Lífeyrisþegar halda atkvæðarétti sínum í Blaðamannafélaginu Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2024 07:48 Sigríður Dögg Auðunsdóttir ávarpaði félagsmenn á fjölmennum framhaldsaðalfundi Blaðamannafélagsins í húsakynnum félagsins í Síðumúla í gærkvöldi. Sigríður Dögg er formaður félagsins. Aðsend/Árni Sæberg Tillögur stjórnar Blaðamannafélagsins um að afnema grein í lögum félagsins um birtingu félagatals á opinberum vettvangi og að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu voru felldar á framhaldsaðalfundi Blaðamannafélagsins í gærkvöldi. Meirihluti greiddi atkvæði með tillögunum en aukinn meirihluta hefði þurft til að fá þær samþykktar. Í tilkynningu frá félaginu segir að hátt í tvö hundruð félagsmenn hafi sótt fundinn í húsakynnum félagsins í Síðumúla í Reykjavík en í aðdraganda fundarins hafði hart verið deilt um tillögurnar. Á fundinum voru ársreikningar félagsins samþykktir, en einnig var tekin fyrir 21 lagabreytingartillaga og breytingartillögur á fjórum reglugerðum sjóða auk kynning á verkefna- og fjárhagsáætlun. „Ársreikningar félagsins og allar reglugerðarbreytingar voru samþykktar og nítján lagabreytingar. Felld var lagabreytingatillaga stjórnar um að afnema lagagrein um birtingu félagatals á opinberum vettvangi auk lagabreytingartillögu um að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu. Félagsmenn skiptust á skoðunum og sköpuðust líflegar umræður en var tillagan á endanum felld. 39% þeirra sem greiddu atkvæði vildu fella tillöguna en 59% vildu samþykkja hana, en aukinn meirihluta þarf til að breyta lögum Blaðamannafélags Íslands. Dagskrártillaga var auk þess lögð fram í upphafi fundar um að fundurinn ályktaði um vantraust á formann félagsins. Mikill meirihluti fundarmanna greiddi atkvæði gegn því að taka tillöguna á dagskrá,“ segir í tilkynningunni. Segir gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins Haft er eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni Blaðamannafélagsins, að stjórn félagsins hafi að undanförnu verið í gagngerri endurskoðun á allri umgjörð, regluverki og rekstri félagsins með það að markmiði að efla starfið og gera það faglegra. „Það er ánægjulegt að flestar lagabreytingar og reglugerðir hafi náð fram að ganga og ársreikningur félagsins hafi loks verið samþykktur. Blaðamenn sitja ekki á skoðunum sínum og það var gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins. Þetta hlýtur að teljast fjölmennasti félagsfundur í sögu félagsins, að minnsta kosti eftir því ég best veit, og það er ánægjulegt að finna að félagsmönnum er annt um félagið sitt. Verkefnið framundan er að snúa bökum saman og vinna að því að efla félagið, faglega blaðamennsku og fjölmiðlafrelsi í landinu, því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari,” er haft eftir Sigríði Dögg. Stéttarfélög Fjölmiðlar Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að hátt í tvö hundruð félagsmenn hafi sótt fundinn í húsakynnum félagsins í Síðumúla í Reykjavík en í aðdraganda fundarins hafði hart verið deilt um tillögurnar. Á fundinum voru ársreikningar félagsins samþykktir, en einnig var tekin fyrir 21 lagabreytingartillaga og breytingartillögur á fjórum reglugerðum sjóða auk kynning á verkefna- og fjárhagsáætlun. „Ársreikningar félagsins og allar reglugerðarbreytingar voru samþykktar og nítján lagabreytingar. Felld var lagabreytingatillaga stjórnar um að afnema lagagrein um birtingu félagatals á opinberum vettvangi auk lagabreytingartillögu um að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu. Félagsmenn skiptust á skoðunum og sköpuðust líflegar umræður en var tillagan á endanum felld. 39% þeirra sem greiddu atkvæði vildu fella tillöguna en 59% vildu samþykkja hana, en aukinn meirihluta þarf til að breyta lögum Blaðamannafélags Íslands. Dagskrártillaga var auk þess lögð fram í upphafi fundar um að fundurinn ályktaði um vantraust á formann félagsins. Mikill meirihluti fundarmanna greiddi atkvæði gegn því að taka tillöguna á dagskrá,“ segir í tilkynningunni. Segir gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins Haft er eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni Blaðamannafélagsins, að stjórn félagsins hafi að undanförnu verið í gagngerri endurskoðun á allri umgjörð, regluverki og rekstri félagsins með það að markmiði að efla starfið og gera það faglegra. „Það er ánægjulegt að flestar lagabreytingar og reglugerðir hafi náð fram að ganga og ársreikningur félagsins hafi loks verið samþykktur. Blaðamenn sitja ekki á skoðunum sínum og það var gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins. Þetta hlýtur að teljast fjölmennasti félagsfundur í sögu félagsins, að minnsta kosti eftir því ég best veit, og það er ánægjulegt að finna að félagsmönnum er annt um félagið sitt. Verkefnið framundan er að snúa bökum saman og vinna að því að efla félagið, faglega blaðamennsku og fjölmiðlafrelsi í landinu, því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari,” er haft eftir Sigríði Dögg.
Stéttarfélög Fjölmiðlar Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira