Hrun hjá Everton og nýliðarnir náðu í fyrsta stigið Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 16:22 James Tarkowski trúir ekki sínum eigin augum eftir tap Everton gegn Bournemouth. Vísir/Getty Everton er enn án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir ótrúlegt tap gegn Bournemouth á heimavelli í dag. Þá nældi Aston Villa í þrjú stig þegar liðið heimsótti nýliða Leicester. Everton fer ekki vel af stað í enska boltanum þetta tímabilið. Liðið tapaði 3-0 gegn Brighton á heimavelli í fyrstu umferðinni og síðan 4-0 gegn Tottenham í annarri umferðinni. Í dag gegn Bournemouthe leit reyndar lengi vel út fyrir að lærisveinar Sean Dyche myndu ná að snúa blaðinu við. Eftir 0-0 stöðu í hálfleik komu reynsluboltarnir Michael Keane og Dominic Calvert-Lewin Everton í 2-0 með mörkum á 50. og 57. mínútu. Þannig var staðan staðan allt þar til þrjár mínútur voru til leikskoka. Þá minnkaði Antoine Semenyo muninn fyrir gestina og þegar komið var fram í uppbótartíma jafnaði Lewis Cook metin. Gestirnir létu hins vegar ekki þar við sitja. Luis Sinisterra skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Bournemouth ótrúlegan sigur en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni á tímabilinu. Góður sigur Villa og Hákon Rafn sat á bekknum Í Leicester tóku heimamenn á móti Aston Villa. Amadou Onana kom Villa yfir eftir sniðuga útfærslu á aukaspyrnu þar sem Youri Tielemans og Ollie Watkins unnu vel saman. Jhon Duran kom Villa í 2-0 í síðari hálfleik aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður fyrir Watkins. Facundo Buonanotte minnkaði muninn fyrir Leicester sem komust þó ekki lengra og urðu því að sætta sig við 2-1 tap. Jhon Duran skoraði gott skallamark fyrir Aston Villa í dag.Vísir/Getty Nýliðar Ipswich náðu hins vegar í sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fulham á heimavelli. Heimamenn komust yfir á 15. mínútu með marki Liam Delap en Adama Traore jafnaði metin fyrir Fulham á 32. mínútu. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og urðu því að sættast á jafnan hlut. Þá vann Brentford sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið tók á móti Southampton á heimavelli. Bryan Mbuemo skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum og Youane Wissa kom heimamönnum í 3-0 með marki á 69. mínútu. Yukinari Sugawara skoraði sárabótamark fyrir Southampton í uppbótartíma sem var að tapa sínum þriðja leik í jafnmörgum leikjum. Bryan Mbuemo átti góðan leik í dag og skoraði tvö mörk fyrir Brentford.Vísir/Getty Hákon Rafn Valdimarsson sat allan tímann á bekk Brentford eftir góða frammistöðu í vikunni í deildabikarnum. Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Everton fer ekki vel af stað í enska boltanum þetta tímabilið. Liðið tapaði 3-0 gegn Brighton á heimavelli í fyrstu umferðinni og síðan 4-0 gegn Tottenham í annarri umferðinni. Í dag gegn Bournemouthe leit reyndar lengi vel út fyrir að lærisveinar Sean Dyche myndu ná að snúa blaðinu við. Eftir 0-0 stöðu í hálfleik komu reynsluboltarnir Michael Keane og Dominic Calvert-Lewin Everton í 2-0 með mörkum á 50. og 57. mínútu. Þannig var staðan staðan allt þar til þrjár mínútur voru til leikskoka. Þá minnkaði Antoine Semenyo muninn fyrir gestina og þegar komið var fram í uppbótartíma jafnaði Lewis Cook metin. Gestirnir létu hins vegar ekki þar við sitja. Luis Sinisterra skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Bournemouth ótrúlegan sigur en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni á tímabilinu. Góður sigur Villa og Hákon Rafn sat á bekknum Í Leicester tóku heimamenn á móti Aston Villa. Amadou Onana kom Villa yfir eftir sniðuga útfærslu á aukaspyrnu þar sem Youri Tielemans og Ollie Watkins unnu vel saman. Jhon Duran kom Villa í 2-0 í síðari hálfleik aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður fyrir Watkins. Facundo Buonanotte minnkaði muninn fyrir Leicester sem komust þó ekki lengra og urðu því að sætta sig við 2-1 tap. Jhon Duran skoraði gott skallamark fyrir Aston Villa í dag.Vísir/Getty Nýliðar Ipswich náðu hins vegar í sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fulham á heimavelli. Heimamenn komust yfir á 15. mínútu með marki Liam Delap en Adama Traore jafnaði metin fyrir Fulham á 32. mínútu. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og urðu því að sættast á jafnan hlut. Þá vann Brentford sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið tók á móti Southampton á heimavelli. Bryan Mbuemo skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum og Youane Wissa kom heimamönnum í 3-0 með marki á 69. mínútu. Yukinari Sugawara skoraði sárabótamark fyrir Southampton í uppbótartíma sem var að tapa sínum þriðja leik í jafnmörgum leikjum. Bryan Mbuemo átti góðan leik í dag og skoraði tvö mörk fyrir Brentford.Vísir/Getty Hákon Rafn Valdimarsson sat allan tímann á bekk Brentford eftir góða frammistöðu í vikunni í deildabikarnum.
Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira