Orð Birgis birtast í færslu sem hann skrifar í Facebook-hópnum Stjórnmálaspjallinu fyrr í dag. „Slíkar manneskjur eru í mestri hættu þegar ólíkir heimar skarast,“ skrifar Birgir áfram í færslu sinni.
„Nú þarf að hafa hátt og tryggja með skipulegum og úthugsuðum hætti, að þessi martröð, missir okkar og líf Bryndísar minnar muni leiða til betri veruleika fyrir íslenskt samfélag!
Þessi dýra og óbærilega fórn hennar, skal og verður að bjarga mannslífum,“ segir að lokum í færslu Birgis.
Lögreglan á höfðuborgarsvæðinu greindi frá andláti Bryndísar Klöru fyrr í dag í tilkynningu þar sem þökkum frá fjölskyldu hennar er komið áleiðis til allra þeirra sem reyndu að bjarga lífi hennar. Sérstakar þakkir voru færðar starfsfólki Landspítala og þeim er komu að fyrstu hjálp á vettvangi.