Segir ákvörðun ráðherrans ekki hafa áhrif á stöðu sína Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2024 06:24 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áminnti Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara árið 2022. Vísir/Vilhelm Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari eiga eftir að ræða saman eftir að dómsmálaráðherra gerði kunnugt um að verða ekki við ósk Sigríðar um að víkja Helga Magnúsi frá störfum. Hún segir niðurstöðu ráðherrans ekki hafa áhrif á stöðu sína sem ríkissaksóknari. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar í Morgunblaðinu í morgun. Þar tekur hún fram að ráðherrann hafi tekið undir öll efnisatriðin sem hafi verið grundvöllur þess að Sigríður ákvað að áminna Helga Magnús árið 2022 og sömuleiðis atriðin sem varði ummæli Helga Magnúsar á þessu ári. Greint var frá því á mánudag að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi talið að sérstakar aðstæður hafi réttlætt ummæli Helga Magnúsar, sem hafi þó verið til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann yrði því ekki leystur frá störfum. Í samtali við fréttastofu á mánudag sagðist Helgi Magnús fagna ákvörðun ráðherrans og hlakka til að mæta aftur til vinnu. Sérstakar aðstæður Um ummælin sagði Guðrún að í því samhengi skipti máli að ummæli Helga Magnúsar hafi meðal annars beinst að innflytjendum og flóttafólki, tilteknum samtökum og einstaklingi sem starfi sem lögmaður. „Þá var um ítrekaða háttsemi að ræða, sem var jafnframt sama eðlis og viðkomandi embættismaður fékk áminningu fyrir tveimur árum áður.“ Á hinn bóginn kom fram í tilkynningu ráðherrans að tjáning vararíkissaksóknara hafi verið sett fram við sérstakar aðstæður, það er í umræðu um mann sem hafi hótað vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans ofbeldi og hafi af þeirri ástæðu hlotið dóm. Sú staða hefði áhrif á mat á svigrúmi vararíkissaksóknara til tjáningar í þessu samhengi. Ráðherrann átti fund með Sigríði á mánudag og annan fund með Helga Magnúsi á mánudag þar sem hún kynnti þeim þessa niðurstöðu sína í málinu. Sú niðurstaða var svo gerð opinber. Hlaut áminningu árið 2022 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því í lok júlí að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna tjáningar hans opinberlega á ýmsum málum. Um leið að mál Helga yrðu skoðuð í dómsmálaráðuneytinu. Vísaði hún til áminningar sem hún veitti honum árið 2022. Þá ítrekaði hún á dögunum að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. Ríkissaksóknari með áminningarvaldið Helgi Magnús hefur allt frá því að beiðni Sigríðar barst ráðuneytinu haldið því fram að tjáning hans hafi átt rétt á sér og að vafi væri uppi um það hvort Sigríður væri hæf til þess að áminna hann. Þau væru bæði skipuð af ráðherra og því væri það ráðherra að áminna hann. Í tilkynningu ráðherrans á mánudaginn var áréttað að vararíkissaksóknari starfi í umboði ríkissaksóknara og sé honum til aðstoðar. „Ríkissaksóknari hefur auk þess sem forstöðumaður embættisins almennan stjórnunarrétt gagnvart starfsmönnum embættisins, þar með talið vararíkissaksóknara. Dómsmálaráðherra er veitingarvaldshafi en ríkissaksóknari sem forstöðumaður fer með áminningarvaldið.“ „Niðurstaða dómsmálaráðherra hefur engin áhrif á stöðu mína sem ríkissaksóknara. Er á það bent í þessu sambandi að ráðherrann tekur undir öll þau efnisatriði sem voru grundvöllur áminningarinnar árið 2022 og þau atriði sem varða tjáningu vararíkissaksóknara á árinu 2024,“ segir ráðherrann. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Lögreglan Tengdar fréttir Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Dómsmálaráðherra telur sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sem séu þó til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann verður því ekki leystur frá störfum. Helgi Magnús fagnar ákvörðun ráðherra og hlakkar til að mæta aftur til vinnu. 9. september 2024 15:39 Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22 Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. 5. september 2024 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar í Morgunblaðinu í morgun. Þar tekur hún fram að ráðherrann hafi tekið undir öll efnisatriðin sem hafi verið grundvöllur þess að Sigríður ákvað að áminna Helga Magnús árið 2022 og sömuleiðis atriðin sem varði ummæli Helga Magnúsar á þessu ári. Greint var frá því á mánudag að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi talið að sérstakar aðstæður hafi réttlætt ummæli Helga Magnúsar, sem hafi þó verið til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann yrði því ekki leystur frá störfum. Í samtali við fréttastofu á mánudag sagðist Helgi Magnús fagna ákvörðun ráðherrans og hlakka til að mæta aftur til vinnu. Sérstakar aðstæður Um ummælin sagði Guðrún að í því samhengi skipti máli að ummæli Helga Magnúsar hafi meðal annars beinst að innflytjendum og flóttafólki, tilteknum samtökum og einstaklingi sem starfi sem lögmaður. „Þá var um ítrekaða háttsemi að ræða, sem var jafnframt sama eðlis og viðkomandi embættismaður fékk áminningu fyrir tveimur árum áður.“ Á hinn bóginn kom fram í tilkynningu ráðherrans að tjáning vararíkissaksóknara hafi verið sett fram við sérstakar aðstæður, það er í umræðu um mann sem hafi hótað vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans ofbeldi og hafi af þeirri ástæðu hlotið dóm. Sú staða hefði áhrif á mat á svigrúmi vararíkissaksóknara til tjáningar í þessu samhengi. Ráðherrann átti fund með Sigríði á mánudag og annan fund með Helga Magnúsi á mánudag þar sem hún kynnti þeim þessa niðurstöðu sína í málinu. Sú niðurstaða var svo gerð opinber. Hlaut áminningu árið 2022 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því í lok júlí að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna tjáningar hans opinberlega á ýmsum málum. Um leið að mál Helga yrðu skoðuð í dómsmálaráðuneytinu. Vísaði hún til áminningar sem hún veitti honum árið 2022. Þá ítrekaði hún á dögunum að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. Ríkissaksóknari með áminningarvaldið Helgi Magnús hefur allt frá því að beiðni Sigríðar barst ráðuneytinu haldið því fram að tjáning hans hafi átt rétt á sér og að vafi væri uppi um það hvort Sigríður væri hæf til þess að áminna hann. Þau væru bæði skipuð af ráðherra og því væri það ráðherra að áminna hann. Í tilkynningu ráðherrans á mánudaginn var áréttað að vararíkissaksóknari starfi í umboði ríkissaksóknara og sé honum til aðstoðar. „Ríkissaksóknari hefur auk þess sem forstöðumaður embættisins almennan stjórnunarrétt gagnvart starfsmönnum embættisins, þar með talið vararíkissaksóknara. Dómsmálaráðherra er veitingarvaldshafi en ríkissaksóknari sem forstöðumaður fer með áminningarvaldið.“ „Niðurstaða dómsmálaráðherra hefur engin áhrif á stöðu mína sem ríkissaksóknara. Er á það bent í þessu sambandi að ráðherrann tekur undir öll þau efnisatriði sem voru grundvöllur áminningarinnar árið 2022 og þau atriði sem varða tjáningu vararíkissaksóknara á árinu 2024,“ segir ráðherrann.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Lögreglan Tengdar fréttir Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Dómsmálaráðherra telur sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sem séu þó til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann verður því ekki leystur frá störfum. Helgi Magnús fagnar ákvörðun ráðherra og hlakkar til að mæta aftur til vinnu. 9. september 2024 15:39 Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22 Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. 5. september 2024 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Dómsmálaráðherra telur sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sem séu þó til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann verður því ekki leystur frá störfum. Helgi Magnús fagnar ákvörðun ráðherra og hlakkar til að mæta aftur til vinnu. 9. september 2024 15:39
Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22
Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. 5. september 2024 13:15