Meinleg fljótfærni að umdeild færsla FÍB fór í loftið Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 11:52 Runólfur segir búið að kryfja það innanhúss hvernig misvísandi færsla um afkastagetu bíla og strætó birtist á vefsíðu FÍB í gær. Myndin hægra megin fylgdi færslu FÍB í gær. Vísir Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir að fljótfærni hafi verið um að kenna að umdeild færsla um flutningsgetu einkabíla og almenningsvagna birtist á vef þess í gær. Efni hennar hafi verið þvert á það sem félagið vilji standa fyrir. Færsla sem birtist á vef FÍB þar sem fullyrt var að strætó væri ekki afkastameiri en einkabíllinn í að flytja fólk vakti töluverða athygli í gær. Tölur um afkastagetu einkabílana var leiðrétt síðar um daginn en hún hafði verið margfalt ofmetin í upphaflegu færslunni. Reiknifræðingur sem Vísir ræddi við sagði útreikninga FÍB ekki standast skoðun jafnvel eftir leiðréttinguna. Í samtali við Vísi viðurkennir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, að það hafi verið meinleg villa að færslan var birt og forsendur hennar hafi byggst á fljótfærni við úrvinnslu á tölum. „Við vitum það að þótt þú getir sýnt fram á eitthvað með forsendum sem þú býrð til þá eru þær ekkert raunverulegar við aðstæður. Þótt þú getir reiknað þig að einhverri niðurstöðu er ekki þar með sagt að það sé rétt framsetning. Það er bara þvert á það sem félagið vill standa fyrir,“ segir Runólfur sem segist á endanum sjálfur ábyrgur fyrir því að færslan fór út sem framkvæmdastjóri. Í afsökunarbeiðni sem var birt á vefsíðu FÍB í dag sagði að samanburðurinn í upphaflegu færslunni hefði verið ósanngjarn að rangt hefði verið að birta hann. Vinnubrögð sem þau vilja ekki vera þekkt fyrir Hann segist ekki vita hvaðan tölurnar úr færslunni komu upphaflega. Svo virðist sem að forsendurnar og tölurnar sem komu fram í færslunni hafi verið til umræðu í Facebook-hópi nýlega og að þær hafi verið fengnar með því að meta gervigreindarforrit á ákveðnum forsendum. „Það gæti verið. Ég viðurkenni að ég veit ekki hvernig menn komust að þessu. Eins og ég segi þá er búið að fara yfir þetta hérna innanbúðar og þetta á vonandi ekki eftir að koma fyrir aftur. Þetta eru vinnubrögð sem við viljum ekki vera þekkt fyrir,“ segir hann. Runólfur segir FÍB leggja mikla áherslu á mikilvægi almenningssamgangna og sem fjölbreyttasta ferðamáta fólks almennt. „Það hefur verið stefna félagsins í áraraðir. Þetta er bara þvert á stefnumótun sem hefur verið unnin hér. Eins og ég segi þá er það mjög meinlegt að þetta skyldi hafa farið út.“ Bílar Strætó Samgöngur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Færsla sem birtist á vef FÍB þar sem fullyrt var að strætó væri ekki afkastameiri en einkabíllinn í að flytja fólk vakti töluverða athygli í gær. Tölur um afkastagetu einkabílana var leiðrétt síðar um daginn en hún hafði verið margfalt ofmetin í upphaflegu færslunni. Reiknifræðingur sem Vísir ræddi við sagði útreikninga FÍB ekki standast skoðun jafnvel eftir leiðréttinguna. Í samtali við Vísi viðurkennir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, að það hafi verið meinleg villa að færslan var birt og forsendur hennar hafi byggst á fljótfærni við úrvinnslu á tölum. „Við vitum það að þótt þú getir sýnt fram á eitthvað með forsendum sem þú býrð til þá eru þær ekkert raunverulegar við aðstæður. Þótt þú getir reiknað þig að einhverri niðurstöðu er ekki þar með sagt að það sé rétt framsetning. Það er bara þvert á það sem félagið vill standa fyrir,“ segir Runólfur sem segist á endanum sjálfur ábyrgur fyrir því að færslan fór út sem framkvæmdastjóri. Í afsökunarbeiðni sem var birt á vefsíðu FÍB í dag sagði að samanburðurinn í upphaflegu færslunni hefði verið ósanngjarn að rangt hefði verið að birta hann. Vinnubrögð sem þau vilja ekki vera þekkt fyrir Hann segist ekki vita hvaðan tölurnar úr færslunni komu upphaflega. Svo virðist sem að forsendurnar og tölurnar sem komu fram í færslunni hafi verið til umræðu í Facebook-hópi nýlega og að þær hafi verið fengnar með því að meta gervigreindarforrit á ákveðnum forsendum. „Það gæti verið. Ég viðurkenni að ég veit ekki hvernig menn komust að þessu. Eins og ég segi þá er búið að fara yfir þetta hérna innanbúðar og þetta á vonandi ekki eftir að koma fyrir aftur. Þetta eru vinnubrögð sem við viljum ekki vera þekkt fyrir,“ segir hann. Runólfur segir FÍB leggja mikla áherslu á mikilvægi almenningssamgangna og sem fjölbreyttasta ferðamáta fólks almennt. „Það hefur verið stefna félagsins í áraraðir. Þetta er bara þvert á stefnumótun sem hefur verið unnin hér. Eins og ég segi þá er það mjög meinlegt að þetta skyldi hafa farið út.“
Bílar Strætó Samgöngur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira