„Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2024 12:33 Gréta María Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Prís. Framkvæmdastjóri matvöruverslunarinnar Prís segist sannfærð um tækifæri til að lækka matvöruverð hér á landi. Sindri Sindrason kíkti í kaffi til körfuboltakempunnar sem lofar lægsta verðinu meðan hún ráði þar ríkjum. „Ég elst að mestu leyti upp á Flateyri, en mamma mín er úr Reykjavík og hún er alinn upp hérna í Vesturbænum. Reykjavík kallaði alltaf á hana aftur og við vorum stundum svona á milli staða. En svo þegar ég varð ellefu ára þá eignast mamma tvíbura og hún var svona frekar „gömul“ þá en samt bara 39 ára,“ segir Gréta og hlær. „Á Flateyri var enginn læknir, heldur bara hjúkrunarfræðingur og þannig að við flytjum í bæinn þegar hún eignast tvíburana 1991 og þá flytjum við í Seljahverfið,“ segir Greta sem fór mikið í körfuboltann í Breiðholtinu og er það enn stór hluti af hennar lífi. „Ég var mjög góð, þó ég sé ekkert að monta mig. Ég var mjög efnileg og var alltaf að þjálfa með,“ segir Gréta sem þjálfar enn í dag körfubolta. Aftur í bransann Gréta útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og lærði véla- og iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. „Eftir það fer ég í bankageirann og er inni í þeim geira til ársins 2016,“ segir Gréta sem varð meðal annars fjármálastjóri Festi, en hætti þar árið 2020. Leið Grétu lá til sjávarútvegsfyrirtækisins Brims og síðan í ferðaþjónustuna með Arctic Adventures. Þá kom kallið að snúa aftur í matvörubransann og ganga til liðs við Prís. Verslunin opnaði dyr sínar þann 16. ágúst en verslunin er í rekstri Heimkaupa sem tilheyra Skel. „Samkeppni er af hinu góða og þegar þú ert á markaði þar sem fáir eru þá lendir þetta bara í stöðu sem öllum finnst þægileg. Svo kemur inn nýr aðili og við værum ekkert að koma inn nema við teldum að það væri svigrúm til að bjóða lægsta verðið. Við höfum séð hvernig markaðurinn hefur þróast undanfarin ár og sjáum að núna er tækifæri til að sveigja sér þarna undir. Þar ætlum við að staðsetja okkur. Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust á markaði.“ Sindri kíkti í morgunkaffi til Grétu á fallegt heimili hennar og fjölskyldunnar og má sjá innslagið hér að neðan. Ísland í dag Matvöruverslun Verslun Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Sjá meira
„Ég elst að mestu leyti upp á Flateyri, en mamma mín er úr Reykjavík og hún er alinn upp hérna í Vesturbænum. Reykjavík kallaði alltaf á hana aftur og við vorum stundum svona á milli staða. En svo þegar ég varð ellefu ára þá eignast mamma tvíbura og hún var svona frekar „gömul“ þá en samt bara 39 ára,“ segir Gréta og hlær. „Á Flateyri var enginn læknir, heldur bara hjúkrunarfræðingur og þannig að við flytjum í bæinn þegar hún eignast tvíburana 1991 og þá flytjum við í Seljahverfið,“ segir Greta sem fór mikið í körfuboltann í Breiðholtinu og er það enn stór hluti af hennar lífi. „Ég var mjög góð, þó ég sé ekkert að monta mig. Ég var mjög efnileg og var alltaf að þjálfa með,“ segir Gréta sem þjálfar enn í dag körfubolta. Aftur í bransann Gréta útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og lærði véla- og iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. „Eftir það fer ég í bankageirann og er inni í þeim geira til ársins 2016,“ segir Gréta sem varð meðal annars fjármálastjóri Festi, en hætti þar árið 2020. Leið Grétu lá til sjávarútvegsfyrirtækisins Brims og síðan í ferðaþjónustuna með Arctic Adventures. Þá kom kallið að snúa aftur í matvörubransann og ganga til liðs við Prís. Verslunin opnaði dyr sínar þann 16. ágúst en verslunin er í rekstri Heimkaupa sem tilheyra Skel. „Samkeppni er af hinu góða og þegar þú ert á markaði þar sem fáir eru þá lendir þetta bara í stöðu sem öllum finnst þægileg. Svo kemur inn nýr aðili og við værum ekkert að koma inn nema við teldum að það væri svigrúm til að bjóða lægsta verðið. Við höfum séð hvernig markaðurinn hefur þróast undanfarin ár og sjáum að núna er tækifæri til að sveigja sér þarna undir. Þar ætlum við að staðsetja okkur. Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust á markaði.“ Sindri kíkti í morgunkaffi til Grétu á fallegt heimili hennar og fjölskyldunnar og má sjá innslagið hér að neðan.
Ísland í dag Matvöruverslun Verslun Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Sjá meira