„Fannst við aldrei bogna“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 1. september 2024 22:09 Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í leiknum. Vísir/Pawel Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem tekur út leikbann. Víkingur vann ótrúlegan endurkomusigur 3-2 gegn Val eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. Vísir ræddi við Sölva stuttu eftir að dómarinn flautaði leikinn af og var hálforðlaus. „Þvílík frammistaða hjá okkur Víkingum. Byrjuðum að fullum krafti en fengum rauða spjaldið tiltölulega snemma í leiknum en hvernig leikmenn brugðust við, ég á ekki til orð yfir það. Krafturinn sem við höfðum, við fengum tvö mörk á okkur með litlu millibili en mér fannst við aldrei bogna eftir þetta. Við héldum áfram að halda boltanum, vera yfirvegaðir og ef eitthvað var fannst mér við bara vera betri í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera manni færri.“ .“ sagði Sölvi um frammistöðu sinna manna og bætti við: „Töluðum um það í hálfleik að við skildum hafa trú á verkefninu. Það er ekkert auðvelt að selja mönnum það einum manni færri og tveimur mörkum undir að við getum komið til baka. Strákarnir höfðu svo sannarlega trú á verkefninu og þú fannst það svo eftir fyrri hálfleik að við vorum með þá. Það hjálpar svo til að þeir missa mann útaf og við skorum snemma. Þá gengum við á lagið og gengum frá þessum leik“ Eins og áður sagði var holan sem Víkingur gróf sér í fyrri hálfleik djúp en Sölvi hrósaði sínum mönnum á hástert fyrir andann og viljann. „Karakterinn og viljinn til að vinna leiki er ótrúlegur. Ég hef aldrei séð þetta áður. Ég hef á mínum ferli sjálfur sem fótboltamaður hef ég aldrei séð svona mikinn karakter. Það er alltaf trú á verkefninu.“ Framundan er landsleikjahlé og spilar Víkingur ekki aftur fyrr en eftir 13 daga. Sölvi tók undir að þessi leikur gæfi liðinu mikið fyrir lokasprettinn. „Þetta kennir okkur að leikurinn er aldrei búinn fyrr en dómarinn flautar í flautuna. Við förum inní landsleikjahléið með gott bragð í munninum.“ sagði Sölvi og bætti við: „Ég vill líka benda á stuðninginn okkar í stúkunni í kvöld. Hann var geggjaður. Þetta gefur okkur svo mikið að hafa þetta fólk á bakvið okkur. Við finnum það þegar við erum að skora fyrsta markið. Þá kviknar í stúkunni og við fáum orku með þessu. Það gefur okkur extra 10-15 prósent til aðkeyra þetta í gegn. Þetta er Víkingsliðsheild sem skóp þetta.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Vísir ræddi við Sölva stuttu eftir að dómarinn flautaði leikinn af og var hálforðlaus. „Þvílík frammistaða hjá okkur Víkingum. Byrjuðum að fullum krafti en fengum rauða spjaldið tiltölulega snemma í leiknum en hvernig leikmenn brugðust við, ég á ekki til orð yfir það. Krafturinn sem við höfðum, við fengum tvö mörk á okkur með litlu millibili en mér fannst við aldrei bogna eftir þetta. Við héldum áfram að halda boltanum, vera yfirvegaðir og ef eitthvað var fannst mér við bara vera betri í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera manni færri.“ .“ sagði Sölvi um frammistöðu sinna manna og bætti við: „Töluðum um það í hálfleik að við skildum hafa trú á verkefninu. Það er ekkert auðvelt að selja mönnum það einum manni færri og tveimur mörkum undir að við getum komið til baka. Strákarnir höfðu svo sannarlega trú á verkefninu og þú fannst það svo eftir fyrri hálfleik að við vorum með þá. Það hjálpar svo til að þeir missa mann útaf og við skorum snemma. Þá gengum við á lagið og gengum frá þessum leik“ Eins og áður sagði var holan sem Víkingur gróf sér í fyrri hálfleik djúp en Sölvi hrósaði sínum mönnum á hástert fyrir andann og viljann. „Karakterinn og viljinn til að vinna leiki er ótrúlegur. Ég hef aldrei séð þetta áður. Ég hef á mínum ferli sjálfur sem fótboltamaður hef ég aldrei séð svona mikinn karakter. Það er alltaf trú á verkefninu.“ Framundan er landsleikjahlé og spilar Víkingur ekki aftur fyrr en eftir 13 daga. Sölvi tók undir að þessi leikur gæfi liðinu mikið fyrir lokasprettinn. „Þetta kennir okkur að leikurinn er aldrei búinn fyrr en dómarinn flautar í flautuna. Við förum inní landsleikjahléið með gott bragð í munninum.“ sagði Sölvi og bætti við: „Ég vill líka benda á stuðninginn okkar í stúkunni í kvöld. Hann var geggjaður. Þetta gefur okkur svo mikið að hafa þetta fólk á bakvið okkur. Við finnum það þegar við erum að skora fyrsta markið. Þá kviknar í stúkunni og við fáum orku með þessu. Það gefur okkur extra 10-15 prósent til aðkeyra þetta í gegn. Þetta er Víkingsliðsheild sem skóp þetta.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira