„Píratar hafa lengi verið mikið áhugamál hjá mér“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. september 2024 19:48 Sigmundur aðeins smeykur við nýju sætisfélagana. x Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mun sitja í þingsal umkringdur Pírötum þennan þingvetur. Píratar hafa lengi verið sérstakt áhugamál Sigmundar sem kveðst spenntur að halda áfram að rannsaka þá og vonandi „koma þeim inn á rétta braut“. Miðflokksformaðurinn birti mynd af nýju sætisfélögunum, þeim Birni Leví Gunnarssyni, Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur og Andrési Inga Jónssyni, á X og virðast þau hæstánægð með nýja sætisfélagann. Sigmundur er aðeins skeptískari. Fleiri þingmenn í bakgrunni hafa sömuleiðis gaman af. Þá er maður kominn með nýtt sæti í þingsalnum.🏴☠️🧔🏼♂️🏴☠️🏴☠️ pic.twitter.com/9KW5ZPDBlb— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) September 10, 2024 „Ég hef átt í fjölbreytilegu sambandi við Pírata, frá því að ég byrjaði í pólitíkinni,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við Vísi, inntur eftir viðbrögðum við nýrri sætaskipan. „Stundum hefur mér þótt Píratarnir vera alveg á réttri línu, til dæmis með persónufrelsi og tölvumálin sem þeir eru auðvitað áhugasamir um. En stundum verða þeir alveg mjög skrýtnir. Þannig ég veit ekki alveg hverju ég á von á í þessum hópi. Það var strax byrjað að reyna að sannfæra mig um að ganga til liðs við þennan hóp sem varð þarna til fyrir tilviljun.“ Ætlar að koma Birni Leví í skó Sætaskipan í þingsal er ákvörðuð með tilviljanakenndum hætti en dregið er í sæti við þingsetningu að fornum sið. Hver þingmaður dregur kúlu úr gömlum viðarkassa sem segir til um hvar viðkomandi skuli sitja komandi þingvetur. En aftur að Sigmundi og Pírötunum. Hann er staðráðinn í að nýta sætið til að færa þá „inn á rétta braut“. „Og minna þá á það góða sem þeir hafa stundum tala fyrir. Þar eru sum atriði en svo er sumt sem er algjörlega galið. Þannig þetta er annað hvort ógn, að vera í þessum félagsskap, eða tækifæri,“ segir Sigmundur. Á myndinni fyrrnefndu er Björn Leví strax mættur á sokkaleistana, nokkuð sem hefur farið í taugar annarra þingmanna. Sigmundur segir að það hljóti að vera eitt af verkefnum vetrarins, að koma Birni í skó. Björn Leví var ekki lengi að fara úr skónum.x „En ég hef svo sem reynt það áður, fyrir tveimur þingum eða svo. Hann tók það ekki í mál þá, segir að sér verði svo heitt. Ég er nú heitfengur maður en læt mig nú hafa það að vera í skóm. Annað hvort af tvennu gerist; að hann verður kominn í skó þegar veru okkar saman lýkur, eða ég verð kominn á sokkaleistana. Það er allavega markmiðið að það náist niðurstaða í málið.“ „Breyta um ham“ Hann segir Pírata lengi hafa verið sérstakt áhugamál hjá sér. „Ég hef reynt að rannsaka þá árum saman og orðið tiltölulega lítið ágengt, en nú gefst kannski betra tækifæri en áður,“ segir Sigmundur. Ekki laust við að hann sé farinn að hljóma eins og hinn íslenski David Attenborough. „Við erum að tala um rannsóknarvinnu í fjöldamörg ár. Þegar maður heldur að maður sé að átta sig á þeim, þá breyta þeir alveg um ham og verða allt öðruvísi. En ég hef aldrei komist í svona mikla nálægð.“ Miðflokksmenn hafa verið á flugi í skoðanakönnunum og virðast ætla að nýta alla samfélagsmiðla til þess að sanka að sér kjósendum í aðdraganda kosninga. Þeir Sigmundur og Bergþór Ólason tóku nýkjörinn forseta Höllu Tómasdóttur til fyrirmyndar í dag og birtu myndskeið á TikTok innan úr Alþingishúsinu. @midflokkurinn17 #fyp #Ísland #íslenskt @Bergthor Olason ♬ original sound - Miðflokkurinn „Sástu það?“ spyr Sigmundur þegar fréttamaður minnist á myndskeiðið. „Ég hef ekki þorað að fara á TikTok. Manni var sagt að þetta væri kínverskt njósnaforrit, en nú er mér sagt að maður sé ekki maður með mönnum nema að vera þarna inni. Það var beinlínis fyrirsát um okkur í dag sem leiddi til þess að við birtumst í fyrsta sinn á TikTok. Ég segi ekki að þetta hafi verið algjörlega óundirbúið en við vorum þarna að ganga inn í þingflokksherbergi með sólgleraugu, sem maður notar jafnan ekki innanhúss. En í þessu tilfelli var það við hæfi þar sem við teljum að það sé bjart framundan.“ Miðflokkurinn Alþingi Píratar Tengdar fréttir Fjármálaráðherra sakar þingmann á ósamstæðum sokkum um skítkast Fjármálaráðherra sakaði þingmann Pírata um að koma ítrekað upp í ræðustól Alþingis á sokkaleistunum með pólitískt skítkast. 20. febrúar 2020 13:30 Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. 10. september 2024 13:29 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Sjá meira
Miðflokksformaðurinn birti mynd af nýju sætisfélögunum, þeim Birni Leví Gunnarssyni, Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur og Andrési Inga Jónssyni, á X og virðast þau hæstánægð með nýja sætisfélagann. Sigmundur er aðeins skeptískari. Fleiri þingmenn í bakgrunni hafa sömuleiðis gaman af. Þá er maður kominn með nýtt sæti í þingsalnum.🏴☠️🧔🏼♂️🏴☠️🏴☠️ pic.twitter.com/9KW5ZPDBlb— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) September 10, 2024 „Ég hef átt í fjölbreytilegu sambandi við Pírata, frá því að ég byrjaði í pólitíkinni,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við Vísi, inntur eftir viðbrögðum við nýrri sætaskipan. „Stundum hefur mér þótt Píratarnir vera alveg á réttri línu, til dæmis með persónufrelsi og tölvumálin sem þeir eru auðvitað áhugasamir um. En stundum verða þeir alveg mjög skrýtnir. Þannig ég veit ekki alveg hverju ég á von á í þessum hópi. Það var strax byrjað að reyna að sannfæra mig um að ganga til liðs við þennan hóp sem varð þarna til fyrir tilviljun.“ Ætlar að koma Birni Leví í skó Sætaskipan í þingsal er ákvörðuð með tilviljanakenndum hætti en dregið er í sæti við þingsetningu að fornum sið. Hver þingmaður dregur kúlu úr gömlum viðarkassa sem segir til um hvar viðkomandi skuli sitja komandi þingvetur. En aftur að Sigmundi og Pírötunum. Hann er staðráðinn í að nýta sætið til að færa þá „inn á rétta braut“. „Og minna þá á það góða sem þeir hafa stundum tala fyrir. Þar eru sum atriði en svo er sumt sem er algjörlega galið. Þannig þetta er annað hvort ógn, að vera í þessum félagsskap, eða tækifæri,“ segir Sigmundur. Á myndinni fyrrnefndu er Björn Leví strax mættur á sokkaleistana, nokkuð sem hefur farið í taugar annarra þingmanna. Sigmundur segir að það hljóti að vera eitt af verkefnum vetrarins, að koma Birni í skó. Björn Leví var ekki lengi að fara úr skónum.x „En ég hef svo sem reynt það áður, fyrir tveimur þingum eða svo. Hann tók það ekki í mál þá, segir að sér verði svo heitt. Ég er nú heitfengur maður en læt mig nú hafa það að vera í skóm. Annað hvort af tvennu gerist; að hann verður kominn í skó þegar veru okkar saman lýkur, eða ég verð kominn á sokkaleistana. Það er allavega markmiðið að það náist niðurstaða í málið.“ „Breyta um ham“ Hann segir Pírata lengi hafa verið sérstakt áhugamál hjá sér. „Ég hef reynt að rannsaka þá árum saman og orðið tiltölulega lítið ágengt, en nú gefst kannski betra tækifæri en áður,“ segir Sigmundur. Ekki laust við að hann sé farinn að hljóma eins og hinn íslenski David Attenborough. „Við erum að tala um rannsóknarvinnu í fjöldamörg ár. Þegar maður heldur að maður sé að átta sig á þeim, þá breyta þeir alveg um ham og verða allt öðruvísi. En ég hef aldrei komist í svona mikla nálægð.“ Miðflokksmenn hafa verið á flugi í skoðanakönnunum og virðast ætla að nýta alla samfélagsmiðla til þess að sanka að sér kjósendum í aðdraganda kosninga. Þeir Sigmundur og Bergþór Ólason tóku nýkjörinn forseta Höllu Tómasdóttur til fyrirmyndar í dag og birtu myndskeið á TikTok innan úr Alþingishúsinu. @midflokkurinn17 #fyp #Ísland #íslenskt @Bergthor Olason ♬ original sound - Miðflokkurinn „Sástu það?“ spyr Sigmundur þegar fréttamaður minnist á myndskeiðið. „Ég hef ekki þorað að fara á TikTok. Manni var sagt að þetta væri kínverskt njósnaforrit, en nú er mér sagt að maður sé ekki maður með mönnum nema að vera þarna inni. Það var beinlínis fyrirsát um okkur í dag sem leiddi til þess að við birtumst í fyrsta sinn á TikTok. Ég segi ekki að þetta hafi verið algjörlega óundirbúið en við vorum þarna að ganga inn í þingflokksherbergi með sólgleraugu, sem maður notar jafnan ekki innanhúss. En í þessu tilfelli var það við hæfi þar sem við teljum að það sé bjart framundan.“
Miðflokkurinn Alþingi Píratar Tengdar fréttir Fjármálaráðherra sakar þingmann á ósamstæðum sokkum um skítkast Fjármálaráðherra sakaði þingmann Pírata um að koma ítrekað upp í ræðustól Alþingis á sokkaleistunum með pólitískt skítkast. 20. febrúar 2020 13:30 Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. 10. september 2024 13:29 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Sjá meira
Fjármálaráðherra sakar þingmann á ósamstæðum sokkum um skítkast Fjármálaráðherra sakaði þingmann Pírata um að koma ítrekað upp í ræðustól Alþingis á sokkaleistunum með pólitískt skítkast. 20. febrúar 2020 13:30
Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. 10. september 2024 13:29
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp