Innlent

For­stjóri Lands­virkjunar ó­sáttur með kæru frá Skeiða- og Gnúpverjum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar sem er ekki par sáttur með boðaða kæru frá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar vindorkugarð í Búrfellslundi.

Hann segir að sveitarstjórnin hafi haft mörg tækifæri í ferlinu til þess að gera athugasemdir við málið, sem hún hafi ekki nýtt sér.

Þá verður rætt við formann Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði sem kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann.

Og við sláum á þráðinn til Austfjarða þar sem hitabylgja gengur nú yfir, á sama tíma og það blæs hressilega fyrir vestan.

Og í íþróttunum verður frækileg frammistaða Vals- og Blikakvenna til umfjöllunar en bæði liðin eru komin  í umspil um sæti í Meistaradeild Evrópu.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 5. september 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×