Ekki gott að æfa of nálægt háttatíma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. september 2024 21:02 Erla Björnsdóttir segir það skipta máli hvenær hreyfing fer fram upp á svefn að gera, þó það skipti líka máli um hverskonar hreyfingu sé að ræða. Vísir/Vilhelm Besti tíminn til að stunda líkamsrækt er síðdegis en að stunda of ákafa hreyfingu stuttu fyrir háttatíma getur orðið til þess að viðkomandi nær ekki að sofna. Þetta segir svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir. Rætt var við Erlu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún tekur fram að nýrri rannsóknir bendi til þess að léttar æfingar nógu snemma fyrir háttatíma geti einmitt haft jákvæð áhrif á svefninn. Þar nefnir Erla göngutúr, léttar teygjur og jógaæfingar sem dæmi. Getur verið tvíeggjað sverð „Þetta er aftur á móti einstaklingsbundið og það er þessi fína lína, við viljum ekki gera of mikið því þá getur það haft þveröfug áhrif, þannig maður þarf að finna þetta hjá sjálfum sér og kannski ekki æfa alveg beint ofan í svefninn, leyfa einum, tveimur klukkutímum að líða en göngutúr til dæmis eftir kvöldmat getur verið mjög góður.“ Erla leggur áherslu á það að hreyfing sé almennt af hinu góða. Létt hreyfing að kvöldi geti hjálpað til við að melta kvöldmatinn, sé streitulosandi og henni geti fylgt ákveðin núvitund, það sé gott að vera ekki stressuð þegar lagst er á koddann. „En við vitum líka að í mikilli hreyfingu þá förum við að framleiða adrenalín og líkamshitinn okkar hækkar sem er kannski andstætt við það sem við viljum á kvöldin því þá er líkamshitinn að lækka og við viljum koma ró í bæði líkama og hita. Þannig eins og ég segi þá getur þetta verið tvíeggjað sverð og maður þarf að finna þetta á sjálfum sér, hvað hentar hverjum og einum. Fyrir flesta er ekki gott að hlaupa kannski tíu kílómetra og fara svo beint að sofa, flestir finna fyrir því að maður er lengi að ná sér niður og kannski lengi að sofna.“ Best að hreyfa sig seinni partinn Erla segir fínt að ná inn hreyfingu um kvöldmatarleytið fyrir flesta. Flestir sofni ekki fyrr en nokkrum tímum síðar, um tíu, ellefu leytið. „Ef við horfum bara á likamsklukkuna og bara hvenær við erum best til þess fallin að hreyfa okkur, þá er það seinnipartinn. Af því að þá er afkastageta hjarta- og æðakerfis í hámarki, vöðvastyrkur hæstur og við náum bestum árangri í líkamsrækt.“ Hún minnir á að það sé einstaklingsbundið hvað henti hverjum og einum. Alltaf sé mælt með því að stunduð sé hreyfing. Langtímarannsóknir sýni sérstaklega að það að hreyfa sig jafnt allt árið hafi verndandi áhrif, meðal annars með tilliti til svefnvanda. „Þannig við viljum alltaf hreyfa okkur en við viljum ekki hreyfa okkur á kostnað svefnsins. Til dæmis ef við ætlum á morgunæfingu klukkan sex á morgnana þá verðum við líka að taka tillit til þess á hinum endanum og fara þá fyrr að sofa þannig við séum að fá nægan svefn, annars missum við bara ávinninginn sem næst af hreyfingunni.“ Reykjavík síðdegis Svefn Heilsa Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Rætt var við Erlu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún tekur fram að nýrri rannsóknir bendi til þess að léttar æfingar nógu snemma fyrir háttatíma geti einmitt haft jákvæð áhrif á svefninn. Þar nefnir Erla göngutúr, léttar teygjur og jógaæfingar sem dæmi. Getur verið tvíeggjað sverð „Þetta er aftur á móti einstaklingsbundið og það er þessi fína lína, við viljum ekki gera of mikið því þá getur það haft þveröfug áhrif, þannig maður þarf að finna þetta hjá sjálfum sér og kannski ekki æfa alveg beint ofan í svefninn, leyfa einum, tveimur klukkutímum að líða en göngutúr til dæmis eftir kvöldmat getur verið mjög góður.“ Erla leggur áherslu á það að hreyfing sé almennt af hinu góða. Létt hreyfing að kvöldi geti hjálpað til við að melta kvöldmatinn, sé streitulosandi og henni geti fylgt ákveðin núvitund, það sé gott að vera ekki stressuð þegar lagst er á koddann. „En við vitum líka að í mikilli hreyfingu þá förum við að framleiða adrenalín og líkamshitinn okkar hækkar sem er kannski andstætt við það sem við viljum á kvöldin því þá er líkamshitinn að lækka og við viljum koma ró í bæði líkama og hita. Þannig eins og ég segi þá getur þetta verið tvíeggjað sverð og maður þarf að finna þetta á sjálfum sér, hvað hentar hverjum og einum. Fyrir flesta er ekki gott að hlaupa kannski tíu kílómetra og fara svo beint að sofa, flestir finna fyrir því að maður er lengi að ná sér niður og kannski lengi að sofna.“ Best að hreyfa sig seinni partinn Erla segir fínt að ná inn hreyfingu um kvöldmatarleytið fyrir flesta. Flestir sofni ekki fyrr en nokkrum tímum síðar, um tíu, ellefu leytið. „Ef við horfum bara á likamsklukkuna og bara hvenær við erum best til þess fallin að hreyfa okkur, þá er það seinnipartinn. Af því að þá er afkastageta hjarta- og æðakerfis í hámarki, vöðvastyrkur hæstur og við náum bestum árangri í líkamsrækt.“ Hún minnir á að það sé einstaklingsbundið hvað henti hverjum og einum. Alltaf sé mælt með því að stunduð sé hreyfing. Langtímarannsóknir sýni sérstaklega að það að hreyfa sig jafnt allt árið hafi verndandi áhrif, meðal annars með tilliti til svefnvanda. „Þannig við viljum alltaf hreyfa okkur en við viljum ekki hreyfa okkur á kostnað svefnsins. Til dæmis ef við ætlum á morgunæfingu klukkan sex á morgnana þá verðum við líka að taka tillit til þess á hinum endanum og fara þá fyrr að sofa þannig við séum að fá nægan svefn, annars missum við bara ávinninginn sem næst af hreyfingunni.“
Reykjavík síðdegis Svefn Heilsa Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira