Bæjarráð Grindavíkur vill að lokunarpóstar við bæinn verði fjarlægðir og bærinn verði opnaður sem fyrst fyrir almenningi. Forseti bæjarstjórnar segist vilja sýna fólki að bærinn sé ekki vesældin ein.
Þrír Ísraelsmenn voru skotnir til bana á landamærum Jórdaníu og Vesturbakkans í dag. Árásin er sú fyrsta sem gerð er á landamærunum frá því stríð Ísraels og Hamas hófst 7. október. Ísraelsmenn lýsa henni sem hryðjuverk.
Við fjöllum einnig um uppbyggingu á Flúðum og heyrum frá stórtónleikum Skálmaldar á Raufarhöfn í gær. Hljómsveitin spilaði fyrir um fimmtán hundruð gesti undir norðurljósahimni.