Lífeyrisþegar halda atkvæðarétti sínum í Blaðamannafélaginu Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2024 07:48 Sigríður Dögg Auðunsdóttir ávarpaði félagsmenn á fjölmennum framhaldsaðalfundi Blaðamannafélagsins í húsakynnum félagsins í Síðumúla í gærkvöldi. Sigríður Dögg er formaður félagsins. Aðsend/Árni Sæberg Tillögur stjórnar Blaðamannafélagsins um að afnema grein í lögum félagsins um birtingu félagatals á opinberum vettvangi og að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu voru felldar á framhaldsaðalfundi Blaðamannafélagsins í gærkvöldi. Meirihluti greiddi atkvæði með tillögunum en aukinn meirihluta hefði þurft til að fá þær samþykktar. Í tilkynningu frá félaginu segir að hátt í tvö hundruð félagsmenn hafi sótt fundinn í húsakynnum félagsins í Síðumúla í Reykjavík en í aðdraganda fundarins hafði hart verið deilt um tillögurnar. Á fundinum voru ársreikningar félagsins samþykktir, en einnig var tekin fyrir 21 lagabreytingartillaga og breytingartillögur á fjórum reglugerðum sjóða auk kynning á verkefna- og fjárhagsáætlun. „Ársreikningar félagsins og allar reglugerðarbreytingar voru samþykktar og nítján lagabreytingar. Felld var lagabreytingatillaga stjórnar um að afnema lagagrein um birtingu félagatals á opinberum vettvangi auk lagabreytingartillögu um að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu. Félagsmenn skiptust á skoðunum og sköpuðust líflegar umræður en var tillagan á endanum felld. 39% þeirra sem greiddu atkvæði vildu fella tillöguna en 59% vildu samþykkja hana, en aukinn meirihluta þarf til að breyta lögum Blaðamannafélags Íslands. Dagskrártillaga var auk þess lögð fram í upphafi fundar um að fundurinn ályktaði um vantraust á formann félagsins. Mikill meirihluti fundarmanna greiddi atkvæði gegn því að taka tillöguna á dagskrá,“ segir í tilkynningunni. Segir gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins Haft er eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni Blaðamannafélagsins, að stjórn félagsins hafi að undanförnu verið í gagngerri endurskoðun á allri umgjörð, regluverki og rekstri félagsins með það að markmiði að efla starfið og gera það faglegra. „Það er ánægjulegt að flestar lagabreytingar og reglugerðir hafi náð fram að ganga og ársreikningur félagsins hafi loks verið samþykktur. Blaðamenn sitja ekki á skoðunum sínum og það var gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins. Þetta hlýtur að teljast fjölmennasti félagsfundur í sögu félagsins, að minnsta kosti eftir því ég best veit, og það er ánægjulegt að finna að félagsmönnum er annt um félagið sitt. Verkefnið framundan er að snúa bökum saman og vinna að því að efla félagið, faglega blaðamennsku og fjölmiðlafrelsi í landinu, því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari,” er haft eftir Sigríði Dögg. Stéttarfélög Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að hátt í tvö hundruð félagsmenn hafi sótt fundinn í húsakynnum félagsins í Síðumúla í Reykjavík en í aðdraganda fundarins hafði hart verið deilt um tillögurnar. Á fundinum voru ársreikningar félagsins samþykktir, en einnig var tekin fyrir 21 lagabreytingartillaga og breytingartillögur á fjórum reglugerðum sjóða auk kynning á verkefna- og fjárhagsáætlun. „Ársreikningar félagsins og allar reglugerðarbreytingar voru samþykktar og nítján lagabreytingar. Felld var lagabreytingatillaga stjórnar um að afnema lagagrein um birtingu félagatals á opinberum vettvangi auk lagabreytingartillögu um að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu. Félagsmenn skiptust á skoðunum og sköpuðust líflegar umræður en var tillagan á endanum felld. 39% þeirra sem greiddu atkvæði vildu fella tillöguna en 59% vildu samþykkja hana, en aukinn meirihluta þarf til að breyta lögum Blaðamannafélags Íslands. Dagskrártillaga var auk þess lögð fram í upphafi fundar um að fundurinn ályktaði um vantraust á formann félagsins. Mikill meirihluti fundarmanna greiddi atkvæði gegn því að taka tillöguna á dagskrá,“ segir í tilkynningunni. Segir gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins Haft er eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni Blaðamannafélagsins, að stjórn félagsins hafi að undanförnu verið í gagngerri endurskoðun á allri umgjörð, regluverki og rekstri félagsins með það að markmiði að efla starfið og gera það faglegra. „Það er ánægjulegt að flestar lagabreytingar og reglugerðir hafi náð fram að ganga og ársreikningur félagsins hafi loks verið samþykktur. Blaðamenn sitja ekki á skoðunum sínum og það var gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins. Þetta hlýtur að teljast fjölmennasti félagsfundur í sögu félagsins, að minnsta kosti eftir því ég best veit, og það er ánægjulegt að finna að félagsmönnum er annt um félagið sitt. Verkefnið framundan er að snúa bökum saman og vinna að því að efla félagið, faglega blaðamennsku og fjölmiðlafrelsi í landinu, því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari,” er haft eftir Sigríði Dögg.
Stéttarfélög Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent