Meinleg fljótfærni að umdeild færsla FÍB fór í loftið Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 11:52 Runólfur segir búið að kryfja það innanhúss hvernig misvísandi færsla um afkastagetu bíla og strætó birtist á vefsíðu FÍB í gær. Myndin hægra megin fylgdi færslu FÍB í gær. Vísir Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir að fljótfærni hafi verið um að kenna að umdeild færsla um flutningsgetu einkabíla og almenningsvagna birtist á vef þess í gær. Efni hennar hafi verið þvert á það sem félagið vilji standa fyrir. Færsla sem birtist á vef FÍB þar sem fullyrt var að strætó væri ekki afkastameiri en einkabíllinn í að flytja fólk vakti töluverða athygli í gær. Tölur um afkastagetu einkabílana var leiðrétt síðar um daginn en hún hafði verið margfalt ofmetin í upphaflegu færslunni. Reiknifræðingur sem Vísir ræddi við sagði útreikninga FÍB ekki standast skoðun jafnvel eftir leiðréttinguna. Í samtali við Vísi viðurkennir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, að það hafi verið meinleg villa að færslan var birt og forsendur hennar hafi byggst á fljótfærni við úrvinnslu á tölum. „Við vitum það að þótt þú getir sýnt fram á eitthvað með forsendum sem þú býrð til þá eru þær ekkert raunverulegar við aðstæður. Þótt þú getir reiknað þig að einhverri niðurstöðu er ekki þar með sagt að það sé rétt framsetning. Það er bara þvert á það sem félagið vill standa fyrir,“ segir Runólfur sem segist á endanum sjálfur ábyrgur fyrir því að færslan fór út sem framkvæmdastjóri. Í afsökunarbeiðni sem var birt á vefsíðu FÍB í dag sagði að samanburðurinn í upphaflegu færslunni hefði verið ósanngjarn að rangt hefði verið að birta hann. Vinnubrögð sem þau vilja ekki vera þekkt fyrir Hann segist ekki vita hvaðan tölurnar úr færslunni komu upphaflega. Svo virðist sem að forsendurnar og tölurnar sem komu fram í færslunni hafi verið til umræðu í Facebook-hópi nýlega og að þær hafi verið fengnar með því að meta gervigreindarforrit á ákveðnum forsendum. „Það gæti verið. Ég viðurkenni að ég veit ekki hvernig menn komust að þessu. Eins og ég segi þá er búið að fara yfir þetta hérna innanbúðar og þetta á vonandi ekki eftir að koma fyrir aftur. Þetta eru vinnubrögð sem við viljum ekki vera þekkt fyrir,“ segir hann. Runólfur segir FÍB leggja mikla áherslu á mikilvægi almenningssamgangna og sem fjölbreyttasta ferðamáta fólks almennt. „Það hefur verið stefna félagsins í áraraðir. Þetta er bara þvert á stefnumótun sem hefur verið unnin hér. Eins og ég segi þá er það mjög meinlegt að þetta skyldi hafa farið út.“ Bílar Strætó Samgöngur Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Færsla sem birtist á vef FÍB þar sem fullyrt var að strætó væri ekki afkastameiri en einkabíllinn í að flytja fólk vakti töluverða athygli í gær. Tölur um afkastagetu einkabílana var leiðrétt síðar um daginn en hún hafði verið margfalt ofmetin í upphaflegu færslunni. Reiknifræðingur sem Vísir ræddi við sagði útreikninga FÍB ekki standast skoðun jafnvel eftir leiðréttinguna. Í samtali við Vísi viðurkennir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, að það hafi verið meinleg villa að færslan var birt og forsendur hennar hafi byggst á fljótfærni við úrvinnslu á tölum. „Við vitum það að þótt þú getir sýnt fram á eitthvað með forsendum sem þú býrð til þá eru þær ekkert raunverulegar við aðstæður. Þótt þú getir reiknað þig að einhverri niðurstöðu er ekki þar með sagt að það sé rétt framsetning. Það er bara þvert á það sem félagið vill standa fyrir,“ segir Runólfur sem segist á endanum sjálfur ábyrgur fyrir því að færslan fór út sem framkvæmdastjóri. Í afsökunarbeiðni sem var birt á vefsíðu FÍB í dag sagði að samanburðurinn í upphaflegu færslunni hefði verið ósanngjarn að rangt hefði verið að birta hann. Vinnubrögð sem þau vilja ekki vera þekkt fyrir Hann segist ekki vita hvaðan tölurnar úr færslunni komu upphaflega. Svo virðist sem að forsendurnar og tölurnar sem komu fram í færslunni hafi verið til umræðu í Facebook-hópi nýlega og að þær hafi verið fengnar með því að meta gervigreindarforrit á ákveðnum forsendum. „Það gæti verið. Ég viðurkenni að ég veit ekki hvernig menn komust að þessu. Eins og ég segi þá er búið að fara yfir þetta hérna innanbúðar og þetta á vonandi ekki eftir að koma fyrir aftur. Þetta eru vinnubrögð sem við viljum ekki vera þekkt fyrir,“ segir hann. Runólfur segir FÍB leggja mikla áherslu á mikilvægi almenningssamgangna og sem fjölbreyttasta ferðamáta fólks almennt. „Það hefur verið stefna félagsins í áraraðir. Þetta er bara þvert á stefnumótun sem hefur verið unnin hér. Eins og ég segi þá er það mjög meinlegt að þetta skyldi hafa farið út.“
Bílar Strætó Samgöngur Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent