Alfreð er búinn að semja um starfslok við belgíska félagið og getur því fundið sér nýtt félag. Þetta staðfesti félagið í kvöld.
Alfreð tilkynnti á dögunum að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið og nú er óvíst hvar hann spilar hreinlega fótbolta á komandi tímabili.
Alfreð er orðinn 35 ára gamall og hefur spilað sem atvinnumaður í Evrópu frá árinu 2011 eða í þrettán ár.
Hann hefur á þeim tíma spilað í Belgíu, í Svíþjóð, á Spáni, í Grikklandi, í Þýskalandi, í Danmörku og nú síðast í Belgíu.
Alfred Finnbogason fait ses adieux à la KAS Eupen https://t.co/TmMCdqV2Mt pic.twitter.com/mnLFZhIr00
— AS Eupen KAS (@AS_Eupen) September 5, 2024