Endurvekur misheppnuðustu útihátíð heims Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. september 2024 10:02 Skipuleggjendur Fyre Festival árið 2014, Billy McFarland til vinstri, Ja Rule fyrir miðju og Aisha Atkins til hægri ásamt vinum. Patrick McMullan/Getty Images Skipuleggjandi misheppnuðustu útihátíðar í heimi, Fyre Festival, skipuleggur nú endurkomu hátíðarinnar sem hann kallar Fyre II. Hann er enn á skilorði eftir að hafa verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik eftir þá síðustu. Fjárfestir sem lagði fé í þá fyrri varar hugsanlega fjárfesta við að taka þátt í gjörningnum. Sjö ár eru frá því að hátíðin fór fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Hátíðin var sérsniðin að ríku og ungu fólki og var hún sérstaklega markaðssett sem lúxusvara. Þegar hátíðin fór fram kom á daginn að svo var ekki. Skipuleggjendur höfðu ekkert undirbúið sig og líktu gestir hátíðinni við flóttamannabúðir. Billy McFarland var aðalskipuleggjandi og hugmyndasmiður hátíðarinnar fyrir tíu árum. Með sér í lið fékk hann meðal annars rapparann Ja Rule sem baðst svo afsökunar á öllu saman. Með í liði voru einnig ofurfyrirsætur og áhrifavaldar líkt og Kendall Jenner sem sáu um að auglýsa hátíðina á samfélagsmiðlum. McFarland og skipulagning hátíðarinnar hefur verið umfjöllunarefni heimildarmynda streymisveita á borð við Netflix og Hulu. Hann var síðar dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik vegna hátíðarinnar enda þurftu gestir að punga út 1200 til 100 þúsund dölum fyrir að mæta á hátíðina þar sem þau voru svo án matar, vatns og gistingar. Dómari í málinu á sínum tíma sagði McFarland vera rað-svikahrapp sem hefði verið óheiðarlegur nánast allt sitt líf. Auglýsing fyrir hátíðina frá því í janúar 2017. Vilji snúa við blaðinu McFarland var sleppt úr fangelsi í mars 2022 en er enn á skilorði. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fjárfestinum Andy King að hann gjaldi mikinn varhug við ráðagerðum McFarland. Hann hafi eytt einni milljón Bandaríkjadollara í hátíðina árið 2017 en ekki séð dollar af þeim peningi. „McFarland er þekktur fyrir mesta klúður menningarsögunnar og vill snúa við blaðinu. Ég er ekki viss um að hann sé að gera það á réttan hátt,“ segir King í samtali við BBC. McFarland hefur sagt að Fyre II muni fara fram í apríl á næsta ári, aftur í Bahamas eyjaklasanum. Stikla úr heimildarmynd Netflix um hátíðina sem haldin var 2017. McFarland segir að hátíðin verði að ganga upp og fullyrðir að hann hafi eytt ári í að skipuleggja hana. Hann hafi þegar selt hundrað miða í forsölu, á 499 dollara hvern eða því sem nemur rúmum sjötíu þúsund krónum. King segist hafa hitt McFarland fyrir nokkrum vikum þar sem þeir hafi rætt hátíðina. Hann óttast að kauði hafi ekki lært mikið í fangelsi þó hann sé hæfileikaríkur. „Hann er rosalega sjarmerandi og veit hvernig á að sannfæra fólk.“ Fjárfestirinn fullyrðir fullum fetum að Fyre II gæti orðið gríðarlega vel heppnuð hátíð. Með McFarland í stafni sé það hins vegar ómögulegt. „Ég sé fullt af rauðum flöggum, fullt af rauðum ljósum. Það hryggir mig.“ Karate bardagakappar en engir listamenn bókaðir McFarland segir að ódýrustu miðarnir á hátíðina á næsta ári muni kosta 1400 dali, eða því sem nemur tæpum tvö hundruð þúsund íslenskum krónum. Dýrustu miðarnir muni kosta 1,1 milljón Bandaríkjadollara, eða rétt rúmar 150 milljónir króna. Dýrasta pakkanum muni fylgja köfun, ferðalag á milli eyja í eyjaklasanum og lúxussnekkjur svo eitthvað sé nefnt. Hann segir að hátíðin muni verða mun meira en bara tónlistarhátíð. Þar verði líka hinir ýmsu viðburðir eins og til að mynda bardagagryfja þar sem karate kappar muni leika listir sínar. McFarland hefur viðurkennt að hann eigi enn eftir að bóka tónlistarmenn á hátíðina. Fyre-hátíðin Bandaríkin Tengdar fréttir Fangelsaður fyrir svik vegna Fyre-hátíðarinnar misheppnuðu Billy McFarland hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik varðandi Fyre-tónlistarhátíðina. 12. október 2018 08:12 Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Mest lesið Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Lífið Börn eigi ekki að ilma Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fleiri fréttir Börn eigi ekki að ilma Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ Sjá meira
Sjö ár eru frá því að hátíðin fór fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Hátíðin var sérsniðin að ríku og ungu fólki og var hún sérstaklega markaðssett sem lúxusvara. Þegar hátíðin fór fram kom á daginn að svo var ekki. Skipuleggjendur höfðu ekkert undirbúið sig og líktu gestir hátíðinni við flóttamannabúðir. Billy McFarland var aðalskipuleggjandi og hugmyndasmiður hátíðarinnar fyrir tíu árum. Með sér í lið fékk hann meðal annars rapparann Ja Rule sem baðst svo afsökunar á öllu saman. Með í liði voru einnig ofurfyrirsætur og áhrifavaldar líkt og Kendall Jenner sem sáu um að auglýsa hátíðina á samfélagsmiðlum. McFarland og skipulagning hátíðarinnar hefur verið umfjöllunarefni heimildarmynda streymisveita á borð við Netflix og Hulu. Hann var síðar dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik vegna hátíðarinnar enda þurftu gestir að punga út 1200 til 100 þúsund dölum fyrir að mæta á hátíðina þar sem þau voru svo án matar, vatns og gistingar. Dómari í málinu á sínum tíma sagði McFarland vera rað-svikahrapp sem hefði verið óheiðarlegur nánast allt sitt líf. Auglýsing fyrir hátíðina frá því í janúar 2017. Vilji snúa við blaðinu McFarland var sleppt úr fangelsi í mars 2022 en er enn á skilorði. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fjárfestinum Andy King að hann gjaldi mikinn varhug við ráðagerðum McFarland. Hann hafi eytt einni milljón Bandaríkjadollara í hátíðina árið 2017 en ekki séð dollar af þeim peningi. „McFarland er þekktur fyrir mesta klúður menningarsögunnar og vill snúa við blaðinu. Ég er ekki viss um að hann sé að gera það á réttan hátt,“ segir King í samtali við BBC. McFarland hefur sagt að Fyre II muni fara fram í apríl á næsta ári, aftur í Bahamas eyjaklasanum. Stikla úr heimildarmynd Netflix um hátíðina sem haldin var 2017. McFarland segir að hátíðin verði að ganga upp og fullyrðir að hann hafi eytt ári í að skipuleggja hana. Hann hafi þegar selt hundrað miða í forsölu, á 499 dollara hvern eða því sem nemur rúmum sjötíu þúsund krónum. King segist hafa hitt McFarland fyrir nokkrum vikum þar sem þeir hafi rætt hátíðina. Hann óttast að kauði hafi ekki lært mikið í fangelsi þó hann sé hæfileikaríkur. „Hann er rosalega sjarmerandi og veit hvernig á að sannfæra fólk.“ Fjárfestirinn fullyrðir fullum fetum að Fyre II gæti orðið gríðarlega vel heppnuð hátíð. Með McFarland í stafni sé það hins vegar ómögulegt. „Ég sé fullt af rauðum flöggum, fullt af rauðum ljósum. Það hryggir mig.“ Karate bardagakappar en engir listamenn bókaðir McFarland segir að ódýrustu miðarnir á hátíðina á næsta ári muni kosta 1400 dali, eða því sem nemur tæpum tvö hundruð þúsund íslenskum krónum. Dýrustu miðarnir muni kosta 1,1 milljón Bandaríkjadollara, eða rétt rúmar 150 milljónir króna. Dýrasta pakkanum muni fylgja köfun, ferðalag á milli eyja í eyjaklasanum og lúxussnekkjur svo eitthvað sé nefnt. Hann segir að hátíðin muni verða mun meira en bara tónlistarhátíð. Þar verði líka hinir ýmsu viðburðir eins og til að mynda bardagagryfja þar sem karate kappar muni leika listir sínar. McFarland hefur viðurkennt að hann eigi enn eftir að bóka tónlistarmenn á hátíðina.
Fyre-hátíðin Bandaríkin Tengdar fréttir Fangelsaður fyrir svik vegna Fyre-hátíðarinnar misheppnuðu Billy McFarland hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik varðandi Fyre-tónlistarhátíðina. 12. október 2018 08:12 Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Mest lesið Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Lífið Börn eigi ekki að ilma Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fleiri fréttir Börn eigi ekki að ilma Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ Sjá meira
Fangelsaður fyrir svik vegna Fyre-hátíðarinnar misheppnuðu Billy McFarland hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik varðandi Fyre-tónlistarhátíðina. 12. október 2018 08:12
Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36
Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50