Brasilíumenn í basli í undankeppni HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 10:01 Vinicius Jr. er langt frá því að sýna það sama með brasilíska landsliðinu og hann gerir venjulega með Real Madrid. Getty/Lucas Figueiredo Brasilía og Argentína töpuðu leikjum sínum í undankeppni HM 2026 í fótbolta í nótt en það er óhætt að segja að staða liðanna sé gjörólík. Argentína er enn í toppsætinu þrátt fyrir 2-1 tap á móti Kólumbíu en Kólumbíumenn eru núna tveimur stigum á eftir heimsmeisturunum. Kólumbía hefur enn ekki tapað í undankeppninni (4 sigrar og 4 jafntefli). James Rodriguez tryggði Kólumbíu sigurinn með marki úr vítaspyrnu en argentínska liðið lék án Lionel Messi sem er meiddur. Þetta var í fyrsta sinn síðan 2019 sem Kólumbía nær að vinna Argentínu. Yerson Mosquera kom Kólumbíu í 1-0 á 25. mínútu en Nico Gonzalez jafnaði á 48. mínútu eftir varnarmistök. James skoraði síðan úr vítaspyrnu á 60. mínútu og það reyndist vera sigurmarkið í leiknum. James Rodriguez fagnar hér sigurmarki sínu á móti Argentínumönnum í nótt.Getty/Eurasia Sport Images Brasilía tapaði á sama tíma 1-0 á útivelli á móti Paragvæ. Diego Gómez skoraði eina mark leiksins á 20. mínútu. Brasilíska liðið er með ekkert sjálfstraust þessa dagana og náði ekki einu sinni skoti á mark í fyrri hálfleiknum. Þetta var enn einn leikurinn þar sem Vinicius Jr var ekki nálægt því að sýna það sama og hann gerir með Real Madrid. Þetta var líka fjórða tap Brasilíumanna í síðustu fimm leikjum þeirra í undankeppninni og þeir eru nú með fleiri töp (4) en sigra (3) í fyrstu átta leikjum hennar. Það þýðir að brasilíska liðið er í fimmta sætið með tíu stig alveg eins og Venesúela sem er í sjötta sætinu. Sex efstu þjóðirnar fara beint á HM en sjöunda sætið fer í umspil á milli álfanna. Paragvæ er stigi á eftir Brasilíu og Venesúela eftir þennan sigur. Brasilíumenn hafa verið með á öllum heimsmeistarakeppnum sögunnar og oftast hafa þeir tryggt sér sætið með sannfærandi hætti. Nú er aftur á móti mikil pressa á liðinu í næsta glugga í október þar sem liðið mætir Síle á útivelli og Perú á heimavelli. Þetta er tvær neðstu þjóðirnar í suður-ameríska undanriðlinum en kannski sýnd veiði en ekki gefin. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Sjá meira
Argentína er enn í toppsætinu þrátt fyrir 2-1 tap á móti Kólumbíu en Kólumbíumenn eru núna tveimur stigum á eftir heimsmeisturunum. Kólumbía hefur enn ekki tapað í undankeppninni (4 sigrar og 4 jafntefli). James Rodriguez tryggði Kólumbíu sigurinn með marki úr vítaspyrnu en argentínska liðið lék án Lionel Messi sem er meiddur. Þetta var í fyrsta sinn síðan 2019 sem Kólumbía nær að vinna Argentínu. Yerson Mosquera kom Kólumbíu í 1-0 á 25. mínútu en Nico Gonzalez jafnaði á 48. mínútu eftir varnarmistök. James skoraði síðan úr vítaspyrnu á 60. mínútu og það reyndist vera sigurmarkið í leiknum. James Rodriguez fagnar hér sigurmarki sínu á móti Argentínumönnum í nótt.Getty/Eurasia Sport Images Brasilía tapaði á sama tíma 1-0 á útivelli á móti Paragvæ. Diego Gómez skoraði eina mark leiksins á 20. mínútu. Brasilíska liðið er með ekkert sjálfstraust þessa dagana og náði ekki einu sinni skoti á mark í fyrri hálfleiknum. Þetta var enn einn leikurinn þar sem Vinicius Jr var ekki nálægt því að sýna það sama og hann gerir með Real Madrid. Þetta var líka fjórða tap Brasilíumanna í síðustu fimm leikjum þeirra í undankeppninni og þeir eru nú með fleiri töp (4) en sigra (3) í fyrstu átta leikjum hennar. Það þýðir að brasilíska liðið er í fimmta sætið með tíu stig alveg eins og Venesúela sem er í sjötta sætinu. Sex efstu þjóðirnar fara beint á HM en sjöunda sætið fer í umspil á milli álfanna. Paragvæ er stigi á eftir Brasilíu og Venesúela eftir þennan sigur. Brasilíumenn hafa verið með á öllum heimsmeistarakeppnum sögunnar og oftast hafa þeir tryggt sér sætið með sannfærandi hætti. Nú er aftur á móti mikil pressa á liðinu í næsta glugga í október þar sem liðið mætir Síle á útivelli og Perú á heimavelli. Þetta er tvær neðstu þjóðirnar í suður-ameríska undanriðlinum en kannski sýnd veiði en ekki gefin.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Sjá meira