Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Árni Sæberg skrifar 9. september 2024 14:56 Heiður Björk Friðjónsdóttir, framkvæmdarstjóri fjármála- og rekstrarsviðs Samkaupa, Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri, Hallur Geir Heiðarsson framkvæmdarstjóri innkaupa- og vörustýringarsviðs og Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri verslunar- og mannauðssviðs. Samkaup Áreiðanleikakönnunum í tengslum við samruna Samkaupa og tiltekinna félaga í samstæðu Skeljar fjárfestingafélags er lokið. Nú er áætlað að hlutur Skeljar í sameiginlegu félagi verði 47 prósent en áður var áætlað að hann yrði 42,7 prósent. Þann 15. maí síðastliðinn undirrituðu Skel og Samkaup viljayfirlýsingu vegna samruna Samkaupa og Orkunnar IS ehf., Löðurs ehf., Heimkaupa ehf. og Lyfjavals ehf. Þá var ætlaður hlutur Skeljar í sameinuðu félagi 42,7 prósent en tekið var fram að skiptihlutföll yrðu leiðrétt út frá stöðu handbærs fjár, vaxtaberandi skulda og nettó stöðu veltufjármuna miðað við viðmiðunardag. Hér má sjá þau fyrirtæki sem munu heyra undir sameinað félag.Skel Samkaup enn með rúmlega helming Samkvæmt tilkynnningu Skeljar til Kauphallar segir að frá undirritun viljayfirlýsingar hafi ráðgjafar samrunaaðila unnið að fjárhagslegri, skattalegri og lögfræðilegri áreiðanleikakönnunum á Samkaupum og samrunafélögunum. Niðurstöður áreiðanleikakannanna liggi fyrir og undirritaður hafi verið viðauki við viljayfirlýsingu aðila frá 15. maí. Viljayfirlýsing aðila sé efnislega óbreytt að öðru leyti en að nú er gert ráð fyrir því að skiptihlutföll í samrunanum verði þannig að hluthafar Samkaupa fái í sinn hlut 52,5 prósent í hinu sameinaða félagi og hluthafar Heimkaupa 47,5 prósent. Áætlaður hlutur Skeljar í hinu sameinaða félagi verði 47 prósent en fyrir eigi Skel fimm prósent hlut í Samkaupum í gegnum Eignarhaldsfélagið Bjarma ehf. Greiða úr útistandandi málum á næstu dögum Aðilar vinni nú að því að ná saman um útistandandi efnisleg atriði í samrunasamningi en stefnt sé að því að greiða úr þeim á næstu dögum. Skel muni greina frekar frá framvindu samningaviðræðna eftir því sem tilefni er til. Kaup og sala fyrirtækja Verslun Skel fjárfestingafélag Tengdar fréttir Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverðsverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. 12. ágúst 2024 22:02 SKEL eignast um þriðjungshlut í tansanísku námufélagi Fjárfestingafélagið SKEL hefur keypt um þriðjungshlut í tansaníska fyrirtækinu Baridi, stofnað af Íslendingi, sem heldur utan um fjölmörg rannsóknarleyfi þar í landi til námuvinnslu á ýmsum verðmætum málmum. Til að fjármagna áformaða námuvinnslu félagsins er til skoðunar að sækja frekara hlutafé frá fjárfestum hér á landi. 18. ágúst 2024 12:23 Samkaup, Heimkaup og Orkan hefja samrunaviðræður Viðræður eru hafnar um mögulegan samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar. 15. maí 2024 10:01 Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Þann 15. maí síðastliðinn undirrituðu Skel og Samkaup viljayfirlýsingu vegna samruna Samkaupa og Orkunnar IS ehf., Löðurs ehf., Heimkaupa ehf. og Lyfjavals ehf. Þá var ætlaður hlutur Skeljar í sameinuðu félagi 42,7 prósent en tekið var fram að skiptihlutföll yrðu leiðrétt út frá stöðu handbærs fjár, vaxtaberandi skulda og nettó stöðu veltufjármuna miðað við viðmiðunardag. Hér má sjá þau fyrirtæki sem munu heyra undir sameinað félag.Skel Samkaup enn með rúmlega helming Samkvæmt tilkynnningu Skeljar til Kauphallar segir að frá undirritun viljayfirlýsingar hafi ráðgjafar samrunaaðila unnið að fjárhagslegri, skattalegri og lögfræðilegri áreiðanleikakönnunum á Samkaupum og samrunafélögunum. Niðurstöður áreiðanleikakannanna liggi fyrir og undirritaður hafi verið viðauki við viljayfirlýsingu aðila frá 15. maí. Viljayfirlýsing aðila sé efnislega óbreytt að öðru leyti en að nú er gert ráð fyrir því að skiptihlutföll í samrunanum verði þannig að hluthafar Samkaupa fái í sinn hlut 52,5 prósent í hinu sameinaða félagi og hluthafar Heimkaupa 47,5 prósent. Áætlaður hlutur Skeljar í hinu sameinaða félagi verði 47 prósent en fyrir eigi Skel fimm prósent hlut í Samkaupum í gegnum Eignarhaldsfélagið Bjarma ehf. Greiða úr útistandandi málum á næstu dögum Aðilar vinni nú að því að ná saman um útistandandi efnisleg atriði í samrunasamningi en stefnt sé að því að greiða úr þeim á næstu dögum. Skel muni greina frekar frá framvindu samningaviðræðna eftir því sem tilefni er til.
Kaup og sala fyrirtækja Verslun Skel fjárfestingafélag Tengdar fréttir Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverðsverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. 12. ágúst 2024 22:02 SKEL eignast um þriðjungshlut í tansanísku námufélagi Fjárfestingafélagið SKEL hefur keypt um þriðjungshlut í tansaníska fyrirtækinu Baridi, stofnað af Íslendingi, sem heldur utan um fjölmörg rannsóknarleyfi þar í landi til námuvinnslu á ýmsum verðmætum málmum. Til að fjármagna áformaða námuvinnslu félagsins er til skoðunar að sækja frekara hlutafé frá fjárfestum hér á landi. 18. ágúst 2024 12:23 Samkaup, Heimkaup og Orkan hefja samrunaviðræður Viðræður eru hafnar um mögulegan samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar. 15. maí 2024 10:01 Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverðsverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. 12. ágúst 2024 22:02
SKEL eignast um þriðjungshlut í tansanísku námufélagi Fjárfestingafélagið SKEL hefur keypt um þriðjungshlut í tansaníska fyrirtækinu Baridi, stofnað af Íslendingi, sem heldur utan um fjölmörg rannsóknarleyfi þar í landi til námuvinnslu á ýmsum verðmætum málmum. Til að fjármagna áformaða námuvinnslu félagsins er til skoðunar að sækja frekara hlutafé frá fjárfestum hér á landi. 18. ágúst 2024 12:23
Samkaup, Heimkaup og Orkan hefja samrunaviðræður Viðræður eru hafnar um mögulegan samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar. 15. maí 2024 10:01