Fram kemur að gagnaöflun standi yfir og ekki hafi verið tekin ákvörðun gagnvart neinu fyrirtæki ennþá.
Rannsóknin nær til þeirra fyrirtækja sem sjá um gjaldtöku fyrir bílastæði á höfuðborgarsvæðinu og allra annarra stæða sem viðkomandi fyrirtæki sér um.
Í mörgum tilvikum er sama fyrirtækið að sjá um gjaldtöku á ýmsum bílastæðum í kringum landið, þar með talið á ferðamannastöðum, og tekur stofnunin þá heildstæða skoðun á merkingum og gjaldtöku allra bílastæða sem viðkomandi fyrirtæki kemur að.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda sagði í fréttum í apríl að villta vestrið ríki í gjaldtöku á bílastæðum. Neytendur standi frammi fyrir sífellt fleiri greiðslulausnum en engin þeirra gildi þó á öllum bílastæðum.