14 pör eða hjón í Hrunamannahreppi eiga von á barni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2024 14:05 Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, sem veit um að minnsta kosti 14 pör í sveitarfélaginu, sem eiga von á barni á næstu vikum. Hún er að sjálfsögðu alsæl með fjölgun íbúa ísveitarfélaginu og alla þá uppbyggingu, sem á sér þar stað. Aðsend Sjaldan eða aldrei hefur verið ein mikil uppbygging á Flúðum eins og núna því um 70 íbúðir eru þar í byggingu. Samhliða er mikil fjölgun í sveitarfélaginu en þegar síðast var vitað eiga fjórtán pör á Flúðum og næsta nágrenni von á barni á næstu vikum. Flúðir tilheyra sveitarfélaginu Hrunamannahreppi en alls staðar í kringum þorpið eru myndarlegar sveitir þar sem bændur og búalið eru að gera góða hluti. Þegar ekið er um Flúðir má víða sjá að það er verið að byggja ný raðhús, parhús og einbýlishús. Aldís Hafsteinsdóttir er sveitarstjóri Hrunamannahrepps. „Ætli það sé ekki búið að úthluta núna lóðum fyrir 60 til 70 íbúðir og ekkert lát á og þessi hús er að rísa. Við vorum að malbika nýjustu götuna bara í gær og að öllum líkindum verða auglýstar lóðir við nýja götu í kringum áramót, þannig að við finnum fyrir miklum meðbyr og það er mjög ánægjulegt. Það er auðvitað líka ánægjulegt þegar fólk tekur eftir því og uppgötvar hversu gott það er að fara aðeins nær rótunum og vera úti á landi og uppgötva Ísland með öðrum hætti en fólk gerir kannski almennt,“ segir Aldís. Ný hús spretta upp á Flúðum eins og ekkert sé enda er allt að gerast þar þegar um uppbyggingu húsnæðis er að ræða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís segir að allskonar fólk sé að byggja og flytja á Flúðir, það sé svo skemmtilegt. „Ég var til dæmis núna búin að vera að tala við ungar konur hér í morgun og það er að fjölga hér í árgöngum. Ætli það séu ekki allavega fjórtán börn heyrist mér, sem eru að fæðast hér í hreppnum bara á þessu ári, þannig að það er bæði það að Hrunamenn eru sjálfir að fjölga sér og síðan er að flytja hingað fólk bæði, sem er að minnka við sig húsnæði og fólk, sem getur unnið að heiman,“ segir sveitarstjórinn alsæl með fjölgun íbúa í sveitarfélaginu. Mikið er byggt á Flúðum þessi misserin og hafa iðnaðarmenn og eigendur húsanna nóg að gera við að koma þeim upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flúðir er vinsæll staður en í dag búa í Hrunamannahreppi alls um 960 íbúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Byggingariðnaður Börn og uppeldi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Flúðir tilheyra sveitarfélaginu Hrunamannahreppi en alls staðar í kringum þorpið eru myndarlegar sveitir þar sem bændur og búalið eru að gera góða hluti. Þegar ekið er um Flúðir má víða sjá að það er verið að byggja ný raðhús, parhús og einbýlishús. Aldís Hafsteinsdóttir er sveitarstjóri Hrunamannahrepps. „Ætli það sé ekki búið að úthluta núna lóðum fyrir 60 til 70 íbúðir og ekkert lát á og þessi hús er að rísa. Við vorum að malbika nýjustu götuna bara í gær og að öllum líkindum verða auglýstar lóðir við nýja götu í kringum áramót, þannig að við finnum fyrir miklum meðbyr og það er mjög ánægjulegt. Það er auðvitað líka ánægjulegt þegar fólk tekur eftir því og uppgötvar hversu gott það er að fara aðeins nær rótunum og vera úti á landi og uppgötva Ísland með öðrum hætti en fólk gerir kannski almennt,“ segir Aldís. Ný hús spretta upp á Flúðum eins og ekkert sé enda er allt að gerast þar þegar um uppbyggingu húsnæðis er að ræða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís segir að allskonar fólk sé að byggja og flytja á Flúðir, það sé svo skemmtilegt. „Ég var til dæmis núna búin að vera að tala við ungar konur hér í morgun og það er að fjölga hér í árgöngum. Ætli það séu ekki allavega fjórtán börn heyrist mér, sem eru að fæðast hér í hreppnum bara á þessu ári, þannig að það er bæði það að Hrunamenn eru sjálfir að fjölga sér og síðan er að flytja hingað fólk bæði, sem er að minnka við sig húsnæði og fólk, sem getur unnið að heiman,“ segir sveitarstjórinn alsæl með fjölgun íbúa í sveitarfélaginu. Mikið er byggt á Flúðum þessi misserin og hafa iðnaðarmenn og eigendur húsanna nóg að gera við að koma þeim upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flúðir er vinsæll staður en í dag búa í Hrunamannahreppi alls um 960 íbúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Byggingariðnaður Börn og uppeldi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira