Um er að ræða fyrsta barn Sunnevu en Baltasar á fjögur börn fyrir. Sunneva og Baltasar byrjuðu saman í ársbyrjun 2019.
Baltasar og Sunneva hafa unnið saman að stórum verkefnum og má þar nefna Netflix þáttaröðina Katla, Ófærð 3 og kvikmyndina Snertingu. Baltasar sá um leikstjórn og Sunneva um leikmyndirnar.
Sunneva hefur náð langt í listasenunni og hefur ferðast víða um heiminn og haldið listasýningar. Þá voru nokkur af verkum hennar til sýnis á einni stærstu listamessu í Norðurlöndunum; Market ART Fair.