Bretar afturkalla sum leyfi fyrir vopnaútflutningi til Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2024 06:26 Utanríkisráðherrann David Lammy sagði ákvörðunina dapurlega en ítrekaði að ekki væri um að ræða allsherjarbann. epa/Andy Rain Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa ákveðið að afturkalla heimildir til vopnaútflutnings til Ísrael, vegna hættunnar á því að vopnin verði notuð við brot á alþjóðalögum. Samkvæmt breska utanríkisráðuneytinu var það niðurstaða tveggja mánaða innri rannsóknar að framganga Ísraelsmanna í átökunum á Gasa væri áhyggjuefni. Ákvörðun ráðuneytisins réðist ekki síst af framgöngu Ísrael gagnvart palstínskum föngum og neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa. Þeir sem stóðu að rannsókninni tóku ekki afstöðu til þess hvort vopnaútflutningur frá Bretlandi hefði leitt til eyðileggingar á Gasa en ljóst þótti að ástandið og mikið mannfall væri verulegt áhyggjuefni. Hinar afturkölluðu heimildir ná til íhluta í herþotur, þyrlur og dróna, svo eitthvað sé nefnt. Um er að ræða 30 af 350 leyfum. Íhlutir í F-35 herþotur verða undanskildir, þar sem Bretar senda þá til Bandaríkjanna. Engar sendingar verða hins vegar leyfðar beint til Ísrael. Ákvörðunin er talin munu sæta gagnrýni vestanhafs og þá hefur Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, harmað hana en hann segir hana koma á tíma þar sem Ísraelsmenn séu að berjast á mörgum vígstöðum. Utanríkisráðherrann Israel Katz segir ákvörðunina vonbrigði og óheppileg skilaboð til Hamas og Íran. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Ísrael Bretland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Samkvæmt breska utanríkisráðuneytinu var það niðurstaða tveggja mánaða innri rannsóknar að framganga Ísraelsmanna í átökunum á Gasa væri áhyggjuefni. Ákvörðun ráðuneytisins réðist ekki síst af framgöngu Ísrael gagnvart palstínskum föngum og neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa. Þeir sem stóðu að rannsókninni tóku ekki afstöðu til þess hvort vopnaútflutningur frá Bretlandi hefði leitt til eyðileggingar á Gasa en ljóst þótti að ástandið og mikið mannfall væri verulegt áhyggjuefni. Hinar afturkölluðu heimildir ná til íhluta í herþotur, þyrlur og dróna, svo eitthvað sé nefnt. Um er að ræða 30 af 350 leyfum. Íhlutir í F-35 herþotur verða undanskildir, þar sem Bretar senda þá til Bandaríkjanna. Engar sendingar verða hins vegar leyfðar beint til Ísrael. Ákvörðunin er talin munu sæta gagnrýni vestanhafs og þá hefur Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, harmað hana en hann segir hana koma á tíma þar sem Ísraelsmenn séu að berjast á mörgum vígstöðum. Utanríkisráðherrann Israel Katz segir ákvörðunina vonbrigði og óheppileg skilaboð til Hamas og Íran. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Ísrael Bretland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira