Kristall Máni opnaði markareikninginn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 14:05 Kristall Máni Ingason braut ísinn í dag og skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark fyrir Sönderjyske. Getty/Seb Daly Kristall Máni Ingason skoraði fyrir Sönderjyske í dag í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sönderjyske gerði þá 2-2 jafntefli á móti Viborg eftir að hafa missti niður tveggja marka forystu. Kristall kom Sönderjyske í 2-0 á 36. mínútu en það dugði þó ekki til sigurs. Viborg menn jöfnuðu í seinni hálfleiknum. Þetta var fyrsta mark Kristals á tímabilinu og líka það fyrsta sem hann á þátt í en þetta sjöundi leikurinn. Markið var því langþráð. Daníel Leó Grétarsson var líka í byrjunarliðinu hjá Sönderjyske. Kristall var með átta mörk og sjö stoðsendingar þegar Sönderjyske vann sér sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu sjö leikjum sínum í úrvalsdeildinni og situr í ellefta sæti af tólf liðum. FC Kaupmannahöfn lék sinn fyrsta leik eftir að félagið seldi Orra Stein Óskarsson til Spánar og liðið vann þá 3-1 sigur á Bröndby. Orri var búinn að skora fimm mörk í fyrstu sex leikjunum. Það voru miðverðirnir Gabriel Pereira og Kevin Diks (víti) sem sáu um mörkin í fyrri hálfleiknum en FCK lék manni færra í 47 mínútur eftir að Marcos Lopez fékk rautt spjald á 43. mínútu. Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannbekknum. Bröndby minnkaði muninn á 61. mínútu en tókst ekki að ná í stig þrátt fyrir að spila ellefu á móti tíu í meira en einn hálfleik. Mohamed Elyounoussi innsiglaði sigur FCK með þriðja markinu á 75. mínútu. FCK er í fjórða sæti deildarinnar. Það varð 3-3 jafntefli í Íslendingaslag Brommapojkarna og Elfsborg í sænsku deildinniAndri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson voru í byrjunarliði Elfsborg sem lenti þrisvar undir í leiknum en jafnaði í öll skiptin. Hlynur Freyr Karlsson sat á bekknum hjá Brommapojkarna sem er í 10. sæti. Elfsborg er sjö stigum ofar í sjötta sætinu. Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Sjá meira
Sönderjyske gerði þá 2-2 jafntefli á móti Viborg eftir að hafa missti niður tveggja marka forystu. Kristall kom Sönderjyske í 2-0 á 36. mínútu en það dugði þó ekki til sigurs. Viborg menn jöfnuðu í seinni hálfleiknum. Þetta var fyrsta mark Kristals á tímabilinu og líka það fyrsta sem hann á þátt í en þetta sjöundi leikurinn. Markið var því langþráð. Daníel Leó Grétarsson var líka í byrjunarliðinu hjá Sönderjyske. Kristall var með átta mörk og sjö stoðsendingar þegar Sönderjyske vann sér sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu sjö leikjum sínum í úrvalsdeildinni og situr í ellefta sæti af tólf liðum. FC Kaupmannahöfn lék sinn fyrsta leik eftir að félagið seldi Orra Stein Óskarsson til Spánar og liðið vann þá 3-1 sigur á Bröndby. Orri var búinn að skora fimm mörk í fyrstu sex leikjunum. Það voru miðverðirnir Gabriel Pereira og Kevin Diks (víti) sem sáu um mörkin í fyrri hálfleiknum en FCK lék manni færra í 47 mínútur eftir að Marcos Lopez fékk rautt spjald á 43. mínútu. Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannbekknum. Bröndby minnkaði muninn á 61. mínútu en tókst ekki að ná í stig þrátt fyrir að spila ellefu á móti tíu í meira en einn hálfleik. Mohamed Elyounoussi innsiglaði sigur FCK með þriðja markinu á 75. mínútu. FCK er í fjórða sæti deildarinnar. Það varð 3-3 jafntefli í Íslendingaslag Brommapojkarna og Elfsborg í sænsku deildinniAndri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson voru í byrjunarliði Elfsborg sem lenti þrisvar undir í leiknum en jafnaði í öll skiptin. Hlynur Freyr Karlsson sat á bekknum hjá Brommapojkarna sem er í 10. sæti. Elfsborg er sjö stigum ofar í sjötta sætinu.
Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Sjá meira