Innlent

Ríkið verði af milljörðum og ó­hóf­legur kostnaður af heil­brigðis­þjónustu

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta.  Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 

Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. Heimir Már fréttamaður fer yfir málin í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Viðskiptaráð telur ríkið verða af fimm milljörðum á ári vegna núverandi löggjafar um veðmál. Ráðið leggur til að stjórnvöld geri róttækar breytingar. Rætt verður við framkvæmdastjóra samtakanna. 

Fólki sem frestar læknisferðum vegna langra biðlista hefur fjölgað á síðustu mánuðum og sum heimili bera óhóflegan kostnað af heilbrigðisþjónustu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar, sem kynntar eru að hluta á málþingi ASÍ um félagslegt heilbrigðiskerfi í dag.

Hagkaup opnaði í dag nýja vefverslun áfengis, forstjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu. Mikið hefur verið deilt um lögmæti vefverslanna áfengis hér á landi. Það hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu í fjögur ár og má vænta niðurstöðu frá lögreglu fljótlega. Farið verður yfir málið í hádegisfréttum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×