Flokkurinn þurfi ekki „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. september 2024 11:52 Bolli Kristinsson vill að stofnað verði viðbótarframboð við framboð Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismaður segir stofnun nýs framboðs tengdu flokknum vera mikilvægt til að sækja þá kjósendur sem hafa yfirgefið flokkinn síðustu ár undir núverandi forystu. Einungis þeir sem hafa áorkað eitthvað í lífinu fengju sæti á lista framboðsins. Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins bréf fyrir tveimur mánuðum þar sem hann óskaði eftir leyfi til að bjóða fram viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Hann hefur enn ekki fengið svar en þeir þingmenn sem DD-listinn fengi myndu ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðismanna að loknum kosningum. Bolli segir fjölda fólks hafi lýst yfir ánægju sinni á hugmynd hans. „Til þess að reyna að smala saman sjálfstæðismönnum sem hafa kosið flokkinn í þrjátíu, fjörutíu, fimmtíu, sextíu ár. Upp í sextíu ár! Áttræðir karlar sem ætla ekki að kjósa flokkinn og mig sárnar þetta. Mig langaði að koma með einhverja lausn til að þau gætu sætt sig við fólk á DD-listanum,“ segir Bolli. Árið 2019 sagði Bolli sig úr flokknum vegna ósættis með orkupakka þrjú. Hann skráði sig hins vegar aftur í flokkinn hálfu ári síðar. Sjálfstæðisflokkurinn sé hans flokkur og Bjarni hans formaður. Hins vegar þurfi að bregðast við minnkandi fylgi. Þá yrði DD-listinn ekki með prófkjör. „Það er sagt að Áslaug Arna og Guðlaugur Þór hafi í síðasta prófkjöri eytt sitthvorum fimmtán milljónunum. Þrjátíu milljónir farið í súginn. Við að rembast á innbyggðum sjálfstæðismönnum um að kjósa mig en ekki þig. Þetta er náttúrulega rugl,“ segir Bolli. Einungis þeir sem hafa áorkað einhverju fengju sæti á listanum og myndu gamlir framámenn flokksins sjá um uppstillingu. „Við erum ekkert að leita að einhverjum, hvað á ég að kalla það. Einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyrir ungu fólki þá þurfum við fólk með reynslu og eitthvað fólk sem hefur áunnið sér eitthvað í lífinu,“ segir Bolli. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins bréf fyrir tveimur mánuðum þar sem hann óskaði eftir leyfi til að bjóða fram viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Hann hefur enn ekki fengið svar en þeir þingmenn sem DD-listinn fengi myndu ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðismanna að loknum kosningum. Bolli segir fjölda fólks hafi lýst yfir ánægju sinni á hugmynd hans. „Til þess að reyna að smala saman sjálfstæðismönnum sem hafa kosið flokkinn í þrjátíu, fjörutíu, fimmtíu, sextíu ár. Upp í sextíu ár! Áttræðir karlar sem ætla ekki að kjósa flokkinn og mig sárnar þetta. Mig langaði að koma með einhverja lausn til að þau gætu sætt sig við fólk á DD-listanum,“ segir Bolli. Árið 2019 sagði Bolli sig úr flokknum vegna ósættis með orkupakka þrjú. Hann skráði sig hins vegar aftur í flokkinn hálfu ári síðar. Sjálfstæðisflokkurinn sé hans flokkur og Bjarni hans formaður. Hins vegar þurfi að bregðast við minnkandi fylgi. Þá yrði DD-listinn ekki með prófkjör. „Það er sagt að Áslaug Arna og Guðlaugur Þór hafi í síðasta prófkjöri eytt sitthvorum fimmtán milljónunum. Þrjátíu milljónir farið í súginn. Við að rembast á innbyggðum sjálfstæðismönnum um að kjósa mig en ekki þig. Þetta er náttúrulega rugl,“ segir Bolli. Einungis þeir sem hafa áorkað einhverju fengju sæti á listanum og myndu gamlir framámenn flokksins sjá um uppstillingu. „Við erum ekkert að leita að einhverjum, hvað á ég að kalla það. Einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyrir ungu fólki þá þurfum við fólk með reynslu og eitthvað fólk sem hefur áunnið sér eitthvað í lífinu,“ segir Bolli.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira