Sjö ár frá síðustu stefnuræðu Bjarna sem forsætisráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2024 13:52 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana á Alþingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson flytur fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra síðan 2017 á Alþingi í kvöld. Meðal mála á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar í haust er frumvarp um verslun með áfengi á netinu, en málið var til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19:40 í kvöld og skiptast umræður í tvær umferðir. Forsætisráðherra hefur tólf mínútur til framsögu en ræðumenn annarra flokka hafa sex mínútur í hvorri umferð. Samkvæmt mælendaskrá flytja formenn flokkanna í flestum tilfellum fyrstu ræðu, að frátalinni Halldóru Mogensen í tilfelli Pírata sem ekki hafa formann. Síðast flutti Bjarni Benediktsson stefnuræðu sem forsætisráðherra í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í september 2017. Líkt og kunnugt er sprakk sú ríkisstjórn síðar sama ár. Nú í kvöld, sjö árum síðar flytur Bjarni aftur stefnuræðu sem forsætisráðherra. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru 216 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem dreift hefur verið á Alþingi og verður gerð opinber í kvöld. „Það síðan verður að koma í ljós hvað af þessu kemur fram og hvað verður afgreitt. Það auðvitað ræðst af því hvernig málum háttar hér í þinginu,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Netverslun með áfengi á dagskrá í haust Eitt þeirra mála sem boðað hefur verið á haustmánuðum samkvæmt heimildum fréttastofu er frumvarp dómsmálaráðherra um netverslun með áfengi. Málið hefur verið umdeilt, en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hóf frumkvæðisathugun í sumar vegna álitamála um netsölu með áfengi. „Við erum komin þangað í athuguninni að þrír ráðherrar hafa mætt til nefndarinnar. Dómsmála-, heilbrigðisráðherra og nú síðast í morgun fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra Sigurð Inga Jóhannsson. Svo munum við halda áfram umfjöllun á næstu fundum,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir ekki tímabært að segja til um hvað að endingu komi út úr þeirri vinnu, enda sé frumkvæðisathuguninni ekki lokið. Þórunn kveðst ágætlega stemmd fyrir komandi þingvetri. „Við vitum öll að stærstu viðfangsefnin eru að ná niður verðbólgunni og vöxtunum sem að herja með ólíkum hætti þó á heimilin og fólkið í landinu. Það er stærsta verkefnið og við í Samfylkingunni óttumst að ríkisstjórnin hafi gefist upp á þessu verkefni,“ segir Þórunn, og vísar til þess sem lesa megi úr fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19:40 í kvöld og skiptast umræður í tvær umferðir. Forsætisráðherra hefur tólf mínútur til framsögu en ræðumenn annarra flokka hafa sex mínútur í hvorri umferð. Samkvæmt mælendaskrá flytja formenn flokkanna í flestum tilfellum fyrstu ræðu, að frátalinni Halldóru Mogensen í tilfelli Pírata sem ekki hafa formann. Síðast flutti Bjarni Benediktsson stefnuræðu sem forsætisráðherra í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í september 2017. Líkt og kunnugt er sprakk sú ríkisstjórn síðar sama ár. Nú í kvöld, sjö árum síðar flytur Bjarni aftur stefnuræðu sem forsætisráðherra. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru 216 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem dreift hefur verið á Alþingi og verður gerð opinber í kvöld. „Það síðan verður að koma í ljós hvað af þessu kemur fram og hvað verður afgreitt. Það auðvitað ræðst af því hvernig málum háttar hér í þinginu,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Netverslun með áfengi á dagskrá í haust Eitt þeirra mála sem boðað hefur verið á haustmánuðum samkvæmt heimildum fréttastofu er frumvarp dómsmálaráðherra um netverslun með áfengi. Málið hefur verið umdeilt, en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hóf frumkvæðisathugun í sumar vegna álitamála um netsölu með áfengi. „Við erum komin þangað í athuguninni að þrír ráðherrar hafa mætt til nefndarinnar. Dómsmála-, heilbrigðisráðherra og nú síðast í morgun fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra Sigurð Inga Jóhannsson. Svo munum við halda áfram umfjöllun á næstu fundum,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir ekki tímabært að segja til um hvað að endingu komi út úr þeirri vinnu, enda sé frumkvæðisathuguninni ekki lokið. Þórunn kveðst ágætlega stemmd fyrir komandi þingvetri. „Við vitum öll að stærstu viðfangsefnin eru að ná niður verðbólgunni og vöxtunum sem að herja með ólíkum hætti þó á heimilin og fólkið í landinu. Það er stærsta verkefnið og við í Samfylkingunni óttumst að ríkisstjórnin hafi gefist upp á þessu verkefni,“ segir Þórunn, og vísar til þess sem lesa megi úr fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira