Danska lögreglan má nú nota andlitsgreiningu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. september 2024 16:43 Lögregla í Danmörku má þó ekki nota slíka tækni við rauntímaandlitsgreiningu. Getty Lögreglan í Danmörku má nú beita svokallaðri andlitsgreiningartækni við rannsókn á sakamálum. Þannig getur lögreglan fundið og fylgst með ferðum fólks sem lýst hefur verið eftir í öryggismyndavélum. Politiken greinir frá því að ríkisstjórn Mette Frederiksen forsætisráðherra hafi náð samkomulagi við fjóra flokka stjórnarandstöðunnar í gær. Lögregla má þó ekki nota slíka tækni í rauntíma. „Nú er lögreglu fyrst um sinn kleift að nota meðal annars andlitsgreiningu í málum þar sem fólki er stefnt í hættu eða þegar um þjóðaröryggi er að ræða,“ er haft eftir Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra. Mikið hefur verið rætt í Danmörku undanfarið um hvort veita eigi lögreglunni leyfi til að beita slíkri tækni sem margir eru andvígir af persónuverndarástæðum. Aukinn þungi færðist í umræðuna eftir að fréttir bárust af því að ungir drengir hefðu verið fluttir frá Svíþjóð til Danmerkur til að taka þátt í erjum danskra glæpagengja. 15 ára og 16 ára drengur hafa meðal annars verið ákærðir fyrir tilraun til manndráps í héraðsdómi Kaupmannahafnar. „Tæknin stórbætir ekki bara rannsóknarvinnuna heldur sparar einnig tíma sem er lykilþáttur í rannsóknarvinnu,“ segir Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra. Flokkurinn sem var hvað mótfallnastur þessum áformum, SF, hefur gengist við að styðja leyfisveitinguna. „Um ræðir öfluga tækni og þess vegna komum við í SF til með að fylgjast vel með hvernig yfirvöld beita henni. Okkur hefur verið lofað mati á tilrauninni,“ er haft eftir Karinu Lorentzen, þingkonu SF. Ásamt SF-liðum studdu Danmerkurdemókratar, Íhaldsflokkurinn og Radikale Venstre leyfisveitinguna einnig. Danmörk Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Politiken greinir frá því að ríkisstjórn Mette Frederiksen forsætisráðherra hafi náð samkomulagi við fjóra flokka stjórnarandstöðunnar í gær. Lögregla má þó ekki nota slíka tækni í rauntíma. „Nú er lögreglu fyrst um sinn kleift að nota meðal annars andlitsgreiningu í málum þar sem fólki er stefnt í hættu eða þegar um þjóðaröryggi er að ræða,“ er haft eftir Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra. Mikið hefur verið rætt í Danmörku undanfarið um hvort veita eigi lögreglunni leyfi til að beita slíkri tækni sem margir eru andvígir af persónuverndarástæðum. Aukinn þungi færðist í umræðuna eftir að fréttir bárust af því að ungir drengir hefðu verið fluttir frá Svíþjóð til Danmerkur til að taka þátt í erjum danskra glæpagengja. 15 ára og 16 ára drengur hafa meðal annars verið ákærðir fyrir tilraun til manndráps í héraðsdómi Kaupmannahafnar. „Tæknin stórbætir ekki bara rannsóknarvinnuna heldur sparar einnig tíma sem er lykilþáttur í rannsóknarvinnu,“ segir Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra. Flokkurinn sem var hvað mótfallnastur þessum áformum, SF, hefur gengist við að styðja leyfisveitinguna. „Um ræðir öfluga tækni og þess vegna komum við í SF til með að fylgjast vel með hvernig yfirvöld beita henni. Okkur hefur verið lofað mati á tilrauninni,“ er haft eftir Karinu Lorentzen, þingkonu SF. Ásamt SF-liðum studdu Danmerkurdemókratar, Íhaldsflokkurinn og Radikale Venstre leyfisveitinguna einnig.
Danmörk Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira