Verður veturinn nýja ferðamannatímabilið í Fjallabyggð? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. september 2024 15:06 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri í Fjallabyggð, sem er ánægð með þann kraft, sem er nú í sveitarfélaginu enda byggt og byggt og atvinnuástand er þar með allra besta móti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mannlíf og atvinnulíf blómstrar, sem aldrei fyrr í Fjallabyggð þessi misserin enda hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera í sveitarfélaginu og nú. Bæjarstjórinn spáir því að veturinn verði nýja ferðamannatímabilið í sveitarfélaginu vegna góðrar skíðaaðstöðu. Fjallabyggð er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaga sem varð til í júní 2006 þegar Ólafsfjarðarbær og Siglufjarðarkaupstaður sameinuðust. Siglufjörður og Ólafsfjörður eru fyrst og fremst sjávarútvegs- og fiskvinnslusamfélög þó það sé ýmis önnur fjölbreytt atvinnustarfsemi í Fjallabyggð. Bæjarstjóri Fjallabyggðar, Sigríður Ingvarsdóttir segir bjart yfir sveitarfélaginu og íbúum þess. „Við tölum um okkur hér, sem lögheimili loksins hérna í Fjallabyggð. Við erum alltaf með sól í sinni og við segjum að veður sé bara hugarburður. Og hér hafa verið hátíðir í allt sumar. Við erum búin að halda upp á berjadaga, sápuboltann, trylludaga og nú síðast Síldarævintýrið og þjóðlagahátíð, bara nefndu það,” segir Sigríður og heldur áfram. „Við erum komin upp í tæplega 2.030 íbúa og það er verið að byggja ný íbúðarhús og allskonar þjónustu, það er til dæmis ný búið að opna hérna Síldarkaffi, hið eina á landinu.” Sigríður segir mjög ánægjulegt að sjá allar þessar nýbyggingar á húsum. „Já, bæði hér á Siglufirði og í Ólafsfirði og við hlökkum bara til að taka á móti nýjum íbúum í þau húsakynni.” Íbúar Fjallabyggðar eru núna rétt rúmlega tvö þúsund og fer sífellt fjölgandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst haustið og veturinn í íbúa Fjallabyggðar? „Haustið leggst bara vel í okkur. Við erum núna að klára framkvæmdir við að færa skíðasvæðið en við höfum gert mikið út á vetrardýrðina og vetrarparadísina hérna því við erum með eitt besta skíðasvæði á landinu og svo höfum við líka verið að gera bæði Ólafsfjörð og Siglufjörð út á gönguskíðanámskeið. Svo ég held að veturinn sé nýja ferðamannatímabilið hérna,” segir Sigríður. Og þetta hefur bæjarstjórinn að segja að lokum. „Já bara, hingað er gott að koma og hér er gott að búa og ég bið bara fólk að vera opið fyrir þeim möguleikum”. Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Fjallabyggð er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaga sem varð til í júní 2006 þegar Ólafsfjarðarbær og Siglufjarðarkaupstaður sameinuðust. Siglufjörður og Ólafsfjörður eru fyrst og fremst sjávarútvegs- og fiskvinnslusamfélög þó það sé ýmis önnur fjölbreytt atvinnustarfsemi í Fjallabyggð. Bæjarstjóri Fjallabyggðar, Sigríður Ingvarsdóttir segir bjart yfir sveitarfélaginu og íbúum þess. „Við tölum um okkur hér, sem lögheimili loksins hérna í Fjallabyggð. Við erum alltaf með sól í sinni og við segjum að veður sé bara hugarburður. Og hér hafa verið hátíðir í allt sumar. Við erum búin að halda upp á berjadaga, sápuboltann, trylludaga og nú síðast Síldarævintýrið og þjóðlagahátíð, bara nefndu það,” segir Sigríður og heldur áfram. „Við erum komin upp í tæplega 2.030 íbúa og það er verið að byggja ný íbúðarhús og allskonar þjónustu, það er til dæmis ný búið að opna hérna Síldarkaffi, hið eina á landinu.” Sigríður segir mjög ánægjulegt að sjá allar þessar nýbyggingar á húsum. „Já, bæði hér á Siglufirði og í Ólafsfirði og við hlökkum bara til að taka á móti nýjum íbúum í þau húsakynni.” Íbúar Fjallabyggðar eru núna rétt rúmlega tvö þúsund og fer sífellt fjölgandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst haustið og veturinn í íbúa Fjallabyggðar? „Haustið leggst bara vel í okkur. Við erum núna að klára framkvæmdir við að færa skíðasvæðið en við höfum gert mikið út á vetrardýrðina og vetrarparadísina hérna því við erum með eitt besta skíðasvæði á landinu og svo höfum við líka verið að gera bæði Ólafsfjörð og Siglufjörð út á gönguskíðanámskeið. Svo ég held að veturinn sé nýja ferðamannatímabilið hérna,” segir Sigríður. Og þetta hefur bæjarstjórinn að segja að lokum. „Já bara, hingað er gott að koma og hér er gott að búa og ég bið bara fólk að vera opið fyrir þeim möguleikum”.
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira