Sambandsdeildina á morgun. Þetta nýja fyrirkomulag hefur verið nefnt svissneska leiðin af UEFA þar sem það svipar mikið til þess sem þekkist í svissneskum skákmótum, en er þó ekki alveg eins. Leandro Shara, síleskur íþróttafræðingur, heldur því fram að hann hafi fundið keppnisfyrirkomulagið upp og eigi skilið viðurkenningu UEFA. Hann hafi þróað það síðan árið 2006 og kynnt það margsinnis síðan 2013, bæði á einkafundum með UEFA og á opinberum ráðstefnum. Þá hefur hann einnig unnið með síleska knattspyrnusambandinu við að hrinda því í framkvæmd í keppnum þar í landi. Shara hefur kært UEFA fyrir að nota fyrirkomulagið án hans leyfis og brjóta gegn höfundarrétti. Hann hefur einnig farið mikinn í gagnrýni á UEFA á samfélagsmiðlum. Simple question: By who and when was the format was "figured out"? UEFA keeps saying it was a long process of consultation, but at the end someone had to come up with the idea and write it down. Who? https://t.co/rEVMgy6S7i— Leandro Shara (@LeandroShara) August 29, 2024 UEFA now says the claim are "baseless", yet they are not referring to any claim and say in a very superior manner "it is hardly worth the effort".Doesn't the football world deserve a transparency? Why don't they answer the questions? https://t.co/41B01UVWFi— Leandro Shara (@LeandroShara) August 29, 2024 Hann krefst þess í kærunni að MatchVision, fyrirtæki hans, og þremur starfsmönnum þess verði boðið á viðburði UEFA til að tala um fyrirkomulagið sem þeir fundu upp og þeim verði greitt fyrir höfundarréttinn. UEFA hafði til hádegis í dag að bregðast við kröfunum en gerði það ekki og segir engan fót fyrir málflutningi Shara. Lögsóknarferli er því framundan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
UEFA hefur tekið upp nýtt fyrirkomulag í Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeildinni, þar sem liðum er ekki skipt niður í riðla heldur öllum raðað í 36 liða deild. Þau mætast ekki öll innbyrðis heldur fær hvert lið átta leiki og safnar stigum eftir árangri. Efstu átta liðin komast beint áfram í úrslitakeppni, næstu sextán lið spila umspilsleik um sæti í úrslitakeppni en síðustu tíu liðin detta úr leik. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér, dregið var í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í dag en niðurstöður úr drættinum má sjá hér fyrir neðan. Dregið verður í Evrópu- og Sambandsdeildina á morgun. Þetta nýja fyrirkomulag hefur verið nefnt svissneska leiðin af UEFA þar sem það svipar mikið til þess sem þekkist í svissneskum skákmótum, en er þó ekki alveg eins. Leandro Shara, síleskur íþróttafræðingur, heldur því fram að hann hafi fundið keppnisfyrirkomulagið upp og eigi skilið viðurkenningu UEFA. Hann hafi þróað það síðan árið 2006 og kynnt það margsinnis síðan 2013, bæði á einkafundum með UEFA og á opinberum ráðstefnum. Þá hefur hann einnig unnið með síleska knattspyrnusambandinu við að hrinda því í framkvæmd í keppnum þar í landi. Shara hefur kært UEFA fyrir að nota fyrirkomulagið án hans leyfis og brjóta gegn höfundarrétti. Hann hefur einnig farið mikinn í gagnrýni á UEFA á samfélagsmiðlum. Simple question: By who and when was the format was "figured out"? UEFA keeps saying it was a long process of consultation, but at the end someone had to come up with the idea and write it down. Who? https://t.co/rEVMgy6S7i— Leandro Shara (@LeandroShara) August 29, 2024 UEFA now says the claim are "baseless", yet they are not referring to any claim and say in a very superior manner "it is hardly worth the effort".Doesn't the football world deserve a transparency? Why don't they answer the questions? https://t.co/41B01UVWFi— Leandro Shara (@LeandroShara) August 29, 2024 Hann krefst þess í kærunni að MatchVision, fyrirtæki hans, og þremur starfsmönnum þess verði boðið á viðburði UEFA til að tala um fyrirkomulagið sem þeir fundu upp og þeim verði greitt fyrir höfundarréttinn. UEFA hafði til hádegis í dag að bregðast við kröfunum en gerði það ekki og segir engan fót fyrir málflutningi Shara. Lögsóknarferli er því framundan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira