Samið um kaup bankans á Arngrimsson Advisors Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2024 14:32 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Sigurður Arngrímsson, stjórnarformaður Arngrimsson Advisors. Arion banki Arion banki hefur gengið frá samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Arngrimsson Advisors Limited við hluthafa félagsins. Arngrimsson Advisors hefur sinnt eignastýringarráðgjöf með áherslu á erlenda fagfjárfestasjóði og sérhæfðar fjárfestingar frá árinu 2013. Frá þessu segir í tilkynningu frá Arion banka. Þar kemur fram að markmiðið með kaupunum sé að fjölga valkostum viðskiptavina bankans – fagfjárfesta og einstaklinga – þegar komi að fjárfestingum í erlendum sjóðum, sérstaklega á sviði sérhæfðra fjárfestinga. „Gangi kaupin eftir munu eignir í stýringu hjá Arion aukast um rúma 170 milljarða króna. Samningur Arion banka og hluthafa Arngrimsson Advisors Limited er óskuldbinandi en á næstu mánuðum verður gengið frá endanlegum kaupsamningi að fengnum niðurstöðum áreiðanleikakannana og samþykki eftirlitsaðila. Kaupverð er trúnaðarmál. Starfsfólk Arngrimsson Advisors, m.a. þeir Sigurður Arngrímsson, stofnandi og stjórnarformaður, og Bjarni Brynjólfsson, forstjóri, munu verða Arion banka til ráðgjafar um óákveðinn tíma. Arngrimsson Advisors Limited var stofnað í London í janúar 2013 af Sigurði Arngrímssyni sem starfaði áður hjá Morgan Stanley í 16 ár og þar áður hjá Kaupþingi. Bjarni Brynjólfsson, forstjóri félagsins, gekk til liðs við fyrirtækið síðar á árinu 2013 eftir að hafa byggt upp viðamikla reynslu á sviði fjárfestinga fyrir lífeyrissjóði, tryggingafélög og fjárfestingarfélög,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það sé ánægjulegt að auka enn við þjónustuframboð bankans með því að fá til liðs afar reynslumikla aðila á sviði eignastýringar og fjárfestinga í erlendum sjóðum. „Við getum nú boðið viðskiptavinum Arion enn fjölbreyttari fjárfestingarkosti og er um að ræða fjölbreytt úrval erlenda sjóða sem eiga langa og góða sögu hér á landi.“ Þá segir Sigurður Arngrímsson, stjórnarformaður Arngrimsson Advisors, að það sé mikill heiður að taka þátt í vegferð Arion á þessu sviði og fá tækifæri til að miðla áfram áratuga reynslu og þekkingu á þessum markaði. „Hjá Arngrimsson Advisors hefur byggst upp þekking á sérhæfðum erlendum fjárfestingum sem og þjónustu við fagfjárfesta allt frá upphafi þátttöku þeirra á erlendum markaði.“ Kaup og sala fyrirtækja Fjármálafyrirtæki Arion banki Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Arion banka. Þar kemur fram að markmiðið með kaupunum sé að fjölga valkostum viðskiptavina bankans – fagfjárfesta og einstaklinga – þegar komi að fjárfestingum í erlendum sjóðum, sérstaklega á sviði sérhæfðra fjárfestinga. „Gangi kaupin eftir munu eignir í stýringu hjá Arion aukast um rúma 170 milljarða króna. Samningur Arion banka og hluthafa Arngrimsson Advisors Limited er óskuldbinandi en á næstu mánuðum verður gengið frá endanlegum kaupsamningi að fengnum niðurstöðum áreiðanleikakannana og samþykki eftirlitsaðila. Kaupverð er trúnaðarmál. Starfsfólk Arngrimsson Advisors, m.a. þeir Sigurður Arngrímsson, stofnandi og stjórnarformaður, og Bjarni Brynjólfsson, forstjóri, munu verða Arion banka til ráðgjafar um óákveðinn tíma. Arngrimsson Advisors Limited var stofnað í London í janúar 2013 af Sigurði Arngrímssyni sem starfaði áður hjá Morgan Stanley í 16 ár og þar áður hjá Kaupþingi. Bjarni Brynjólfsson, forstjóri félagsins, gekk til liðs við fyrirtækið síðar á árinu 2013 eftir að hafa byggt upp viðamikla reynslu á sviði fjárfestinga fyrir lífeyrissjóði, tryggingafélög og fjárfestingarfélög,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það sé ánægjulegt að auka enn við þjónustuframboð bankans með því að fá til liðs afar reynslumikla aðila á sviði eignastýringar og fjárfestinga í erlendum sjóðum. „Við getum nú boðið viðskiptavinum Arion enn fjölbreyttari fjárfestingarkosti og er um að ræða fjölbreytt úrval erlenda sjóða sem eiga langa og góða sögu hér á landi.“ Þá segir Sigurður Arngrímsson, stjórnarformaður Arngrimsson Advisors, að það sé mikill heiður að taka þátt í vegferð Arion á þessu sviði og fá tækifæri til að miðla áfram áratuga reynslu og þekkingu á þessum markaði. „Hjá Arngrimsson Advisors hefur byggst upp þekking á sérhæfðum erlendum fjárfestingum sem og þjónustu við fagfjárfesta allt frá upphafi þátttöku þeirra á erlendum markaði.“
Kaup og sala fyrirtækja Fjármálafyrirtæki Arion banki Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira