Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Wolt 9. september 2024 13:28 Jakub kom til Íslands frá Slóvakíu þegar hann var þriggja ára gamall. Hann byrjaði hjá Wolt um það leyti sem fyrirtækið var stofnað á Íslandi og er ánægður með starfið. Egill Þór Jóhannsson, 28 ára einkaþjálfaranemi í Keili og Jakub Marcinik, 21 árs, eru báðir sjálfstæðir verktakar hjá vettvangsfyrirtækinu Wolt sem sendlar. Egill Þór er í hlutastarfi með námi ásamt því að vera pizzabakari, og líkar að sögn vel: „Ég sá bara auglýsingu þegar Wolt voru að koma til landsins, en ég bjó í Kaupmannahöfn og Wolt starfaði þar. Ég kannaðist þess vegna við fyrirtækið og fannst þetta hljóma spennandi. Maður getur stimplað sig inn þegar maður vill og mér fannst það henta mínu lífi mjög vel með námi. Svo er ég líka að vinna sem pizzabakari svo það tengist aðeins starfinu líka,“ segir Egill Þór sem hefur með þessum tveimur hlutastörfum náð að framfleyta sér í gegnum einkaþjálfaranám. Hann vann einnig sem pizzabakari úti í Danmörku og varð kunnugur starfsemi Wolt í gegnum þá vinnu, þó hann hafi sjálfur ekki byrjað sem sendill fyrr en hann var fluttur til Íslands. Hann segir auðvelt að flétta störfin og námið saman vegna sveigjanleika. Jakub Marcinik kom til Íslands frá Slóvakíu þegar hann var þriggja ára gamall og hefur því búið á Íslandi nær allt sitt líf og talar því auðvitað reiprennandi íslensku líka. Vikulaun fyrstu starfsvikunnar eins og kvöldlaun í dag „Ég heyrði fyrst um Wolt þegar ég var að leita mér að vinnu eftir að fyrrum vinnustaðurinn minn í mathöll fór á hausinn. Ég var inni á TikTok og sá þar Wolt verktaka í öðrum löndum að störfum en þar var einn að taka upp myndband sem sýndi á bakvið tjöldin frá því hvernig sú vinna er að sendast fyrir Wolt í verktöku. Hann var með Go Pro vél á hausnum meðan hann var að sendast með pantanir og ferðaðist um á einhjóli. Hann hafði sett eitthvað met í vinnu og vann um 18 tíma á dag, en þegar ég sá hversu mikið hann hafði upp úr vinnunni ákvað ég að prófa.“ Margir sendlar Wolt fara með sendingar á rafhjóli eða nota rafbíl. Jakub byrjaði hjá Wolt um það leyti sem fyrirtækið var stofnað á Íslandi. „Ég byrjaði frekar snemma svo að á þeim tíma vorum við bara um 30 sendlar, en ég byrjaði í kringum maí í fyrra. Fyrstu vikuna var ekkert að gera, en ég var sko alveg tilbúinn að vinna, keypti hjól og allt. En ég bara beið og beið og engin pöntun kom inn,“ segir Jakub og hlær. Hann bætir svo við að heildarlaunin fyrir fyrstu vikuna hjá Wolt séu í dag vanalega kvöldlaun hjá honum. Sveigjanleikinn skiptir máli Bæði Egill og Jakub tala um sveigjanleikann sem fylgir starfinu hjá Wolt. Egill segir fyrirkomulagið nýtast vel þegar það er til dæmis mikið álag í skólanum. „Þá er engin krafa um vinnu frá Wolt og ég get fækkað vinnutímum. Svo get ég á móti aukið vinnu þegar það er lítið að gera í skólanum. Ég er oftast á vakt á kvöldin frá svona 17-21, en tek mér pásu um kvöldmatarleytið til að borða sjálfur. Svo fer ég aftur út og er þannig að vinna kannski í heildina í þrjá tíma. Ég vinn líka um helgar þannig að í heildina eru þetta um fjórir til fimm dagar í viku. Það gengur mjög vel að sameina vinnur og skóla.“ Jakub er sammála, en hvað varðar helstu kosti starfsins nefnir hann sérstaklega sveigjanleikann og frelsið. „Ég ræð alveg hvenær ég vinn og þarf ekki að biðja neinn um leyfi ef ég þarf að gera eitthvað annað. Ég stjórna mér algjörlega sjálfur. Ef ég vil vinna þá skrái ég mig bara inn í appið og hætti svo þegar ég vil.“ Það er líka hægt að bjóða í pantanir ef sendlar sjá fram á að geta skilað þeim hratt af sér. Aðspurður um hinn hefðbundna vinnudag, segir Jakub algengt að hann hafi verið að vinna frá 11-14 og aftur milli 17 og 21. „Nú eru samt komnar hleðslustöðvar þar sem ég bý og þá get ég tæknilega séð unnið allan daginn og ef það er ekkert að gera þá hleð ég bílinn, læri eða fer bara heim,“ segir Jakob sem er ánægður með sveigjanleikann og vinnur á hverjum degi. „Appið sýnir svo hve mikið er að gera hverju sinni, eða hvort það er „quiet“ eða „busy.“ Það getur samt verið mikið að gera þó appið sýni annað.“ Egill og Jakub eru ánægðir með launin, algengt er að þeir fái um tuttugu til þrjátíu þúsund krónur á dag en dæmi séu um að dagurinn hafi gefið rúmlega áttatíu þúsund krónur. Góðir tekjumöguleikar en sunnudagar bestir Egill og Jakub eru sammála um að tekjurnar hjá Wolt séu almennt góðar, en mestu tekjumöguleikarnir eru að mati Egils á sunnudögum. „Þá er oft mikið að gera líka yfir daginn, sendingar byrja í hádeginu og þá er hægt að vera að skutlast til klukkan 22 á kvöldin,“ segir Egill Þór og nefnir jafnframt að á góðu kvöldi sé um 10-15 sendingar að ræða í heildina sem gefi af sér góða summu í heildina. „Appið sér svo alveg um að gefa manni verkefni sem eru nálægt manni og þá er hægt að taka tvær til þrjár sendingar í einu. Það er þó aðeins meira stress að ná því innan tímaramma.“ Jakub segir að hann sé að sendast með um 20-30 pantanir á dag, en fari samt upp í meira. Launin séu góð en einu sinni hafi það gerst að hann fór upp í 82 þúsund krónur á einum degi með 56 pantanir. Algengast sé um 20-30 þúsund á dag. „Mér finnst þetta miklu betra en tímavinna, þar sem að ég ræð sjálfur hversu mikið ég fæ borgað. Þetta er auðvitað verra ef maður er veikur, þá missi ég tekjur.“ Egill er á sparneytnum bíl og Jakub á rafmagnsbíl, sem minnkar kostnað þeirra. Jakub byrjaði þó á rafmagnshjóli: „Ég byrjaði fyrst á rafmagnshjóli og fór þannig um allt. Svo byrjaði ég á rafmagnsbíl, sem var betra en ég var hraðskreiðari og hafði meiri tekjur. Svo fattaði ég að ég gæti bundið mig við ákveðin svæði og eftir það er ég eingöngu miðsvæðis og fer lengst að Kringlunni, ekki lengra en það.“ Að sögn Jakub er þetta fyrirkomulag skilvirkara og hann fær meira borgað. „Fyrst var það þannig að við fengum meira borgað fyrir pantanir sem voru lengra í burtu, sem hentaði vel þegar ég fékk til dæmis pöntun á Metro hjá Smáralind og svo aðra pöntun til baka, svo ég fékk greitt tvöfalt.“ Maturinn tengir fólk saman Framtíðin er óráðin, en þeir sjá sig þó báðir vinna sem sendlar hjá Wolt áfram. „Ég sé alveg fyrir mér að grípa enn í sendlastarfið þegar ég er búinn með námið, sveigjanleikinn gæti virkað vel á móti starfi sem einkajálfari,“ segir Egill. Jakub tekur í sama streng og segist ánægður í starfi, en í framtíðinni vilji hann þó prufa að ferðast um allan heim, kynnast nýrri menningu og safna reynslu. Spurðir að því hvort eitthvað óvenjulegt hafi komið upp í starfinu kveðst Jakub ekki muna eftir neinu en Egill rifjar upp: „Fyrst þótti mér dálítið skrýtið að banka bara upp á hjá ókunnugu fólki en er alveg búinn að venjast því. Það er frekar lítið um óvenjulegar sendingar, fyrir utan blómasendingu á Valentínusardaginn sem var alveg skemmtilegt.“ Jakub nefnir þó að hann sé ánægðastur með allt nýja fólkið sem hann hefur kynnst í gegnum starfið: „Maturinn tengir fólk saman. Ég hef kynnst mörgu fólki og nýjum vinum, bæði af veitingastöðunum og viðskiptavinum – allt Wolt að þakka.“ Verslun Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Egill Þór er í hlutastarfi með námi ásamt því að vera pizzabakari, og líkar að sögn vel: „Ég sá bara auglýsingu þegar Wolt voru að koma til landsins, en ég bjó í Kaupmannahöfn og Wolt starfaði þar. Ég kannaðist þess vegna við fyrirtækið og fannst þetta hljóma spennandi. Maður getur stimplað sig inn þegar maður vill og mér fannst það henta mínu lífi mjög vel með námi. Svo er ég líka að vinna sem pizzabakari svo það tengist aðeins starfinu líka,“ segir Egill Þór sem hefur með þessum tveimur hlutastörfum náð að framfleyta sér í gegnum einkaþjálfaranám. Hann vann einnig sem pizzabakari úti í Danmörku og varð kunnugur starfsemi Wolt í gegnum þá vinnu, þó hann hafi sjálfur ekki byrjað sem sendill fyrr en hann var fluttur til Íslands. Hann segir auðvelt að flétta störfin og námið saman vegna sveigjanleika. Jakub Marcinik kom til Íslands frá Slóvakíu þegar hann var þriggja ára gamall og hefur því búið á Íslandi nær allt sitt líf og talar því auðvitað reiprennandi íslensku líka. Vikulaun fyrstu starfsvikunnar eins og kvöldlaun í dag „Ég heyrði fyrst um Wolt þegar ég var að leita mér að vinnu eftir að fyrrum vinnustaðurinn minn í mathöll fór á hausinn. Ég var inni á TikTok og sá þar Wolt verktaka í öðrum löndum að störfum en þar var einn að taka upp myndband sem sýndi á bakvið tjöldin frá því hvernig sú vinna er að sendast fyrir Wolt í verktöku. Hann var með Go Pro vél á hausnum meðan hann var að sendast með pantanir og ferðaðist um á einhjóli. Hann hafði sett eitthvað met í vinnu og vann um 18 tíma á dag, en þegar ég sá hversu mikið hann hafði upp úr vinnunni ákvað ég að prófa.“ Margir sendlar Wolt fara með sendingar á rafhjóli eða nota rafbíl. Jakub byrjaði hjá Wolt um það leyti sem fyrirtækið var stofnað á Íslandi. „Ég byrjaði frekar snemma svo að á þeim tíma vorum við bara um 30 sendlar, en ég byrjaði í kringum maí í fyrra. Fyrstu vikuna var ekkert að gera, en ég var sko alveg tilbúinn að vinna, keypti hjól og allt. En ég bara beið og beið og engin pöntun kom inn,“ segir Jakub og hlær. Hann bætir svo við að heildarlaunin fyrir fyrstu vikuna hjá Wolt séu í dag vanalega kvöldlaun hjá honum. Sveigjanleikinn skiptir máli Bæði Egill og Jakub tala um sveigjanleikann sem fylgir starfinu hjá Wolt. Egill segir fyrirkomulagið nýtast vel þegar það er til dæmis mikið álag í skólanum. „Þá er engin krafa um vinnu frá Wolt og ég get fækkað vinnutímum. Svo get ég á móti aukið vinnu þegar það er lítið að gera í skólanum. Ég er oftast á vakt á kvöldin frá svona 17-21, en tek mér pásu um kvöldmatarleytið til að borða sjálfur. Svo fer ég aftur út og er þannig að vinna kannski í heildina í þrjá tíma. Ég vinn líka um helgar þannig að í heildina eru þetta um fjórir til fimm dagar í viku. Það gengur mjög vel að sameina vinnur og skóla.“ Jakub er sammála, en hvað varðar helstu kosti starfsins nefnir hann sérstaklega sveigjanleikann og frelsið. „Ég ræð alveg hvenær ég vinn og þarf ekki að biðja neinn um leyfi ef ég þarf að gera eitthvað annað. Ég stjórna mér algjörlega sjálfur. Ef ég vil vinna þá skrái ég mig bara inn í appið og hætti svo þegar ég vil.“ Það er líka hægt að bjóða í pantanir ef sendlar sjá fram á að geta skilað þeim hratt af sér. Aðspurður um hinn hefðbundna vinnudag, segir Jakub algengt að hann hafi verið að vinna frá 11-14 og aftur milli 17 og 21. „Nú eru samt komnar hleðslustöðvar þar sem ég bý og þá get ég tæknilega séð unnið allan daginn og ef það er ekkert að gera þá hleð ég bílinn, læri eða fer bara heim,“ segir Jakob sem er ánægður með sveigjanleikann og vinnur á hverjum degi. „Appið sýnir svo hve mikið er að gera hverju sinni, eða hvort það er „quiet“ eða „busy.“ Það getur samt verið mikið að gera þó appið sýni annað.“ Egill og Jakub eru ánægðir með launin, algengt er að þeir fái um tuttugu til þrjátíu þúsund krónur á dag en dæmi séu um að dagurinn hafi gefið rúmlega áttatíu þúsund krónur. Góðir tekjumöguleikar en sunnudagar bestir Egill og Jakub eru sammála um að tekjurnar hjá Wolt séu almennt góðar, en mestu tekjumöguleikarnir eru að mati Egils á sunnudögum. „Þá er oft mikið að gera líka yfir daginn, sendingar byrja í hádeginu og þá er hægt að vera að skutlast til klukkan 22 á kvöldin,“ segir Egill Þór og nefnir jafnframt að á góðu kvöldi sé um 10-15 sendingar að ræða í heildina sem gefi af sér góða summu í heildina. „Appið sér svo alveg um að gefa manni verkefni sem eru nálægt manni og þá er hægt að taka tvær til þrjár sendingar í einu. Það er þó aðeins meira stress að ná því innan tímaramma.“ Jakub segir að hann sé að sendast með um 20-30 pantanir á dag, en fari samt upp í meira. Launin séu góð en einu sinni hafi það gerst að hann fór upp í 82 þúsund krónur á einum degi með 56 pantanir. Algengast sé um 20-30 þúsund á dag. „Mér finnst þetta miklu betra en tímavinna, þar sem að ég ræð sjálfur hversu mikið ég fæ borgað. Þetta er auðvitað verra ef maður er veikur, þá missi ég tekjur.“ Egill er á sparneytnum bíl og Jakub á rafmagnsbíl, sem minnkar kostnað þeirra. Jakub byrjaði þó á rafmagnshjóli: „Ég byrjaði fyrst á rafmagnshjóli og fór þannig um allt. Svo byrjaði ég á rafmagnsbíl, sem var betra en ég var hraðskreiðari og hafði meiri tekjur. Svo fattaði ég að ég gæti bundið mig við ákveðin svæði og eftir það er ég eingöngu miðsvæðis og fer lengst að Kringlunni, ekki lengra en það.“ Að sögn Jakub er þetta fyrirkomulag skilvirkara og hann fær meira borgað. „Fyrst var það þannig að við fengum meira borgað fyrir pantanir sem voru lengra í burtu, sem hentaði vel þegar ég fékk til dæmis pöntun á Metro hjá Smáralind og svo aðra pöntun til baka, svo ég fékk greitt tvöfalt.“ Maturinn tengir fólk saman Framtíðin er óráðin, en þeir sjá sig þó báðir vinna sem sendlar hjá Wolt áfram. „Ég sé alveg fyrir mér að grípa enn í sendlastarfið þegar ég er búinn með námið, sveigjanleikinn gæti virkað vel á móti starfi sem einkajálfari,“ segir Egill. Jakub tekur í sama streng og segist ánægður í starfi, en í framtíðinni vilji hann þó prufa að ferðast um allan heim, kynnast nýrri menningu og safna reynslu. Spurðir að því hvort eitthvað óvenjulegt hafi komið upp í starfinu kveðst Jakub ekki muna eftir neinu en Egill rifjar upp: „Fyrst þótti mér dálítið skrýtið að banka bara upp á hjá ókunnugu fólki en er alveg búinn að venjast því. Það er frekar lítið um óvenjulegar sendingar, fyrir utan blómasendingu á Valentínusardaginn sem var alveg skemmtilegt.“ Jakub nefnir þó að hann sé ánægðastur með allt nýja fólkið sem hann hefur kynnst í gegnum starfið: „Maturinn tengir fólk saman. Ég hef kynnst mörgu fólki og nýjum vinum, bæði af veitingastöðunum og viðskiptavinum – allt Wolt að þakka.“
Verslun Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira