Verður veturinn nýja ferðamannatímabilið í Fjallabyggð? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. september 2024 15:06 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri í Fjallabyggð, sem er ánægð með þann kraft, sem er nú í sveitarfélaginu enda byggt og byggt og atvinnuástand er þar með allra besta móti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mannlíf og atvinnulíf blómstrar, sem aldrei fyrr í Fjallabyggð þessi misserin enda hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera í sveitarfélaginu og nú. Bæjarstjórinn spáir því að veturinn verði nýja ferðamannatímabilið í sveitarfélaginu vegna góðrar skíðaaðstöðu. Fjallabyggð er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaga sem varð til í júní 2006 þegar Ólafsfjarðarbær og Siglufjarðarkaupstaður sameinuðust. Siglufjörður og Ólafsfjörður eru fyrst og fremst sjávarútvegs- og fiskvinnslusamfélög þó það sé ýmis önnur fjölbreytt atvinnustarfsemi í Fjallabyggð. Bæjarstjóri Fjallabyggðar, Sigríður Ingvarsdóttir segir bjart yfir sveitarfélaginu og íbúum þess. „Við tölum um okkur hér, sem lögheimili loksins hérna í Fjallabyggð. Við erum alltaf með sól í sinni og við segjum að veður sé bara hugarburður. Og hér hafa verið hátíðir í allt sumar. Við erum búin að halda upp á berjadaga, sápuboltann, trylludaga og nú síðast Síldarævintýrið og þjóðlagahátíð, bara nefndu það,” segir Sigríður og heldur áfram. „Við erum komin upp í tæplega 2.030 íbúa og það er verið að byggja ný íbúðarhús og allskonar þjónustu, það er til dæmis ný búið að opna hérna Síldarkaffi, hið eina á landinu.” Sigríður segir mjög ánægjulegt að sjá allar þessar nýbyggingar á húsum. „Já, bæði hér á Siglufirði og í Ólafsfirði og við hlökkum bara til að taka á móti nýjum íbúum í þau húsakynni.” Íbúar Fjallabyggðar eru núna rétt rúmlega tvö þúsund og fer sífellt fjölgandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst haustið og veturinn í íbúa Fjallabyggðar? „Haustið leggst bara vel í okkur. Við erum núna að klára framkvæmdir við að færa skíðasvæðið en við höfum gert mikið út á vetrardýrðina og vetrarparadísina hérna því við erum með eitt besta skíðasvæði á landinu og svo höfum við líka verið að gera bæði Ólafsfjörð og Siglufjörð út á gönguskíðanámskeið. Svo ég held að veturinn sé nýja ferðamannatímabilið hérna,” segir Sigríður. Og þetta hefur bæjarstjórinn að segja að lokum. „Já bara, hingað er gott að koma og hér er gott að búa og ég bið bara fólk að vera opið fyrir þeim möguleikum”. Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Fjallabyggð er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaga sem varð til í júní 2006 þegar Ólafsfjarðarbær og Siglufjarðarkaupstaður sameinuðust. Siglufjörður og Ólafsfjörður eru fyrst og fremst sjávarútvegs- og fiskvinnslusamfélög þó það sé ýmis önnur fjölbreytt atvinnustarfsemi í Fjallabyggð. Bæjarstjóri Fjallabyggðar, Sigríður Ingvarsdóttir segir bjart yfir sveitarfélaginu og íbúum þess. „Við tölum um okkur hér, sem lögheimili loksins hérna í Fjallabyggð. Við erum alltaf með sól í sinni og við segjum að veður sé bara hugarburður. Og hér hafa verið hátíðir í allt sumar. Við erum búin að halda upp á berjadaga, sápuboltann, trylludaga og nú síðast Síldarævintýrið og þjóðlagahátíð, bara nefndu það,” segir Sigríður og heldur áfram. „Við erum komin upp í tæplega 2.030 íbúa og það er verið að byggja ný íbúðarhús og allskonar þjónustu, það er til dæmis ný búið að opna hérna Síldarkaffi, hið eina á landinu.” Sigríður segir mjög ánægjulegt að sjá allar þessar nýbyggingar á húsum. „Já, bæði hér á Siglufirði og í Ólafsfirði og við hlökkum bara til að taka á móti nýjum íbúum í þau húsakynni.” Íbúar Fjallabyggðar eru núna rétt rúmlega tvö þúsund og fer sífellt fjölgandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst haustið og veturinn í íbúa Fjallabyggðar? „Haustið leggst bara vel í okkur. Við erum núna að klára framkvæmdir við að færa skíðasvæðið en við höfum gert mikið út á vetrardýrðina og vetrarparadísina hérna því við erum með eitt besta skíðasvæði á landinu og svo höfum við líka verið að gera bæði Ólafsfjörð og Siglufjörð út á gönguskíðanámskeið. Svo ég held að veturinn sé nýja ferðamannatímabilið hérna,” segir Sigríður. Og þetta hefur bæjarstjórinn að segja að lokum. „Já bara, hingað er gott að koma og hér er gott að búa og ég bið bara fólk að vera opið fyrir þeim möguleikum”.
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira