Stjörnunni ekki refsað vegna leikskýrslu Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 12:02 Örvar Logi Örvarsson og Emil Atlason voru ekki í byrjunarliði Stjörnunnar á leikskýrslu sem birtist á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik við Breiðablik, en voru í liðinu á skýrslu sem barst dómara tímanlega fyrir leik. vísir/Diego Knattspyrnudeild Stjörnunnar verður ekki refsað vegna framferðis síns við skráningu leikskýrslu, samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Jörundur Áki Sveinsson, sem starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, kærði Stjörnumenn vegna mögulegra brota á reglum um útfyllingu leikskýrslu, eftir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta þann 11. ágúst. Eins og fram hefur komið, og var gagnrýnt í pistli Sæbjörns Steinke blaðamanns Fótbolta.net, þá birtist leikskýrsla á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, venju samkvæmt, sem var kolröng hvað byrjunarlið Stjörnunnar snertir. Kynni að vera gert til að villa um fyrir mótherja Samkvæmt upphaflegri skráningu á leikskýrslu voru þeir Heiðar Ægisson, Daníel Laxdal, Emil Atlason, Örvar Logi Örvarsson og Róbert Frosti Þorkelsson allir skráðir á meðal varamanna Stjörnunnar. Út frá þessu unnu fjölmiðlar til að byrja með, líkt og venja er á öðrum leikjum. Eftir breytingu á leikskýrslunni voru umræddir leikmenn hins vegar allir skráðir í byrjunarlið Stjörnunnar í leiknum. Þá kom Sigurður Gunnar Jónsson einnig inn í leikmannahóp Stjörnunnar og var skráður á meðal varamanna í stað Baldurs Loga Guðlaugssonar. Í úrskurði aganefndar segir að vinnulag þetta við skráningu á leikskýrslu kunni, að mati framkvæmdastjóra, að hafa verið viðhaft vísvitandi af hálfu þjálfara/forystumanna Stjörnunnar til þess eins að villa um fyrir andstæðingi og/eða almenningi í aðdraganda leiksins. Dómarinn fékk rétta skýrslu tímanlega Þessar breytingar á leikskýrslu höfðu hins vegar verið gerðar þegar dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, fékk hana útfyllta og undirritaða um 50-60 mínútum fyrir leik, en það segir dómarinn í sínum framburði. Niðurstaða aganefndar er sú að í leikjahandbók KSÍ sé eina krafan sú að rétt útfyllt leikskýrsla sé afhent dómara eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik, eða korteri eftir að hún birtist fyrst á vef KSÍ. Í leikjahandbókinni segir: „[…] þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.“ Í þessu ljósi telur aganefndin ekki að Stjarnan hafi brotið reglur 36.3 eða 36.4 í reglugerð KSÍ um Íslandsmót, þar sem segir að sé leikskýrsla vísvitandi ranglega fyllt út skuli viðkomandi liði dæmt tap, og að þjálfari eða forystumaður skuli sæta banni. Reglurnar má lesa hér að neðan. Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem fyllir ranglega út leikskýrslu getur sætt sekt að upphæð allt að kr. 50.000 í meistaraflokki en 25.000 í öðrum flokkum. Sé um vísvitandi brot að ræða skal sektin vera allt að kr. 100.000 í meistaraflokki en 50.000 í öðrum flokkum. Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Sjá meira
Jörundur Áki Sveinsson, sem starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, kærði Stjörnumenn vegna mögulegra brota á reglum um útfyllingu leikskýrslu, eftir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta þann 11. ágúst. Eins og fram hefur komið, og var gagnrýnt í pistli Sæbjörns Steinke blaðamanns Fótbolta.net, þá birtist leikskýrsla á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, venju samkvæmt, sem var kolröng hvað byrjunarlið Stjörnunnar snertir. Kynni að vera gert til að villa um fyrir mótherja Samkvæmt upphaflegri skráningu á leikskýrslu voru þeir Heiðar Ægisson, Daníel Laxdal, Emil Atlason, Örvar Logi Örvarsson og Róbert Frosti Þorkelsson allir skráðir á meðal varamanna Stjörnunnar. Út frá þessu unnu fjölmiðlar til að byrja með, líkt og venja er á öðrum leikjum. Eftir breytingu á leikskýrslunni voru umræddir leikmenn hins vegar allir skráðir í byrjunarlið Stjörnunnar í leiknum. Þá kom Sigurður Gunnar Jónsson einnig inn í leikmannahóp Stjörnunnar og var skráður á meðal varamanna í stað Baldurs Loga Guðlaugssonar. Í úrskurði aganefndar segir að vinnulag þetta við skráningu á leikskýrslu kunni, að mati framkvæmdastjóra, að hafa verið viðhaft vísvitandi af hálfu þjálfara/forystumanna Stjörnunnar til þess eins að villa um fyrir andstæðingi og/eða almenningi í aðdraganda leiksins. Dómarinn fékk rétta skýrslu tímanlega Þessar breytingar á leikskýrslu höfðu hins vegar verið gerðar þegar dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, fékk hana útfyllta og undirritaða um 50-60 mínútum fyrir leik, en það segir dómarinn í sínum framburði. Niðurstaða aganefndar er sú að í leikjahandbók KSÍ sé eina krafan sú að rétt útfyllt leikskýrsla sé afhent dómara eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik, eða korteri eftir að hún birtist fyrst á vef KSÍ. Í leikjahandbókinni segir: „[…] þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.“ Í þessu ljósi telur aganefndin ekki að Stjarnan hafi brotið reglur 36.3 eða 36.4 í reglugerð KSÍ um Íslandsmót, þar sem segir að sé leikskýrsla vísvitandi ranglega fyllt út skuli viðkomandi liði dæmt tap, og að þjálfari eða forystumaður skuli sæta banni. Reglurnar má lesa hér að neðan. Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem fyllir ranglega út leikskýrslu getur sætt sekt að upphæð allt að kr. 50.000 í meistaraflokki en 25.000 í öðrum flokkum. Sé um vísvitandi brot að ræða skal sektin vera allt að kr. 100.000 í meistaraflokki en 50.000 í öðrum flokkum. Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár.
„[…] þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.“
Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem fyllir ranglega út leikskýrslu getur sætt sekt að upphæð allt að kr. 50.000 í meistaraflokki en 25.000 í öðrum flokkum. Sé um vísvitandi brot að ræða skal sektin vera allt að kr. 100.000 í meistaraflokki en 50.000 í öðrum flokkum. Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Sjá meira