„Fannst við aldrei bogna“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 1. september 2024 22:09 Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í leiknum. Vísir/Pawel Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem tekur út leikbann. Víkingur vann ótrúlegan endurkomusigur 3-2 gegn Val eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. Vísir ræddi við Sölva stuttu eftir að dómarinn flautaði leikinn af og var hálforðlaus. „Þvílík frammistaða hjá okkur Víkingum. Byrjuðum að fullum krafti en fengum rauða spjaldið tiltölulega snemma í leiknum en hvernig leikmenn brugðust við, ég á ekki til orð yfir það. Krafturinn sem við höfðum, við fengum tvö mörk á okkur með litlu millibili en mér fannst við aldrei bogna eftir þetta. Við héldum áfram að halda boltanum, vera yfirvegaðir og ef eitthvað var fannst mér við bara vera betri í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera manni færri.“ .“ sagði Sölvi um frammistöðu sinna manna og bætti við: „Töluðum um það í hálfleik að við skildum hafa trú á verkefninu. Það er ekkert auðvelt að selja mönnum það einum manni færri og tveimur mörkum undir að við getum komið til baka. Strákarnir höfðu svo sannarlega trú á verkefninu og þú fannst það svo eftir fyrri hálfleik að við vorum með þá. Það hjálpar svo til að þeir missa mann útaf og við skorum snemma. Þá gengum við á lagið og gengum frá þessum leik“ Eins og áður sagði var holan sem Víkingur gróf sér í fyrri hálfleik djúp en Sölvi hrósaði sínum mönnum á hástert fyrir andann og viljann. „Karakterinn og viljinn til að vinna leiki er ótrúlegur. Ég hef aldrei séð þetta áður. Ég hef á mínum ferli sjálfur sem fótboltamaður hef ég aldrei séð svona mikinn karakter. Það er alltaf trú á verkefninu.“ Framundan er landsleikjahlé og spilar Víkingur ekki aftur fyrr en eftir 13 daga. Sölvi tók undir að þessi leikur gæfi liðinu mikið fyrir lokasprettinn. „Þetta kennir okkur að leikurinn er aldrei búinn fyrr en dómarinn flautar í flautuna. Við förum inní landsleikjahléið með gott bragð í munninum.“ sagði Sölvi og bætti við: „Ég vill líka benda á stuðninginn okkar í stúkunni í kvöld. Hann var geggjaður. Þetta gefur okkur svo mikið að hafa þetta fólk á bakvið okkur. Við finnum það þegar við erum að skora fyrsta markið. Þá kviknar í stúkunni og við fáum orku með þessu. Það gefur okkur extra 10-15 prósent til aðkeyra þetta í gegn. Þetta er Víkingsliðsheild sem skóp þetta.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Vísir ræddi við Sölva stuttu eftir að dómarinn flautaði leikinn af og var hálforðlaus. „Þvílík frammistaða hjá okkur Víkingum. Byrjuðum að fullum krafti en fengum rauða spjaldið tiltölulega snemma í leiknum en hvernig leikmenn brugðust við, ég á ekki til orð yfir það. Krafturinn sem við höfðum, við fengum tvö mörk á okkur með litlu millibili en mér fannst við aldrei bogna eftir þetta. Við héldum áfram að halda boltanum, vera yfirvegaðir og ef eitthvað var fannst mér við bara vera betri í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera manni færri.“ .“ sagði Sölvi um frammistöðu sinna manna og bætti við: „Töluðum um það í hálfleik að við skildum hafa trú á verkefninu. Það er ekkert auðvelt að selja mönnum það einum manni færri og tveimur mörkum undir að við getum komið til baka. Strákarnir höfðu svo sannarlega trú á verkefninu og þú fannst það svo eftir fyrri hálfleik að við vorum með þá. Það hjálpar svo til að þeir missa mann útaf og við skorum snemma. Þá gengum við á lagið og gengum frá þessum leik“ Eins og áður sagði var holan sem Víkingur gróf sér í fyrri hálfleik djúp en Sölvi hrósaði sínum mönnum á hástert fyrir andann og viljann. „Karakterinn og viljinn til að vinna leiki er ótrúlegur. Ég hef aldrei séð þetta áður. Ég hef á mínum ferli sjálfur sem fótboltamaður hef ég aldrei séð svona mikinn karakter. Það er alltaf trú á verkefninu.“ Framundan er landsleikjahlé og spilar Víkingur ekki aftur fyrr en eftir 13 daga. Sölvi tók undir að þessi leikur gæfi liðinu mikið fyrir lokasprettinn. „Þetta kennir okkur að leikurinn er aldrei búinn fyrr en dómarinn flautar í flautuna. Við förum inní landsleikjahléið með gott bragð í munninum.“ sagði Sölvi og bætti við: „Ég vill líka benda á stuðninginn okkar í stúkunni í kvöld. Hann var geggjaður. Þetta gefur okkur svo mikið að hafa þetta fólk á bakvið okkur. Við finnum það þegar við erum að skora fyrsta markið. Þá kviknar í stúkunni og við fáum orku með þessu. Það gefur okkur extra 10-15 prósent til aðkeyra þetta í gegn. Þetta er Víkingsliðsheild sem skóp þetta.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira