Mega ekki leita að vopnum í töskum og fatnaði barnanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. september 2024 20:00 Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segir gríðarlega mikilvægt að landsmenn taki höndum saman og vinni gegn óheillaþróuninni. Setja þurfi æsku landsins í algjöran forgang og fjárfesta þurfi í henni og skólasamfélaginu. Vísir/Sigurjón Vopnaburður grunnskólabarna og unglinga hefur aukist á síðustu árum segir formaður Skólastjórafélags Íslands. Enn uggvænlegri þróun hafi orðið nýlega í þá átt að ungmenni eru farin að beita vopnunum. Samfélagið sé komið á alvarlegan stað og nú þurfi að spyrna við fótum. Síðustu mánuði hafa fjölmargar fréttir borist af alvarlegumofbeldisbrotum ungmenna, vopnaburður grunnskólabarna færist í aukana og algengara að eggvopni sé beitt. Alvarlegasta slíka tilfellið var á menningarnótt þar sem sextán ára drengur réðist að þremur ungmennum með hnífi en sautján ára stúlka lést í kjölfarið af sárum sínum síðastliðinn föstudag. Fjölmargir vilja nú staldra við þennan sorglega tímapunkt og finna leiðir til að sporna gegn þessari þróun. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segir stöðuna alvarlega. „Því miður erum við að horfa upp á það að þróunin í samskiptum barna og unglinga er að verða harðari og „aggressífari“. Við erum komin á mjög alvarlegan stað,“ segir Þorsteinn. Nú að síðustu hafi orðið ákveðinn vendipunktur í umræddri óheillaþróun. „Það er verið að taka af börnum í grunnskólum í dag hættuleg vopn. Þannig hefur það verið í nokkur undanfarin ár. Við höfum orðið vör við að börn séu með í fórum sínum hluti sem ættu alls ekki að komast inn í skólana. […] Nú er það hreinlega svo að börn og unglingar eru farnir að beita þessum áhöldum. Þetta verður að stoppa.“ Vita foreldrar hvað börnin eru að gera í símanum? Þegar Þorsteinn var spurður hvað hann telji að hafi leitt okkur á þessa braut benti hann á að ekki megi loka augunum fyrir því að aðgengi barna að varhugaverðu efni á samfélagsmiðlum spili stóra rullu. Nú þurfi allir að taka höndum saman og foreldrar verði að spjalla meira við börnin sín. „Spyrja þau út í það sem þau eru að upplifa í samfélaginu og velta fyrir okkur hvað þau eru að gera þegar þau sitja í herberginu sínu svo klukkutímum skiptir, glápandi kannski á mjög óæskilega hluti á netinu og taka bara samræðuna; hvað er eðlilegt og hvað er ekki eðlilegt.“ Mega ekki leita að vopni í skólatöskum og fatnaði En í ljósi þess að vopnaburður barna hefur aukist innan grunnskólanna. Hvaða tól og tæki hafa skólastjórnendur? „Það eru margir sem halda það að við innan grunnskólanna getum bara vaðið í skólatöskur eða fatnað barnanna og skoðað hvað þau hafa í fórum sínum, það er bara ekki svoleiðis. Við höfum ekki leyfi til þess. Ég hvet bara starfsfólk grunnskólanna og skólastjórnendur, til að leita til lögreglunnar ef það er minnist vafi á því að eitthvað óeðlilegt sé í gangi innan grunnskólanna.“ Ekki nægilega fjárfest í æsku landsins Þorsteinn var spurður hvort honum finnist börn vera efst í forgangsröðun stjórnvalda og samfélagsins. Hann sagði að stutta svarið væri nei. „Við erum að biðja samfélagið að fjárfesta í skólastarfinu og það er alveg ljóst að bjargirnar sem okkur vantar eru töluverðar. Við viljum að það sé fjárfest meira í börnunum okkar. Skólinn, í samvinnu við foreldra, ber mikla ábyrgð og það er það sem við köllum eftir núna; aukna fagmennsku inn í skólana, fleiri sérfræðinga til starfa í samvinnu við okkur þannig að við getum gripið fljótt og unnið með jafnvel óæskilega hluti í samvinnu við þá sem að slíkum málum þurfa að koma.“ Of langir biðlistar fyrir börn í vanda Nú verði að setja börn í algjöran forgang. „Þegar upp koma alvarleg vandamál til dæmis í grunnskólum þá upplifum við að úrræðin vanta, það er úrræðaleysi í okkar landi í málefnum barna sem lenda í alvarlegum erfiðleikum og eiga við vanda að stríða. Við ættum að huga að því sem forvörn að bregðast betur við hvað það varðar, biðlistar fyrir úrræði fyrir börn hafa verið langir og þeir eru það enn. Og þess vegna köllum við eftir aukinni fjárfestingu sem snýr að málefnum barna.“ Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Skóla- og menntamál Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. 1. september 2024 20:03 Hnífi beitt á bæjarhátíðinni Í túninu heima Lögreglan var með mikinn viðbúnað í gær og í nótt vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ. Hnífi var beitt í líkamsárás á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið slapp við áverka. Gerandi er þó enn ófundinn og hefur lögregla ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. 1. september 2024 08:16 Stúlkan er látin Stúlkan sem var stungin með hnífi í miðborginni síðastliðið laugardagskvöld er látin. Hún lést af sárum sínum á Landspítalanum í gærkvöld. Hún hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára. 31. ágúst 2024 12:57 Bera fyrir sig að hinir krakkarnir séu með hníf Lögreglan telur að stórfellt átak þurfi til að taka á hnífaburði ungra barna. Dæmi er um að börn gangi um með rafvopn og piparúða. Einnig hefur borið á því að ungmenni mæti með hnífa í skólann. 29. ágúst 2024 19:29 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Síðustu mánuði hafa fjölmargar fréttir borist af alvarlegumofbeldisbrotum ungmenna, vopnaburður grunnskólabarna færist í aukana og algengara að eggvopni sé beitt. Alvarlegasta slíka tilfellið var á menningarnótt þar sem sextán ára drengur réðist að þremur ungmennum með hnífi en sautján ára stúlka lést í kjölfarið af sárum sínum síðastliðinn föstudag. Fjölmargir vilja nú staldra við þennan sorglega tímapunkt og finna leiðir til að sporna gegn þessari þróun. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segir stöðuna alvarlega. „Því miður erum við að horfa upp á það að þróunin í samskiptum barna og unglinga er að verða harðari og „aggressífari“. Við erum komin á mjög alvarlegan stað,“ segir Þorsteinn. Nú að síðustu hafi orðið ákveðinn vendipunktur í umræddri óheillaþróun. „Það er verið að taka af börnum í grunnskólum í dag hættuleg vopn. Þannig hefur það verið í nokkur undanfarin ár. Við höfum orðið vör við að börn séu með í fórum sínum hluti sem ættu alls ekki að komast inn í skólana. […] Nú er það hreinlega svo að börn og unglingar eru farnir að beita þessum áhöldum. Þetta verður að stoppa.“ Vita foreldrar hvað börnin eru að gera í símanum? Þegar Þorsteinn var spurður hvað hann telji að hafi leitt okkur á þessa braut benti hann á að ekki megi loka augunum fyrir því að aðgengi barna að varhugaverðu efni á samfélagsmiðlum spili stóra rullu. Nú þurfi allir að taka höndum saman og foreldrar verði að spjalla meira við börnin sín. „Spyrja þau út í það sem þau eru að upplifa í samfélaginu og velta fyrir okkur hvað þau eru að gera þegar þau sitja í herberginu sínu svo klukkutímum skiptir, glápandi kannski á mjög óæskilega hluti á netinu og taka bara samræðuna; hvað er eðlilegt og hvað er ekki eðlilegt.“ Mega ekki leita að vopni í skólatöskum og fatnaði En í ljósi þess að vopnaburður barna hefur aukist innan grunnskólanna. Hvaða tól og tæki hafa skólastjórnendur? „Það eru margir sem halda það að við innan grunnskólanna getum bara vaðið í skólatöskur eða fatnað barnanna og skoðað hvað þau hafa í fórum sínum, það er bara ekki svoleiðis. Við höfum ekki leyfi til þess. Ég hvet bara starfsfólk grunnskólanna og skólastjórnendur, til að leita til lögreglunnar ef það er minnist vafi á því að eitthvað óeðlilegt sé í gangi innan grunnskólanna.“ Ekki nægilega fjárfest í æsku landsins Þorsteinn var spurður hvort honum finnist börn vera efst í forgangsröðun stjórnvalda og samfélagsins. Hann sagði að stutta svarið væri nei. „Við erum að biðja samfélagið að fjárfesta í skólastarfinu og það er alveg ljóst að bjargirnar sem okkur vantar eru töluverðar. Við viljum að það sé fjárfest meira í börnunum okkar. Skólinn, í samvinnu við foreldra, ber mikla ábyrgð og það er það sem við köllum eftir núna; aukna fagmennsku inn í skólana, fleiri sérfræðinga til starfa í samvinnu við okkur þannig að við getum gripið fljótt og unnið með jafnvel óæskilega hluti í samvinnu við þá sem að slíkum málum þurfa að koma.“ Of langir biðlistar fyrir börn í vanda Nú verði að setja börn í algjöran forgang. „Þegar upp koma alvarleg vandamál til dæmis í grunnskólum þá upplifum við að úrræðin vanta, það er úrræðaleysi í okkar landi í málefnum barna sem lenda í alvarlegum erfiðleikum og eiga við vanda að stríða. Við ættum að huga að því sem forvörn að bregðast betur við hvað það varðar, biðlistar fyrir úrræði fyrir börn hafa verið langir og þeir eru það enn. Og þess vegna köllum við eftir aukinni fjárfestingu sem snýr að málefnum barna.“
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Skóla- og menntamál Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. 1. september 2024 20:03 Hnífi beitt á bæjarhátíðinni Í túninu heima Lögreglan var með mikinn viðbúnað í gær og í nótt vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ. Hnífi var beitt í líkamsárás á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið slapp við áverka. Gerandi er þó enn ófundinn og hefur lögregla ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. 1. september 2024 08:16 Stúlkan er látin Stúlkan sem var stungin með hnífi í miðborginni síðastliðið laugardagskvöld er látin. Hún lést af sárum sínum á Landspítalanum í gærkvöld. Hún hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára. 31. ágúst 2024 12:57 Bera fyrir sig að hinir krakkarnir séu með hníf Lögreglan telur að stórfellt átak þurfi til að taka á hnífaburði ungra barna. Dæmi er um að börn gangi um með rafvopn og piparúða. Einnig hefur borið á því að ungmenni mæti með hnífa í skólann. 29. ágúst 2024 19:29 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. 1. september 2024 20:03
Hnífi beitt á bæjarhátíðinni Í túninu heima Lögreglan var með mikinn viðbúnað í gær og í nótt vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ. Hnífi var beitt í líkamsárás á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið slapp við áverka. Gerandi er þó enn ófundinn og hefur lögregla ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. 1. september 2024 08:16
Stúlkan er látin Stúlkan sem var stungin með hnífi í miðborginni síðastliðið laugardagskvöld er látin. Hún lést af sárum sínum á Landspítalanum í gærkvöld. Hún hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára. 31. ágúst 2024 12:57
Bera fyrir sig að hinir krakkarnir séu með hníf Lögreglan telur að stórfellt átak þurfi til að taka á hnífaburði ungra barna. Dæmi er um að börn gangi um með rafvopn og piparúða. Einnig hefur borið á því að ungmenni mæti með hnífa í skólann. 29. ágúst 2024 19:29