Tryggja selt til Þýskalands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2024 09:57 Smári Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Tryggja, Bernd Knof, formaður stjórnar, og Baldvin Samúelsson, stjórnarmaður hjá Tryggja og Leading Brokers United á Íslandi. Tryggja ehf., sem er elsta vátryggingamiðlunin á Íslandi, hefur verið selt til samevrópsku tryggingasamstæðunnar GGW Group í Þýskalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggja sem verður með sölunni samstarfsfyrirtæki Leading Brokers United. Undir þeim hatti eru vátryggingarmiðlanir GGW Group sameinaðar. „Með innlimun Tryggja í samstæðuna er GGW Group að víkka enn frekar út starfsemi sína í Evrópu og er að fara inn á mjög spennandi vátryggingamarkað að mati forsvarsmanna GGW Group. Við það að ganga til liðs við GGW Group skapast ótal tækifæri fyrir Tryggja til að tengjast fjölbreyttum hópi vátryggingamiðlara og MGA-miðlara hjá GGW Group í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum, einkum og sér í lagi með tilliti til atvinnugreina og sérsviða. Með því að vera „coverholder“ hjá Lloyd’s mun Tryggja jafnframt efla ásýnd GGW-samstæðunnar á markaðnum og auka aðdráttarafl hennar gagnvart innlendum og alþjóðlegum vátryggjendum,“ segir í tilkynningu. Kaupverðið á Tryggja er ekki gefið upp í tilkynningu. „Við hlökkum mikið til að vinna með kollegum okkar hjá GGW Group og þeirra samstarfsfyrirtækjum. Með þeirra sérsniðna vöruframboði og rótgrónum viðskiptasamböndum við atvinnulíf og einkaaðila jafnt sem vátryggjendur, mun Tryggja án efa leggja sitt af mörkum til áframhaldandi velgengni GGW Group,“ segir Baldvin Samúelsson, starfandi stjórnarformaður Tryggja. Smári Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Tryggja, bætir við: „Sem rótgróið fyrirtæki á íslenska markaðnum með frábær viðskiptasambönd yfir landamæri, erum við spennt fyrir samrunanum við GGW Group, einn farsælasta og örast vaxandi vátryggingamiðlara í Evrópu.“ Dr. Tobias Warweg, stofnandi og forstjóri GGW Group, er einnig ánægður með viðskiptin. „Baldvin og Smári, með sinni snerpu, framsýnum hugmyndum og kraftmiklu teymi, falla fullkomlega að okkar framtíðarsýn um að gera GGW Group leiðandi á markaðnum í Evrópu,“ segir hann. Tryggja var stofnað árið 1995 og býður fram þjónustu sína sem Lloyd’s coverholder. Hjá fyrirtækinu starfa um 20 manns sem þjónusta fjölbreyttan hóp viðskiptavina úr atvinnulífi og stjórnsýslu. GGW Group eru samtök eigendastýrðra vátryggingamiðlara sem sameinast undir yfirheitinu Leading Brokers United, og MGA-miðlara sem sameinast undir vörumerkinu Wecoy Underwriting. Frá stofnun þess árið 2020 í Þýskalandi hafa meira en 60 samstarfsfyrirtæki gengið til liðs við GGW Group í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum. Rúmlega 1.800 manns starfa nú hjá samstæðunni sem er meðal leiðandi aðila í greininni. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Hamborg. Tryggingar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
„Með innlimun Tryggja í samstæðuna er GGW Group að víkka enn frekar út starfsemi sína í Evrópu og er að fara inn á mjög spennandi vátryggingamarkað að mati forsvarsmanna GGW Group. Við það að ganga til liðs við GGW Group skapast ótal tækifæri fyrir Tryggja til að tengjast fjölbreyttum hópi vátryggingamiðlara og MGA-miðlara hjá GGW Group í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum, einkum og sér í lagi með tilliti til atvinnugreina og sérsviða. Með því að vera „coverholder“ hjá Lloyd’s mun Tryggja jafnframt efla ásýnd GGW-samstæðunnar á markaðnum og auka aðdráttarafl hennar gagnvart innlendum og alþjóðlegum vátryggjendum,“ segir í tilkynningu. Kaupverðið á Tryggja er ekki gefið upp í tilkynningu. „Við hlökkum mikið til að vinna með kollegum okkar hjá GGW Group og þeirra samstarfsfyrirtækjum. Með þeirra sérsniðna vöruframboði og rótgrónum viðskiptasamböndum við atvinnulíf og einkaaðila jafnt sem vátryggjendur, mun Tryggja án efa leggja sitt af mörkum til áframhaldandi velgengni GGW Group,“ segir Baldvin Samúelsson, starfandi stjórnarformaður Tryggja. Smári Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Tryggja, bætir við: „Sem rótgróið fyrirtæki á íslenska markaðnum með frábær viðskiptasambönd yfir landamæri, erum við spennt fyrir samrunanum við GGW Group, einn farsælasta og örast vaxandi vátryggingamiðlara í Evrópu.“ Dr. Tobias Warweg, stofnandi og forstjóri GGW Group, er einnig ánægður með viðskiptin. „Baldvin og Smári, með sinni snerpu, framsýnum hugmyndum og kraftmiklu teymi, falla fullkomlega að okkar framtíðarsýn um að gera GGW Group leiðandi á markaðnum í Evrópu,“ segir hann. Tryggja var stofnað árið 1995 og býður fram þjónustu sína sem Lloyd’s coverholder. Hjá fyrirtækinu starfa um 20 manns sem þjónusta fjölbreyttan hóp viðskiptavina úr atvinnulífi og stjórnsýslu. GGW Group eru samtök eigendastýrðra vátryggingamiðlara sem sameinast undir yfirheitinu Leading Brokers United, og MGA-miðlara sem sameinast undir vörumerkinu Wecoy Underwriting. Frá stofnun þess árið 2020 í Þýskalandi hafa meira en 60 samstarfsfyrirtæki gengið til liðs við GGW Group í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum. Rúmlega 1.800 manns starfa nú hjá samstæðunni sem er meðal leiðandi aðila í greininni. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Hamborg.
Tryggingar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent