„Þetta er aðför að veikum rétti leigjenda“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2024 13:55 Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda segir breytingar á húsaleigulögum aðför að leigjendum. Vísir/Vilhelm Formaður samtaka leigjenda gagnrýnir harðlega breytingu á húsaleigulögum sem tók gildi nú um mánaðarmótin. Um sé að ræða aðför að leigjendum þar sem staða leigusalans sé fyrst og fremst styrkt. Ekki hafi verið tekið tillit til krafna samtakanna við breytingu laganna heldur þvert á móti. Breytingar á húsaleigulögum tóku gildi í gær sem eru samkvæmt HMS ætlað er að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Fram kemur að helstu breytingarnar séu að nú er óheimilt að vísitölutengja styttri samninga en tólf mánaða auk þess sem leigusölum verður óheimilt að segja upp ótímabundnum samningum án ástæðu. Leigjendur og leigusalar mega fara fram á breytingu á leigufjárhæð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður samtaka leigjenda segir rangt að með þessu sé verið að bæta réttarstöðu leigjenda. „Mér líst ekkert á þessi lög, leigjendur hafa ekki beðið um þetta og ekki heldur leigusalar. Með þessum lögum er verið að styrkja stöðu leigusala gagnvart leigjendum enda eru öll viðmið í lögunum út frá hagsmunum leigusalans. Það á til að mynda við um ákvæðin um hækkun á leigu og uppsögn á húsaleigusamningi. Þetta styrkir ekki stöðu leigjenda heldur veikir. Það að þetta eigi að bæta réttarstöðu leigjenda er bara orðskrípi. Þvert á móti, þetta er aðför að veikum rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Leigusalar hafi fleiri leiðir en áður til að hækka leigu Guðmundur er afar ósáttur við nýtt ákvæði um að leigusali geti hækkað leigu ef rekstrarkostnaður hans hækkar. „Við hefðum kosið að við ákvörðun um húsaleigu yrði tekið tillit til sanngirnissjónarmiða. Í eldri lögum kom fram að húsaleiga skyldi vera eðlileg og sanngjörn gagnvart leigutaka og leigusala. Nú er ákveðið að taka mið af rekstrarkostnaði sem leigusali getur í raun og veru valið sér sjálfur. Hann getur núna valið að kaupa sér fasteignir á dýrustu lánunum til styttri tíma og hefur þá rétt á að velta þeim kostnaði yfir á leigjandann. Þetta er ekki sanngjarnt. Með því að festa þetta í lög er verið að brjóta á rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld hafi farið þveröfuga leið Guðmundur segir að samtökin hafi reynt að hafa áhrif á húsaleigulögin en án árangurs. „Við sendum inn umsagnir þegar frumvarpið var í vinnslu, skrifuðum greinar og héldum fundi til að lýsa yfir kröfum okkar og áhyggjum. Það sem hefur hins vegar verið meginstefið í viðbrögðum stjórnvalda við þessum áhyggjum okkar, þá sér í lagi Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi innviðaráðherra, er að hann nýtti sér þau atriði sem við bentum á sem ganga gegn rétti leigjenda til að styrkja enn frekar rétt leigusalans,“ segir hann. Aðspurður um hvort það sé ekkert gott í nýjum lögum svara Guðmundur: „Tilkynningaskylda leigusalans er góð en það eru hins vegar réttindi sem leigjendur höfðu fyrir.“ Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Breytingar á húsaleigulögum tóku gildi í gær sem eru samkvæmt HMS ætlað er að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Fram kemur að helstu breytingarnar séu að nú er óheimilt að vísitölutengja styttri samninga en tólf mánaða auk þess sem leigusölum verður óheimilt að segja upp ótímabundnum samningum án ástæðu. Leigjendur og leigusalar mega fara fram á breytingu á leigufjárhæð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður samtaka leigjenda segir rangt að með þessu sé verið að bæta réttarstöðu leigjenda. „Mér líst ekkert á þessi lög, leigjendur hafa ekki beðið um þetta og ekki heldur leigusalar. Með þessum lögum er verið að styrkja stöðu leigusala gagnvart leigjendum enda eru öll viðmið í lögunum út frá hagsmunum leigusalans. Það á til að mynda við um ákvæðin um hækkun á leigu og uppsögn á húsaleigusamningi. Þetta styrkir ekki stöðu leigjenda heldur veikir. Það að þetta eigi að bæta réttarstöðu leigjenda er bara orðskrípi. Þvert á móti, þetta er aðför að veikum rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Leigusalar hafi fleiri leiðir en áður til að hækka leigu Guðmundur er afar ósáttur við nýtt ákvæði um að leigusali geti hækkað leigu ef rekstrarkostnaður hans hækkar. „Við hefðum kosið að við ákvörðun um húsaleigu yrði tekið tillit til sanngirnissjónarmiða. Í eldri lögum kom fram að húsaleiga skyldi vera eðlileg og sanngjörn gagnvart leigutaka og leigusala. Nú er ákveðið að taka mið af rekstrarkostnaði sem leigusali getur í raun og veru valið sér sjálfur. Hann getur núna valið að kaupa sér fasteignir á dýrustu lánunum til styttri tíma og hefur þá rétt á að velta þeim kostnaði yfir á leigjandann. Þetta er ekki sanngjarnt. Með því að festa þetta í lög er verið að brjóta á rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld hafi farið þveröfuga leið Guðmundur segir að samtökin hafi reynt að hafa áhrif á húsaleigulögin en án árangurs. „Við sendum inn umsagnir þegar frumvarpið var í vinnslu, skrifuðum greinar og héldum fundi til að lýsa yfir kröfum okkar og áhyggjum. Það sem hefur hins vegar verið meginstefið í viðbrögðum stjórnvalda við þessum áhyggjum okkar, þá sér í lagi Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi innviðaráðherra, er að hann nýtti sér þau atriði sem við bentum á sem ganga gegn rétti leigjenda til að styrkja enn frekar rétt leigusalans,“ segir hann. Aðspurður um hvort það sé ekkert gott í nýjum lögum svara Guðmundur: „Tilkynningaskylda leigusalans er góð en það eru hins vegar réttindi sem leigjendur höfðu fyrir.“
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira